Leita í fréttum mbl.is

Rifist þangað til heimilis og villikettir verða sammála um að vera áfram ósammála.

Líklegast markar þessi þingflokksfundur Vinstri grænna varla nein tímamót.  Líklegast er áfram verði bara það í boði, sem Vinstri grænir kalla skoðanaskipti. 

Þegar fólk hefur svo talað frá sér allt vit og helst talað í marga hringi, verður fallist á vera bara áfram sammála um að vera ósammála.

 Ennfremur má reikna með því, að formanni flokksins verði falið það, að taka þau deilumál er um ræðir upp í ríkisstjórninni.

Það verður gert, þrátt fyrir að slíkar æfingar formannsins hingað til, hafi litlu skilað undanfarin tvö ár tæp. 

 Í þeim málum sem ríkisstjórnarflokkana, eða öllu heldur stefnuskrár flokkana, greinir á um hafa Vinstri grænir oftar en ekki þurft að lúffa og mátt sitja undir hótunum forsætisráðherra um stjórnarslit, eða eitthvað þaðan af verra, verði stefna Samfylkingarinnar ekki ofan á. 

Ráðherrar Vg. hafa þó fengið, svona kaup kaups, óopinbert leyfi til að þvælast fyrir allri atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun í landinu. 

Það ætti að vera flestum það ljóst, að stjórnarslitahótanir Jóhönnu, bíta vart núna, enda fá önnur stjórnarmynstur möguleg, eins og staðan er í dag.  Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum og atkvæðahönnun þingmanna Samfylkingar, þegar greidd voru atkvæði um ákærur fyrir landsdómi, eyða möguleika á stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.  Sjálfstæðisflokkur þyrfti alla flokka nema Samfylkingu, með sér til að mynda meirihlutastjórn og Samfylkingin þyrfti Framsókn og Hreyfingu með sér, til þess að mynda meirihlutastjórn, sem hefði þó ekki nema eins manns meirihluta. Þannig að möguleiki á myndun nýrrar stjórnar, án kosninga er því verulega hverfandi. 

Eins myndi þátttaka og eða stuðningur  tveggja til þriggja framsóknarmanna við ríkisstjórnina, ekki skila neinu nema fleiri villiköttum í Vg og í raun gera stjórnarsamstarfið, mun þyngra í vöfum en það er í dag.

 Það er því nokkuð ljóst, að ekkert annað en kosningar kæmu þá til greina. Þingmenn Vg., hvort sem þeir teljast til villi eða heimiliskatta, hljóta að hugsa með hryllingi til þess, yrðu hér kosningar innan fárra vikna eða mánuða.

Enda hefur flokksforustan, tekið hvert einasta stefnumál sem flokkurinn fékk atkvæði út á síðustu kosningum og grýtt þeim út í hafsauga og mun flokkurinn án efa líða mun verr en skoðanakannanir benda til, fyrir það að líta svo á að stefnuskrá samstarfsflokks í ríkisstjórn, sé stefnu eigin flokks æðri.

 Það eru því hverfandi líkur á því að eitthvað stórt uppgjör, verði á þessum þingflokksfundi.  Uppgjör innan Vg. mun bíða þess tíma, er forysta flokksins ,,þorir" að boða til landsfundar, eða verður neydd til þess af öðrum ástæðum.


mbl.is Mikill átakafundur hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1652

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband