Leita í fréttum mbl.is

FME lætur meintan sakborning rannsaka fall sparisjóðs.

Fram kom í fréttum á síðasta ári, að bæði skilanefndir Landsbankans og Glitnis, væru að undirbúa málsókn gegn endurskoðunnarfyrirtækinu PWC.  Skilanefnd Glitnis ætlaði að reka sitt mál í New York, en því var vísað þar frá dómi og verður nær örugglega þá rekið hér á landi.  Mál það sem skilanefnd Landsbankans hyggst höfða, hefur hins vegar ekki verið þingfest, svo ég viti til.

 Ákærur skilanefndanna beggja lúta að því að endurskoðunnarfyrirtækið hafi í rauninni ,,aðstoðað" eigendur bankanna við fölsun á ársreikningum bankanna.  Enda eru yfirsjónir endurskoðenda PWC þvílíkar, að þær hljóta að hafa verið með vilja gerðar.

 Þrátt fyrir ákærur þessara skilanefnda og væntanlegar málsóknir, þá er FME með PWC í vinnu við að rannsaka, hvað gekk á áður en SP-KEF fór á hausinn og lenti í fangi ríkisins, árið 2009.  Það sem gerir þetta í raun enn sjúkara er að skilanefndir bankanna, starfa undir eftiliti FME og á ábyrgð þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1640

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband