Leita í fréttum mbl.is

Kvótakerfið eða verndunnarstefna Hafró ,,sökudólgurinn"?

Frá því að kvótakerfinu var komið á um miðjan níunda áratug síðustu aldar, hefur sá afli sem Hafró telur óhætt að veiða, nær undantekningalaust verið minni en árið áður eða þá staðið í stað.  Nú er það svo að stefna Hafró er sögð vera til þess fallin að vernda og byggja upp fiskistofna, hér við land.  Hvernig má það vera að stefna Hafró, sem sögð er hafa þann tilgang að vernda fiskistofna hér land, verði til þess að stöðugt er minna og minna úthlutað af aflaheimildum ár hvert?

Núna segja mér menn er stúderað hafa fiski og líffræði og fylgst með því sem að er að gerast í kringum okkur að eftir nærri þriggja áratuga og jafnvel lengri  ,,vernd" Hafró á fiskistofninum í íslenskri landhelgi að þá ætti staðan í dag að vera sú, að við værum að veiða 450 þús tonn. af þorski ár hvert, í stað ca. 150 þús. tonna.

 Framsal aflaheimilda, hefur um árabil verið andstæðingum kvótakerfisins þyrnir í augum.  Framsalið, sem slíkt, er ekki gallalaust frekar en kvótakerfið sjálft.  En líklegast er þetta skásta kerfið sem í boði er, þegar því var komið á, jafnt sem og í dag.  Enda hlýtur öfund margra fiskveiðiþjóða, er margar hverjar mega muna sinn fífil fegri, í garð Íslendinga vegna kvótakerfisins, að benda til þess að einhvers staðar í ferlinu, hljótum við að hafa gert rétt með kvótakerfið, sem slíkt.

 Það hlýtur því að liggja beinast við, að haldi kvótakerfið sem slíkt, að þá hljóti eitthvað að vera að verndunnarstefnu Hafró, sem áratugum saman hefur ekki skilað neinu öðru en minni afla ár hvert.  Aflasamdráttur áranna sem verndun fiskistofnanna hefur verið stjórnað úr Hafró, hefur leitt af sér, varð svo til þess að svokölluðu framsalskerfi var komið á.  Í því kerfi var útgerðum er urðu fyrir það mikilli skerðingu aflaheimilda, að þær voru hættar að bera sig, gefinn kostur á því að selja sig út úr greininni í stað þess að fara í þrot.  Auk þess var framsalið til þess, að þær útgerðir er lifðu skerðinguna af, gátu ekki bara keypt sér meiri kvóta og aukið þar með veiðar sínar, heldur gátu útgerðirnar, skipt á veiðiheimildum sín á milli, eftir því hvaða veiðar hentuðu hverri útgerð, hverju sinni.

 Eins og ég skrifa hér að ofan, þá væri líklega hægt að veiða allt að því þrefalt meira af þorski, en við gerum í dag, væri stefna Hafró að gera sig.  Eins má þá telja líklegt að framsal aflaheimilda, hefði aldrei orðið í eins ríkum mæli og raunin er, þó svo að líklegt megi telja að einhverjar útgerðir hefðu hætt starfsemi og einhverjar útgerðir skipt við aðrar útgerðir á aflaheimildum í tegundum, sem að þeim hentar að veiða hverju sinni. 

Þá væri einnig nær öruggt að sá mikli fólksflótti frá Vestfjörðum og annars staðar af landsbyggðinni væri mun minni, enda væri þá næg vinna hringinn í kringum landið við fiskveiðar og vinnslu, ásamt vinnu við aflegð störf.

 Það hlýtur því að koma að því fyrr en seinna, að menn kjafti í sig kjark og þor og fari að skoða með gagnrýnum augum stefnu Hafró. Hverju sú stefna sé að skila okkur og hvort sú stefna sé rétt eða röng og sé stefnan röng, eins og margt bendir til, að koma þá með tillögur sem beina okkur á rétta braut. 

Siðan ég man eftir mér, þá hefur yfirstjórn Hafró, gengið í ,,erfðir", þ.e. að nánasti samstarfsmaður forstjóra hverju sinni, hefur á endanum orðið forstjóri, þegar sá eldri lætur af störfum. Það er því nær vonlaust að ætlast til þess að innan Hafró blási nýir vindar, eða stefna Hafró í gegnum tíðina sé tekin til, gagngerrar endurskoðunnar af stofnuninni sjálfri, þar sem stofnunin, væri þá að endurskoða verk yfirmanna sinna í gegnum árin.


mbl.is Standi við sátt um samningaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að við þurfum ekkert kerfi til að verja fiskistofnana.  Það er ekki hægt að útrýma fiskistofnum með veiði, því að þegar dregur úr afla þegar of mikið er veitt úr stofninum þá hætta dýrustu veiðiaðferðirnar að borga sig og útgerðir hætta eða fara á hausinn, þá minnkar sóknin og fiskistofnarnir stækka aftur og þá eykst aflinn aftur og þeir sem eftir urðu fara að græða aftur.  Þegar fram líða stundir verður ákveðið jafnvægi, þar sem bankakerfið veitir ákveðið aðhald í fjármögnun í greininni...

Þetta virkar aðeins með því að engir ríkisstyrkir verði  leyfðir

Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 16:18

2 identicon

Þegar ég var á netum hét það sem heytir í dag brottkast; tveggja til átta nátta, eitt sinn dregin 42 tonn landaðað 2. Þá var sagt komum á kvótakerfi til að hætta svona bulli og hættum þessum gengisfellingum krónunar en það var þá.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 03:28

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þú ert að skilja þetta nokkuð vel nafni.

Ef þú vilt skilja þetta enn betur - fáðu þá á bókasafni lánaða bókina FISKILEYSISGUÐINNsem eru greinar eftir Ásgeir heitinn Jakobsson rithöfund og heiðursmann.  Bókin var gefinn út af syni hans Jakob Ásgeirssyni.

Þessi bók ætti að vera kennsluefni í fiskifræði - til að nemendur gætu metið hinar kennslubækurnar sem kennt er nú úr - og spurt rökréttra spurninga

Kristinn Pétursson, 18.1.2011 kl. 06:04

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Velkominn í hópinn Kristinn Karl.

Árni Gunnarsson, 23.1.2011 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1626

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband