Leita í fréttum mbl.is

Ef engin aðlögun fer í gang, þá er ferlið stopp.

Það breytir því engu þó Steingrímur J. þræti fyrir það eins og argast sprúttsali, að engin aðlöðun verði, fyrr en samningur um aðild og samþykkt þjóðarinnar á honum liggi fyrir, að hann fer með rangt mál.  Vona samt hans vegna að það sé ekki gegn betri vitund sem hann geri það.  Enda er hann orðinn æði langur listi sá er hýsir bommertur Steingríms, framkvæmdar gegn betri vitund.

Sé það svo, eins og Steingrímur heldur fram, að engin aðlögun sé komin í gang og engin aðlögun eigi sér stað, fyrr en að loknu samningaviðræðum og þjóðaratkvæði um útkomuna, þá er aðildarferlið stopp. 

En hins vegar er ferlið á þeim stað, sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lýst yfir að fram eigi að fara þjóðaratkvæði.  Í ályktunum Vg. stendur að greiða eigi þjóðaratkvæði um það hvað sé í boði, að loknu umsóknarferli.  Umsóknarferlinu lauk, er ESB sendi íslenskum stjórnvöldum kröfur sínar um aðlögun Íslands að ESB.

Í lögum ESB segir svo, að þegar umsókn um aðild að ESB berst sambandinu, þá fari í gang hjá umsóknarþjóðinni aðlögunnarferli að ESB, þegar ESB hefur samþykkt umsóknina. Eftir hvern kafla reglugerða og laga ESB, er lokið er að aðlaga umsóknarþjóð, þá eru gerðir samningar um kaflann og þær aðferðir er nýaðlagaðar reglugerðir, skuli praktiserast hjá umsóknarþjóðinni og hjá ESB, gagnvart umsóknarþjóðinni. Þannig gengur þetta fyrir sig koll af kolli þar til alger aðlögun hefur átt sér stað, og samningar vegna allra kaflana eru klárir.

 Viti Steingrímur ekki þetta, þá hefur hann annað hvort ekki lesið reglugerðir ESB, eða þá að hann skilur ekki það tungumál sem þær eru á.  Hann ætti því að biðja Össur vin sinn um að láta þýða fyrir sig eins og eitt eintak af reglugerðum ESB, svo hann skilji nú hvar í veröldinni hann er staddur.


mbl.is Ekki um fyrirfram aðlögun að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband