Leita í fréttum mbl.is

Pólitískt ,,boomerang" Jóhönnu.

Þegar saga Jóhönnu Sigurðardóttur sem ráðherra í gegnum tíðina er skoðuð, þá er alveg óhætt að telja Jóhönnu með pólitískum villiköttum fortíðarinnar, sem að smala þurfti reglulega til fylgis við stefnu þeirrar ríkisstjórnar er hún sat í hverju sinni. 

Í Viðeyjarstjórninni, stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks árin  1991-1995, sem Jóhanna sat í fram á mitt ár 1994, heyrði það að sögn Jóns Baldvins þáverandi formanns Alþýðuflokksins, til haustverkana að kalla Jóhönnu til fylgis við fjárlagafrumvarpið.

,,Það heyrði til haustverkanna að sitja yfir Jóhönnu og fá hana til að vera með. Það var ekki hægt, hún var ekki til viðtals. Jóhanna var þá í því hlutverki sem Lilja Mósesdóttir er í núna og neitaði að taka þátt í niðurskurði á sínum málaflokki." Sagði Jón Baldvin í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

 ,,Villikattareðlið" hafði síður en svo elst af Jóhönnu er hún settist að nýju í stól félagsmálaráðherra árið 2007 í Þingvallastjórn, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 

Hófust þá aftur hurðaskellir, frekju og fýluköst á ríkisstjórnarfundum í gamla fangelsinu við Lækjartorg, þegar málefni hennar málaflokks voru rædd og oft fór það nú svo, að látið var undan frekjunni í Jóhönnu og framlög til hennar málaflokks voru hækkuð eitthvað.  Enda var eða virtist á þeim ,,borð fyrir báru" til þess að auka útgjöld ríkissjóðs. 

 Toppinn á,,villikattarferli" Jóhönnu í Þingvallastjórninni, má þó án efa telja þegar hún þremur mánuðum fyrir hrun, afnam eða stórlækkaði stimpilgjöld Íbúðalánasjóðs og rýmkaði mjög svo útlánareglur sjóðsins á þann hátt, að síðustu þrjá mánuðina fyrir hrun voru lán Íbúðalánasjóðs alls ca. 2800 í stað aðeins um 1600 síðustu þrjá mánuði þar á undan.

Þetta ákvað Jóhanna, þrátt fyrir að hafa setið í svokölluðum ríkisfjármálahópi, sem skömmu áður hafði gert samkomulag um aðgerðir við seðlabanka hinna Norðurlandanna, þar sem Íbúðalánasjóði, var meðal annars gert að draga verulega úr lánveitingum.  Jóhanna sat auðvitað þann fund er samkomulag þetta var gert, þannig að vissulega var hún alveg með stöðuna á hreinu, eða í það minnsta hefði mátt vera það.  Hins vegar hvarf Jóhanna af fundi, áður en til undirritunnar samkomulagsins kom og fól Ingibjörgu Sólrúnu það að skrifa undir í umboði sínu.

Líklegt er að margir þeir sem nú standa í basli með sín Íbúðalanasjóðslán, geti þakkað Jóhönnu pent fyrir það að fá að vera í þeirri stöðu.

 ,,Villikattareðlið" setti Jóhönnu á þann stall, að hún var sögð heiðarlegasti pólitíkus landsins og var jafnvel kölluð Heilög Jóhanna. Skilaði nafnbótin Jóhönnu á þann stall, að eftir stjórnarslitin í janúar 2009, varð hún forsætisráðherraefni Samfylkingar, þar sem þáverandi formaður flokksins Ingibjörg Sólrún, var á útleið vegna veikinda.  Jóhanna varð svo nokkrum vikum síðar formaður Samfylkingarinnar.

Goðsögnin um heiðar og heilagleik Jóhönnu varð svo til þess, að í kosningabaráttunni veturinn 2009, nægði Samfylkingunni, nánast að keyra eingöngu á meintum forystu og leiðtogahæfileikum Jóhönnu, þó svo að ESB-umsóknin hafi einnig verið áberandi í kosningaáróðri flokksins.

 Eftir kosningar og myndun fyrstu hreinu vinstri stjórnar lýðveldisins, kom hins vegar í ljós að þó svo að gamlir villikettir gerist hefðarkettir, þá er líklegast til ofmælst, að þeir hafi þroska eða aðra burði, er þurfa til þess að leiða ríkisstjórn.  Í það minnsta virðast þeir kettir líkt og allir aðrir er kasta boomerangi, fá það beint í andlitið aftur, standi þeir ekki klárir á að grípa það er kemur til baka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar B  Bragason

Heyr heyr!

Einar B Bragason , 19.12.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær færsla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2010 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband