Leita í fréttum mbl.is

Óljós stefna - í besta falli breytileg.

Það er ekki ofsögum sagt, að stefna stjórnvalda í sjávarútvegsmálum er óljós.  Í það minnsta er hún í besta falli breytileg.

Fyrir rúmu ári, þá lauk svokölluð sáttanefnd um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, störfum eftir ca. eins árs vinnu.  Vinnu þar sem leitað var álita víða og keyptar skýrslur úr háskólum um málefnið.  

Álitin og skýrslurnar voru svo notuð til þess að komast að þeirri niðurstöðu, sem fulltrúar stjórnvalda í nefndinni, ásamt nær öllum hagsmunasamtökum í greininni, skrifuðu undir.

 Það fór samt ekki svo, að farið væri að skrifa af fullum krafti, nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða.  Nei öðru nær.  Við tók vetrarlangt reipitog og hrossakaup stjórnarflokkana, er skilaði frumvarpi er lítið átti skylt við tillögur sáttanefndarinnar, sem að stjórnvöld höfðu þó, á sínum tíma samþykkt.

Var að lokum, á síðustu dögum vorþingsins síðasta, frumvarpinu hent inn í þingið og í rauninni ætlast til þess að það rynni hratt og vel í gegnum þingið.  Þau áform mistókust, sem betur fer, að mestu vegna málþófs stjórnarandstöðunnar.

 Vart var búið að fresta þingi sl. vor þegar stjórnarþingmenn og í það minnsta einn ráðherra ríkisstjórnarinnar sögðu frumvarpið meingallað.  Siðan hafa fleiri úr stjórnarliðinu bæst við og enginn þeirra er komu að ritun frumvarpsins, vilja kannast við það, nema þá helst sjávarútvegsráðherra. 

Reyndar hljóta stjórnarliðar, er nú sjá frumvarpinu allt til foráttu, alvarlega að íhuga að þakka stjórnarandstöðunni fyrir allt málþófið sl. vor.  Án þess sætu þeir eflaust sveittir við að semja breytingar, á nýsamþykktum lögum um stjórn fiskveiða.


mbl.is Stefna stjórnvalda óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristinn. Á meðan þetta leikrit spilltra stjórnmála-afla fer fram í leikhúsi fáránleikans á Íslandi (alþingi, Valhöll og fl.stöðum), eru áhorfendur á bekkjum leikhússins að drepast úr hungri, næringarskorti og áföllum.

Getum við treyst svona stjórnvöldum?

Þetta fólk verður að setja björgunarbátana á flot í þessu Titanic-slysi á Íslandi, áður en allir gefast upp.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2011 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1627

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband