Leita í fréttum mbl.is

Málþóf borgar sig............ stundum.

Þó svo að stjórnarliiðum á Alþingi, á hverjum tíma, sé meinilla við málþóf,er alveg hægt að halda því fram að á þessu kjörtímabili, hafi málþóf og aðrar baráttuaðferðir stjórnarandstöðu og nokkurra villikatta úr Vg. borgað sig.

 Fyrst má til taka Icesavemálið. Það er alveg ljóst, að hefði Svavarssamningurinn farið hægt og hljótt í gegnum þingið, þá hefðu hundruðir milljarða fallið á ríkissjóð.  Þrotabú Landsbankans gamla, hefði ekki bætt það, nema að litlu leyti, við bestu mögulegu aðstæður, enda vextir mjög aftarlega í kröfuröðinni.  Barátta stjórnarandstöðunnar og einstaka villikatta Vg. í málinu, skilaði því að lokum í þjóðaratkvæðagreiðslu tvisvar, þar sem ríkisstjórnin fékk í bæði skiptin háðulega útreið.

Annað mál má svo til taka, svokallað ,,Stóra kvótafrumvarp". Eftir árs vinnu sáttanefndar um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, þá tók það ríkisstjórnina ásamt völdum stjórnarþingmönnum heila átta mánuði að berja saman frumvarp um stjórn fiskveiða.

Þeir ráðherrar er höfðu beina aðkomu að málinu voru þau,  Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, auk þess sem að Guðbjartur Hannesson, þá nýorðinn velferðarráðherra kom að málinu, þó ætla megi að aðkoma hans að málinu, hafi fyrst og fremst verið vegna þess að hann fór fyrir sáttanefndinni svokölluðu.

Auk ráðherranna komu svo nokkrir stjórnarþingmenn að gerð frumvarpsins. Frá Samfylkingu komu þau Ólína Þorvarðardóttir, Helgi Hjörvar og Róbert Marshall, en frá Vg. komu þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, Björn Valur Gíslason og Atli Gíslason, áður en hann sagði skilið við þingflokk Vg.

Frumvarpið var svo samþykkt af öllum ráðherrum í ríkisstjórn, auk þess sem báðir stjórnarflokkarnir samþykktu málið fyrir sitt leyti og leyfðu framlagningu þess á síðustu dögum síðasta vorþings.

 Þrátt fyrir að strax hafi komið hörð gagnrýni á frumvarpið, úr öllum áttum, elfdust stjórnarliðar, við hverja gagnrýni á frumvarpiðí viðleitni sinni við að troða málinu í gegnum þingið, fyrir lok vorþingsins.  Enda voru það bara, að sögn stjórnarliða, vondu kallarnir í LÍÚ og leiguþý þeirra sem andmæltu frumvarpinu.

Hófst þá enn og aftur málþóf og barátta stjórnarandstöðunnar í þinginu fyrir því að hindra framgöngu, vanbúins og vanhugsaðs máls í þinginu, sem stjórnarflokkarnir ætluðu troða í gegn, án þess að það virðist að hugsa um afleiðingar þess, ef að frumvarpið yrði að lögum.  Þó stukku einstaka stjórnarliðar og í það minnsta einn ráðherra á vagninn með stjórnarandstöðunni og andmæltu frumvarpinu sl. vor.

Fór svo á endanum að málið var sett á ís og Sjávarútvegs og lanbúnaðarnefnd falið að safna enn frekari umsögnum um frumvarpið í sumar.

 Nú þegar allar umsagnir um frumvarpið hafa komið í hús, hafa allir þeir er komu að gerð frumvarpsins, að Jóni Bjarnasyni undanskildum, afneitað frumvarpinu og vilja ekki kannast við að hafa komið að gerð þess. Segja þessir aðilar frumvarpið meingallað og varla brúklegt til þess sem því var ætlað.

Það hlýtur því að vera nokkuð borðliggjandi að ofantaldir stjórnarþingmenn og ráðherrar verða að svara því, hvað breyttist svona mikið í sumar, að mál sem var lífsins nauðsyn að troða í gegnum þingið sl. vor, nánast án umræðu, sé orðið meingallað og vart nothæft núna þegar Alþingi kemur saman að nýju á haustþingi?  Var ekki talað við einn einasta umsagnaraðila á þessum átta mánuðum sem allur þessi fjöldi ráðherra og stjórnarþingmanna vann að gerð frumvarpsins?  Eða var ekkert á þá hlustað? Eða þrífst kannski ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ekki  öðruvísi en að hafa öll mál í ágreiningi, svo hægt sé að benda á óvini hinnar norrænu velferðar, sem ríkisstjórnin, með röngu, kennir sig við?

En hvað sem þessu öllu líður, þá hlýtur stjórnarmeirihlutinn og ríkisstjórnin að vera stjórnarandstöðunni, ævarandi þakklát, fyrir að hafa haft vit fyrir sér í þessum málum og hægt á og stöðvað framgöngu þeirra í þinginu, með málþófi og öðrum baráttuaðferðum.  Annað væri bara dónaskapur.


mbl.is Óvissa um „gallað“ stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 1644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband