Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin og Magma.

Talsvert hefur verið fjallað um úrskurð nefndar þeirrar sem úrskurðaði, að sala á meirihlutaeign HS-Orku til Magma Energy, hafi staðist lög.  Varla þarf þessi úrskurður að koma á óvart, þar sem þessi sama nefnd gaf, fyrir nokkrum mánuðum, samskonar úrskurð, varðandi sölu OR á þriðjungshlut sínum í HS-Orku til Magma.

Ég ætla að leyfa mér það, að áætla að niðurstöður nefndarmanna, byggist fyrst og fremst á þeirra túlkun á lögunum og sú túlkun, sé laus við alla pólitík. (Hvernig sem að það er nú hægt)

 Sá lagabókstafur sem heimilar söluna, samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar, er að finna í EES-samningnum, þ.e. að fyrirtækjum frá löndum evrópska efnahagssvæðisins, er heimilt meirihluta í íslenskum orkufyrirtækjum.  Við gerð EES-samningana, á sínum tíma, fengu stjórnvöld hins vegar, sett inn undanþágu, sem bannaði útlenda eignaraðild á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Á þeim tíma er þeir samningar voru gerðir, hafa menn eflaust ekki séð fyrir sér, þá framtíð sem að síðar varð í orkumálum Íslendinga og því ekki sett, samskonar ákvæði inn varðandi orkufyrirtækin.

 Í umræðunni um orsakir efnahags og bankahrunsins, hefur verið talað um að íslensk stjórnvöld hafi unnið samkvæmt þeim tilskipunum, sem EES-samningurinn bauð upp á.  Aðrir hafa hins vegar sagt, að hægt hefði verið að taka þær tilskipanir inn með öðrum hætti og þá með einhvers konar takmörkunum.

 Í upphafi, þegar Magma Energy ákvað sínar fjárfestingar hér á landi, má áætla að þar sem fyrirtækið er í raun kanadískt og Kanada ekki aðili að EES samningum, af skiljanlegum ástæðum, að menn þar á bæ, hafi hafið vinnu við að finna leiðir framhjá þessum lögum.  Niðurstaðan mun þá hafa verið þetta "skúffufyrirtæki" í Svíþjóð.

 Þó svo að þetta ferli varðandi HS-Orku og Magma hafi staðið yfir í rúmt ár, með kaupunum á hlut OR og samningaviðræðum um meirihlutaeingnina í HS-Orku, þá hafa viðbrögð stjórnvalda, verið frekar fálmkennd og meira svona til að sýnast, frekar en hitt.  Stjórnvöld hafa beðið um frest til þess að kanna mögulega aðkomu sína að kaupunum, slag í slag, en allir frestir liðið án þess að nokkuð raunverulega gerðist hjá stjórnvöldum.

 Fyrsta törnin í umræðunni um Magma, kom svo um mánaðarmótin ágúst- september 2009, þegar OR seldi Magma þriðjungs hlut sinn í HS-Orku.   Vakti salansterk viðbrögð nokkurra stjórnarmanna, þó að viðbrögð þingmanna V, hafi verið sínu sterkari og mun nauðsyn lagabreytingar hafa verið rædd á þeim tíma í þingflokki Vg, eins og tilvitnunin hér að neðan bendir til:

"Ármann Jakobsson réttlætir Magma-klúðrið, með því að Icesave-skrípaleikurinn, hafi tafið ýmis góð mál. Ég kannast ekki við þá töf. Þingflokkurinn ræddi málefni Magma við ráðherra sína á fundum í sumar og  haust. Þingflokkurinn samþykkti að fela fjármálaráðherra að finna leið til að tryggja, að hlutur Geysis Green í HS-Orku færi í almannaeigu. Þingflokkurinn vissi ekki betur, en að sú vinna væri í gangi."

 Þetta skrifaði Lilja Mósesdóttir á Facebook-síðu sína, þegar tilkynnt hafði verið um sölu Geysis Green á hlut sínum í HS-Orku til Magma.  Ég hef ekki ástæðu til annars en að trúa orðum Lilju.  Hins vegar er "Icesave-afsökun" Ármanns Jakobssonar, bróður Katrínar Jákobsdóttur, varaformanns Vg., frekar ódýr.  Meginþungi Icesave-málsins, hvíldi og hvílir á Fjármálaráðuneytinu, en málefni Magma og annarra orkufyrirtækja á Iðnaðarráðuneytinu. 

 Má ganga út frá því vísu, hafi fjármálaráðherra, farið að samþykkt eigin þingflokks,  þá hafi hann tekið málið upp í ríkisstjórninni.  Hafi málið komist lengra, en á "umræðustig" í ríkisstjórninni, þá er líklegt að Iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, hafi verið falið að kanna möguleika á lagasetningu, varðandi frekari kaup Magma á hlutum í HS- orku.  Má á þessum tímapunkti áætla, að ekki hafi verið hægt, með góðu móti, að setja lög sem afturkölluðu sölu OR á sínum hlut í HS-Orku, en svo sannarlega, hefði verið hægt að semja frumvarp og leggja fyrir þingið, sem takmarkar erlenda eignaraðild á íslenskum orkufyrirtækjum, t.d. banna stærri eignarhlut en 40%, þar sem Magma hafði þá þegar keypt þriðjung í HS-Orku. Flest bendir hins vegar til, að í Iðnaðarráðuneytinu og í flokki iðnaðarráðherra, Samfylkingunni hafi ekki verið áhugi fyrir slíkri lagasetningu.  Í það minnsta benda orð Árna Þórs Sigurðssonar, þingflokksformanns Vg til þess að svo hafi verið.

"Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir að Samfylkingin hafi síðastliðið haust stoppað bráðabirgðalög um söluna á HS Orku. Segir Árni að það sé lítilmótlegt af flokkssystur sinni að ráðast að formanni flokksins vegna þess að kanadíska fyrirtækið Magma Energy hafi eignast HS orku. Ráðherrar VG hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja innlend yfirráð yfir orkufyrirtækinu."

 Á orðum Árna og Lilju má því skilja, að það sem Vinstri grænir kalla "ásættanlegan fórnarkostnað", við stjórnarsamstarf sitt við Samfylkingu, snýr ekki eingöngu að málefnum tengdum aðildarviðræðum  að ESB. Það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort að Vinstri grænir hafi óbragð í munni, yfir fleiri málum, sem þeir leyfa yfir sig að ganga í stjórnarsamstarfinu, mál sem þeir skrifa á "ásættanlegan fórnarkostnað". Þingmenn Vinstri grænna, koma samt aldrei til með að greiða þennan, "fórnarkostnað", nema hugsanlega með "töpuðu" þingsæti, næst þegar kosið verður til Alþingis.  Að öðru leyti mun þjóðin greiða þennan "fórnarkostnað" sem  Vinstri grænir telja "ásættanlegan" fyrir veru flokksins í ríkisstjórn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1684

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband