Leita í fréttum mbl.is

ASÍ-Gylfi og Icesave.

Oft er vitnað í Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, vegna Icesave.  Það er í sjálfu sér ekkert skrítið, enda Gylfi krafist þess í öll þau skipti sem að Icesavesamingur hefur legið fyrir, að hann verði samþykktur, með það sama. Auk þess að vera forseti ASÍ er Gylfi samfylkingarmaður, af lífi og sál og styður því stefnu Samfylkingarinnar.   Það er því engin trygging fyrir því að hann sé að tala fyrir hagsmunum umbjóðenda sinna, þeirra launþega í landinu sem eru í aðildarfélögum ASÍ. 

Reyndar eru flestir þeir launþegar sem ég hef heyrt í andvígir Icesave og hafa verið það, frá dögum Svavarssamningsins.  Hins vegar hafa allir þeir samfylkingarmenn og konur sem ég hef heyrt í, krafist þess að sá Icesavesamningur, sem liggur fyrir hverju sinni, verði samþykktur með hraði. 

 Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, þann 22. mars 2011, sagði Gylfi meðal annars:

 „Það er ljóst að uppbygging í atvinnulífinu er mjög tengd því að fyrirtækin fái aðgang að erlendum lánamörkuðum og það er ekki að gerast, meðal annars út af Icesave. Sú niðurstaða mun því hafa áhrif inn í framtíðina enda held ég að þetta séu mikilvægustu kosningar sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir.“

 Þessi orð Gylfa, hefðu allt eins geta hafa fallið í útvarpsviðtali, síðari hluta árs 2009 eða í byrjun árs 2010, enda Gylfi lengi verið ötull áhugamaður um samþykkt Icesavesamninga.  

Þrátt fyrir áróður Gylfa og fleiri aðila handgengna stjórnvöldum, fyrir ári síðan, þá hafa þó einhver fyrirtæki, eins og t.d. Marel og fleiri leitað fjármögnunar á erlendum lánamörkuðum.  Forsvarsmenn Marels sneru sér til Hollands, af öllum löndum og náðu sér þar í fjármögnunnar samning við Hollenskan banka að upphæð rúmlega 50 milljarðar, á kjörum sem þóttu mjög svo ásættanleg.  Og enginn Icesavesamningur í höfn, ótrúlegt ekki satt?

 Forsvarsmenn Marels sögðu reyndar, að Icesave hafi bara akkurat ekkert komið til tals, þó þar færi íslenskt fyrirtæki í samningaviðræður við hollenskan banka. 

Reyndar er það nú svo að erlendar lánastofnanir flestar, líta fyrst og fremst á arðsemi þeirrar fjárfestingar sem lána fé til.  Í þeirra huga skiptir engu máli, hvort Icesave sé leyst eða ekki. 

Á þessu eru þó tvær undantekningar, Evrópski fjárfestingarbankinn og Norræni fjárfestingarbankinn.  Enda eru þeir tveir bankar, undir pólitísku eignarhaldi og stjórn ESB-ríkja, sem staðið hafa þétt að baki ólögvarinna krafna Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni.  Reyndar er það svo að þau fyrirtæki sem barma sér undan erfiðleikum við erlenda fjármögnun, hafa flest einmitt leitað fyrst og frems til fjárfestingabankanna, þess evrópska og norræna. 

Kannski þurfa bara forsvarsmenn þeirra fyrirtækja, eins og reyndar ASÍ-Gylfi og aðrir úr já-liðinu að átta sig á því að það eru til margfalt fleiri erlendar lánastofnanir en þessir tveir ofnangreindu fjárfestingarbankar. 

 Einnig hefur nýtt áróðursstef bæst í safn já-liðsins.  Það er eitthvað á þann veg, að krónan geti ekki annað en lækkað, verði sagt nei við Icesave. 

Það  stef hljómar reyndar mótsagnakennt, eins og megnið af þeim áróðri sem sem já- liðið ber á borð þjóðarinnar.  Enda hafna já-liðar því að já-ið geti veikt krónuna, með þeim rökum að krónan sé í sögulegu lágmarki!!

 Það skildi þó ekki vera að krónan ætti tvenn lágmörk?  Svokallað  ,, já-lágmark" og svokallað ,,nei-lágmark".   En er það ekki bara svo, eins og oftast nær áður, að það er tilgangurinn sem helgar meðalið, í málflutningi já-liða, frekar en hagur íslensku þjóðarinnar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gylfi talar ekki máli launafólks, ekki í icesave málinu, ekki varðandi ESB aðlögunarferlið og ekki heldur í því sem hann fær þó borgað fyrir, í kjaramálum. Hann talar eingöngu máli Jóhönnu Sigurðardóttur!

Gunnar Heiðarsson, 23.3.2011 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband