Leita í fréttum mbl.is

Í fimmta sinn á tuttugu mánuðum...............

á að koma með lausn á skuldavanda heimilana.  Í hvert hinna fjögurra skipta hefur jafnframt verið gefið út að þetta sé lokasvar frá stjórnvöldum.  Fólk geti bara rætt við bankann sinn, ef því vantar fleiri úrræði.

Í jafnmörg skipti, hefur stjórnvöldum verið bent á að þessi svokölluðu úrræði, leysi engan vanda og séu nær því að vera kvalræði, fremur en einhver úrræði. Stjórnvöld svara því þá þannig, að ef að ske kynni að eitthvað vantaði upp á þá yrði málið kannað.  

 Nú er það svo að engu líkara er að vandinn hafi í rauninni aldrei verið greindur.  Heldur er líkara því að sett séu tilraunaverkefni í gang, svona til að prófa hvort að þetta sé nóg.  Á meðan sökkva tilraunadýrin (skuldarar) enn dýpra í skuldafenið og vandi þeirra eykst í rauninni við hvert það úrræði (kvalræði) sem stjórnvöld boða.

Síðast liðinn þriðjudag, daginn eftir stefnuræðu forsætisráðherra, þar sem bankarnir lágu undir ámæli fyrir óliðlegheit við skuldara, kom í ljós að stórum hluta fólks væri ekki hægt að hjálpa, eða í það minnsta að bankarnir ættu ekki hægt um vik að hjálpa, vegna þess að hið opinbera, ríki og sveitarfélög ættu kröfur á þetta sama fólk.  Hefur virkilega engum ráðherranna dottið í hug undanfarna tuttugu mánuði að grenslast fyrir um skuldir almennings við hið opinbera og þá jafnvel veita eitthvert svifrúm vegna þeirra?  Hafa innheimtumenn hins opinbera skellt skollaeyrum við öllum beiðnum skuldara um aðstoð og í rauninni ekki upplýst stjórnvöld um að vandinn liggi líka þar?  

  Á þriðjudaginn kom einnig fram að það væru alls ekki bankarnir, sem ættu flestar uppboðsbeiðnir vegna húsnæðislána, heldur voru bæði hið opinbera og Íbúðalánasjóður, með fleiri uppboðsbeiðnir.

Það skiptir samt nánast engu máli hvar stjórnvöld, bera næst niður í aðstoð við skuldug heimili, ef að þau ætla að halda áfram þvælast fyrir og koma í veg fyrir hverja einustu tilraun til atvinnuuppbyggingar í landinu, því að tekjur, eru jú frumskilyrði fyrir því að geta greitt sínar skuldir.

Framlenging á frestun lokauppboða á heimilum fólks,  og boðaðar aðgerðir stjórnvalda, hljóma því eins og enn einn gálgafresturinn. Nema að samhliða aðgerðum stjórnvalda gegn skuldavanda heimilana í landinu, komi fram eitthvað raunhæft í atvinnuuppbyggingu í landinu, sem afléttir frystingu stjórnvalda á atvinnulífinu.


mbl.is Lausn við skuldavanda í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1647

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband