Leita í fréttum mbl.is

Gengislánahnúturinn

Í frétt á Eyjunni í dag, segir Þór Saari hagfræðingur og þingmaður Hreyfingarinnar, að ríkistjórnin, verði að höggva á þann hnút sem gengislánin eru komin í, með lagasetningu. Segir Þór ennfremur að fjármálafyrirtækin, flest hver, gætu tæpast staðið undir því, ef að samningsvextir yrðu látnir gilda.

 Hnútinn er varla að finna í dómi Hæstaréttar.  Dómur Hæstaréttar dæmdi lánin sem slík lögleg, en kvað upp þann úrskurð að gengistrygging höfuðstóls þeirra væri ólögmæt.  Hæstiréttur tók ekki afstöðu til samningsvaxtana, því að Hæstiréttur taldi þá standast lög.   Þessir svokölluðu "samningsvextir", eru þeir vextir sem reiknaðir eru af höfuðstól lánsins, hverju sinni, eða við hverja afborgun af láninu.

 Það er líka alveg ljóst, að þessi gengislán, hefðu aldrei staðið til boða, nema fjármálafyrirtækin væru örugg um hagnað vegna þeirra, þ.e. að krónan myndi veikjast.  Ekkert fjármálafyrirtæki er rekið með það að takmarki að tapa á lánastarfssemi sinni.  Reyndar eru uppi ásakanir þess efnis, að fjármálafyrirtækin hafi mörg hver, tekið stöðu gegn krónunni, til þess að "græða" meira á gengislánunum.

Fjármálafyrirtækin fóru líka út í þessa lánastarfssemi, þrátt fyrir efasemdir, framkvæmdastjóra eigin samtaka, um lögmæti þeirra.  Ekki er til þess vitað, að þessi sami framkvæmdastjóri, hafi síðan varað fyrirtækin, við því að "hugsanlega" væru fyrirtækin að brjóta lög með því að veita þessi lán.

 Þessi svokallaði "hnútur" sem gengislánin eru sögð vera í, hefur að öllum líkindum, verið hnýttur þegar lánasöfn "föllnu" bankanna, voru færð yfir í þau nýju.

  Meðan vinnan við að færa lánasöfnin yfir með samningum við kröfuhafa föllnu bankanna stóð yfir, voru uppi háværar raddir um ólögmæti gengislánanna. Auk þeirra efasemda, voru uppi áform um að dómstólar yrðu látnir skera úr um lögmæti þeirra. 

Allt þetta hlýtur að hafa borist til eyrna kröfuhafanna og verið tekið upp á fundum með stjórnvöldum, þegar vinnan við færslu lánasafnanna stóð yfir.  

 Sé allt ofangreint tekið til skoðunnar, með hliðsjón af yfirlýsingum fjármálaráðherra, um að einkavæðing bankanna, hafi kostað Ríkissjóð, heilum 250 milljörðum, minna en áætlað var í fyrstu og þeir 250 milljarðar "mátaðir" við þá 300 milljarða, sem sagt er að sé sá kostnaður sem falli á Ríkissjóð, má"nánast" ganga frá því sem vísu, að stjórnvöld hafi ábyrgst "lögmæti" gengislánanna og heitið því að skaðinn yrði bættur, ef að gengislánin, færu þann veg sem Hæstiréttur dæmdi. Auk þess benda hótanir kröfuhafa um skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu, verði dómur Hæstaréttar látinn standa, til þess að einhver "loforð" stjórnvalda um bættan skaða kröfuhafa, eða að stjórnvöld hafi sannfært kröfuhafana um, að "lögmæti" gengislánanna yrði tryggt.  

 Árangurslausar samningaviðræður stjórnvalda, við fjármálafyrirtækin, vegna gengislánanna, benda einnig til þess, að fjármálafyrirtækjunum, hafi ekki þótt ástæða til samninga, þar sem ríkið (íslenskir skattgreiðendur) yrðu látnir bera skaðann, yrði gengistryggingin dæmd ólögmæt.

 Ef að hoggið yrði á "hnútinn" með lagasetningu, væri í rauninni verið að "krafsa yfir" klúður stjórnvalda við einkavæðingu bankanna, í stað þess að taka á því klúðri, t.d. með rannsókn á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við færslu lánasafnanna, yfir í "nýju bankana". Þar fengjust eflaust svör við því, hví þessi einkavæðing bankanna, varð svo miklu "ódýrari" en áætlað var í upphafi?  Svör við því, hvort að upphafleg áætlun, hafi gert ráð fyrir ólögmæti gengislánanna, ef að svo hafi verið, þá svara leitað, afhverju hafi verið frá því fallið? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1653

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband