Leita í fréttum mbl.is

Fyrirsjáanleg ályktun til heimabrúks.

Ályktun Vg. um utanríkismál, er nánast eins og við mátti búast.  Má segja að ,,hrós" forsætisráðherra um síðustu helgi, er Vg. var hrósað fyrir það að hafa komið aðildarumsókninni á koppinn, hafi endanlega neglt þessa ályktun.

Hins vegar er það svo og kannski það sem verra er, að ekkert verður gert með þessa ályktun svo heitið geti. Nema þá að menn muni skiptast á skeytum, hér í bloggheimum og á öðrum samskiptavefum netsins. 

Hafi þingmönnum Vg. ekki verið það ljóst, er sótt var um aðild, að í umsókninni fælist vilji stjórnvalda til þess að undirgangast regluverk ESB og Lissabonsáttmálann, stjórnarskrá ESB, þá eru þessir þingmenn annað hvort ekki nægilega upplýstir um það er þeir greiddu atkvæði um eða þá að um valkvæða vankunnáttu sé að ræða.

Einu mögulegu undanþágurnar frá regluverki ESB og Lissabonsáttmálanum, eru einungis tiímabundnar og fyrst og fremst æltaðar að gefa nýrri aðildarþjóð, tækifæri til þess að aðlaga sig ESB, en ekki til þess að EBS geti aðlagað sig að þjóðinni.  Eins og reyndar ályktun Vg. hljóðar upp á.  Það ættu allir þeir að vita er sitja eða sátu landsfund VG.  

Það verður samt sem áður að telja að ályktun þessi sé fyrst og fremst til heimabrúks, enda nær ógerningur að búast við því, að þeir þingmenn Vg. er hvað mest eru flæktir í ferlið, snúi af þeirri leið sinni.

En auðvitað gæti það gerst, að þingflokkur Vg. eða stór hluti hans, flytji í þinginu tillögu um að umsoknin verði dregin til baka, eða þjóðin fái að kjósa um hvort áfram skuli haldið, eða þá að þingflokkurinn styðji einhverja þeirra tillögu er fram hefur komið um sama efni og krefjist þess að einhver þeirra verði tekin á dagskrá þingsins.  Á því eru hins vegar hverfandi líkur.

 


mbl.is Ályktun um utanríkismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband