Leita í fréttum mbl.is

Ef að sumir hefðu bara hlustað.

http://www.ruv.is/frett/mida-aetti-veidigjaldid-vid-staerd-utgerda

Það er auðvitað hárrétt hjá Daða Má sem kemur fram í fréttinni sem tengillinn hér að ofan vísar til. Eins og fram kemur í fréttinni þá komu þessi sjónarmið hans fram er lögin um veiðigjaldið voru til umræðu í þinginu á valdatíma hinnar norrænu velferðarstjórnar.

Á þetta  sjónarmið Daða var hins vegar ekki hlustað, frekar en önnur sjónarmið í þessa veru sem bentu á stórhættulegan galla í veiðigjaldalöggjöf Steingríms J.  Heldur var málið keyrt í gegn af hörku og í rauninni látið í veðri vaka að allar útgerðir stórar og smáar gætu greitt gjaldið.  Enda væri „ofsagróði“ í greininni.

 Sá gróði náði og nær hins vegar ekki til lítilla og meðalstórra útgerða og því með öllu ótækt að ætlast til þess að þær útgerðir greiði skatt vegna hagnaðar  annarra og stærri útgerða sem hafa allt aðra og mun betri afkomu.

Að óbreyttu hefði því veðigjaldalöggjöf Steingríms J.  Sigfússonar ekki bara drepið stóran hluta lítilla og meðalstórra útgerða í landinu og þar með kippt fótunum undan mörgum smærri byggðalögum í landinu.  Heldur hefði löggjöfin einnig drepið að stærstum hluta þá nýliðun sem verið hefur í greininni undanfarin.  Mín tilfinning er sú að sú nýliðun sé meiri en margan grunar.

Það má vel færa fyrir því rök að Steingrímur og félagar hafi séð að sér vegna veiðigjaldalöggjafarinnar og viljað breyta henni í þá veru sem Daði Már nefnir.   Hins vegar var það svo að sú viðleitni Steingríms mistókst.

 Fyrst og fremst vegna þess að starfshópur er hann skipaði til að vinna að endurskoðun löggjafarinar, fékk ekki þær lagaheimildir er hann þurfti til þess að afla þeirra gagna er nauðsynleg voru fyrir þá vinnu.

 Lá sú staðreynd fyrir einhverjum vikum eða mánuðum fyrir kosningar og má því segja að það hafi verið ótrúlegt sleifarlag hjá velferðarstjórninni að kippa því ekki liðinn sem á vantaði.  En axarsköft þeirrar stjórnar voru víst fleiri og reyndar mörg þeirra sínu verra en þetta.

Það var alveg ljóst þegar sumarþingið hófst að loknum stjórnarskiptum í vor, að ekki ynnist tími til þess að gera varanlegar breytingar á löggjöfinni sem að miðuðu að því að útgerðir greiddu það veiðigjald sem þær réðu við. Áður en að yfirstandandi fiskveiðiár hæfist.

Kannski var það kænska eða bara illgirni vinstri flokkanna, sem varð til þess að þeir kláruðu ekki þær breytingar sem gera þurfti á veiðigjaldinu.  Enda nokkuð ljóst að þær yrðu alltaf umdeildar þó nauðsynlegar væru.  Betra hafi þeim því þótt að láta þá stjórn sem við tæki að loknum valdatíma þeirra að framkvæma þessar umdeildu en nauðsynlegu aðgerðir.

Eins og segir hér að ofan þá vannst ekki tími til varanlegra breytinga á löggjöfinni á sumarþinginu. En segja má þó að skásti kosturinn hafi verið valinn.  Bráðabrigðalöggjöf  til eins árs sem tryggði það að það ár væri sérstaka veiðigjaldið viðráðanlegt öllum útgerðum.  Stórum sem smáum.

Tíminn sem bráðabrigðalöggjöfin er í gildi verður svo notaður til þess að smíða varanlega löggjöf um veiðigjaldið og þá sérstaklega, sérstaka veiðigjaldið, sem hvað mestur styrinn stóð um.

Stóra málið er þó það, að þetta er allt saman vinna sem fyrri stjórnvöld, viku sér hjá að vinna. Hvort sem að sú ákvörðun hafi verið meðvituð eða ekki.

Hefði hin norræna velferðarstjórn klárað málið með þeim hætti að veiðigjaldalöggjöfin hefði ekki þann galla sem Daði tiltekur í áðurnefndri frétt, hefði sumarið eflaust verið sumum ljúfara. 

Menn hefðu eflaust þá getað eytt sumrinu í eitthvað annað en baráttu gegn aðgerðum, sem miðuðu að því að laga stórgallaða löggjöf fyrri stjórnvalda.  Sem að þau annað hvort skorti pólitískan vilja eða kjark til þess að laga sjálf.

Eða var það kannski bara svo að áætlanir fyrri stjórnvalda í ríkisfjármálum, hafi átt að standa og falla með þessum stórgölluðu lögum sem hefðu haft þær skelfilegu afleiðingar  að smærri útgerðir og þar með fjölmörg smærri byggðalög lognuðust út af?  Stóru stöndugu útgerðirnar er greitt gátu veiðgjaldið eignast þær aflaheimildir sem til féllu við uppgjöf smærri útgerða. 

 Vel má vera að það væri hagkvæmar fyrir sjávarútveginn sem slíkan að aflaheimildirnar væru á sem fæstum höndum. En það myndi eftir sem áður ekki þjóna hagsmunum heildarinnar.

Það væri því ekki óæskilegt að fólk hvíldi sig lítið eitt á æsingnum og upphrópunum þegar málefni sjávarútvegsins ber á góma.  Í það minnsta þangað til að ný og varanleg löggjöf varðandi veiðigjaldið lítur dagsins ljós.

Gangi sú löggjöf jafn harkalega gegn litlum og meðalstórum útgerðum og smærri byggðum, líkt og löggjöf vinstri stjórnarinnar gerði, er það meira að segja líklegra en ekki að ég tæki slaginn í baráttunni gegn þeirri löggjöf.   Svo framarlega sem að sú barátta byggði ekki á innistæðulausum upphróopunum og hálfkveðnum vísum sem enga skoðun stæðust.  Líkt og baráttan í sumar gekk hvað mest út á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1610

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband