Leita í fréttum mbl.is

Skáldaður "sannleikur" rithöfundar.

Hallgrímur Helgason rithöfundur fer mikinn í bloggi sínu á dv.is.  Það eru svosem engin tíðindi að Hallgrímur fari mikinn. Enda gerir hann það í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur.  Nema kannski þegar hann leitar sannleikans.  Blogg Hallgríms má sjá hér, fyrir þá sem nenna að lesa það:

http://www.dv.is/blogg/hallgrimur-helgason/2012/10/19/hverjir-eru-skrillinn/?fb_comment_id=fbc_217359051727507_774265_217361908393

Yðar einlægur ætlar hins vegar bara að gera hluta þessa blogs Hallgríms að umtalsefni.

"Sjálfstæðisflokkurinn er og verður helsta ógn íslensks samfélags. Með honum frýs allt fast. Án hans er allt hægt.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun tekið við gamla neikvæðnikeflinu, sem VG geymdi forðum. Sjálfstæðisflokkurinn í dag er eins og VG var: Á móti öllu. Hann er á móti nýrri stjórnarskrá, á móti samningaviðræðum við Evrópusambandið, á móti endurskoðun kvótakerfisins, á móti þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá, á móti nýjum lausnum í gjaldeyrismálum … you name it."

Það segir sig auðvitað sjálft að Hallgrímur er rithöfundur. Enda þessi orð hans ekki raunveruleg lýsing á stöðu mála. Heldur hugarburður hans og fleiri vinstri manna, sem nálgast sannleikann sjaldnast nema til hálfs, hið mesta.

Sjálfstæðisflokkurinn eða flokksmenn margir eru á móti drögum stjórnlagaráðs í heild sinni, þó þeir telji margt í þeim jákvætt. Þar á bæ er vilji til breytinga á stjórnarskrá. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fara í vinnu við stjórnarskrána fyrr á þessu kjörtímabili og byggja þá vinnu á gögnum frá þjóðfundinum, stjórnlaganefnd og fleiri aðilum. Því var hins vegar hafnað af stjórnarmeirihlutanum og meðhlaupurum hans.

 Formaður flokksins hefur hins vegar sagt að flokkurinn sé ekki bundinn niðurstöðu stjórnlagaráðs.  Enda þarf ekki annað en að lesa núgildandi stjórnarskrá, til þess að sjá að enginn þingmaður getur ekki  lýst sig ,,bundinn“  niðurstöðum  stjórnlagaráðs, með eða án þjóðaratkvæðis um þær, án þess að brjóta 48. grein hennar  og rjúfa þannig drengskaparheit sitt við stjórnarskrána.

Sökum þess að pólitískt bakland ESBumsóknar er í mýflugumynd, vill Sjálfstæðisflokkurinn að aðildarviðræðum sé hætt. Í gang fari vinna þar sem það er metið útfrá lögum og reglugerðum ESB, hvað í stærstum dráttum fellst í því að vera aðildarþjóð að ESB. Að þeirri vinnu lokinni yrði niðurstaðan lögð fyrir þjóðina og hún fengi að kjósa um hvort taka ætti að nýju upp viðræður við ESB.

Hvað kvótakerfið varðar, þá er Sjálfstæðisflokkurinn ekki andvígur breytingum á því. Heldur þeim breytingum sem núverandi ríkisstjórn vill gera á því.  Sjálfstæðisflokkurinn er líka vel til umræðu um hækkun á veiðigjaldinu.  En er andvígur þeirri hækkun er stjórnarflokkarnir leggja til.

Það er ekki hægt að halda því fram að einhver sé á móti þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá, þar sem ný stjórnarskrá liggur ekki fyrir. Það er hverjum manni ljóst að það er hvorki hægt að vera með eða móti einhverju sem ekki er til.  Kosningarnar á morgun snúast ekki um nýja stjórnarskrá.  Heldur er þjóðin spurð álits á tillögum að nýrri stjórnarskrá.  Hins vegar liggur ekki fyrir hvort efnislegri niðurstöðu kosninganna verði fylgt eða ekki.

Hvað gjaldmiðilsmálin og lausnir varðar, þá er Sjálfstæðisflokkurinn andvígur þeirri einu lausn sem stjórnarflokkarnir og meðhlauparar þeirra bjóða upp á, upptöku evru. Enda felur slík lausn í sér aðild að ESB. En flokkurinn telur, eins og reyndar allir aðrir flokkar nema Samfylkingin, hag Íslendinga betur borgið utan ESB.

 

Ef að maður nýtir sér það rými sem "you name it" gefur, er Sjálfstæðisflokkurinn einnig á móti skattastefnu ríkisstjórnarinnar sem er murka lífið úr fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, markvissri baráttu stjórnarflokkanna gegn verðmæta og atvinnusköpun, pólitískum hrossakaupum stjórnarflokkanna um faglega unna rammaáætlun, ásamt mörgu fleiru.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallgrímur var búin til sem  marktækur rithöfundur af kæra Jóni með fölsuðum sölutölum og fremst í búð og hillum tækni. Hann hefur ekkert fram að færa og hefur aldrei haft.

Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 07:59

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Þar á bæ er vilji til breytinga á stjórnarskrá."

Árni Gunnarsson, 20.10.2012 kl. 15:44

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hlæðu bara Árni minn. Það er svo hollt.

En nánast frá því að stjórnlaganefnd skilaði sinni vinnu hefur flokkurinn viljað fara í að ræða breytingar á stjórnarskrá. Við þá vinnu átti að hafa til hliðsjónar vinnu stjórnlaganefndar og niðurstöðu þjóðfundar ásamt fleiri gögnum.

Það að vilja ekki þær breytingar sem að eru til umræðu hverju sinni, þýðir ekki að enginn vilji sé til breytinga. Viljinn til breytinga er bara annar en lagt er til.

Kristinn Karl Brynjarsson, 20.10.2012 kl. 17:29

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef sannleikur lægi í orðum Hallgríms Helgasonar, þá væri fylgi Sjálfstæðisflokksins væntanlega yfir 60%, eða sem svarar þeim fjölda sem andvígur er aðild að ESB. En svo er auðvitað ekki, þar sem andstaða við aðild er í öllum flokkum að undanskyldri Samfylkingu. Hugsanlega eru þó einhverjir þar einnig sem andstæðir eru aðild, en þora ekki að láta þá skoðun í ljós.

Það er hætt við að sumir þeirra sem harðast standa gegn aðild að ESB og stóðu að stofnun VG á sínum tíma, fái hroll við það að vera taldir hluti Sjálfstæðisflokks. Það er ómaklega að þeim vegið, sem og þeim fjölda sem kýs annað en sjálfstæðisflokk en eru þó á móti aðild.

Hitt er svo annað mál að hugsanlega munu svona skrif, eins og Hallgrímur og fleiri láta frá sér, verða til þess að fleiri halli sér að þeim flokki.

Að hér frjósi allt fast ef Sjálfstæðisflokkur kemst til valda eru auðvitað öfugmæli, enda ill sjáanlegt hvernig hægt er að frysta hagkerfið meir en orðið er. Aldrei í íslandssögunni hefur eins illilega verið vegið að þjóðinni og þetta kjörtímabil. Vissulega var við erfiðu búi að taka, um það deilir enginn. En forgangsröðun stjórnvalda hefur verið einföld og röng og ekki hefur skynsemin vafist þar fyrir. Varðstaða um fjármálaöflin er númer eitt hjá ríkisstjórninni. Þar á eftir koma svo hin ýmsu gæluverkefni og ber þar auðvitað aðildarumsóknini hæðst og allt sem henni hefur fylgt s.s. eins og icesave. Stjórnarskrármálið, sem nú hefur kostað langt á annan milljarð króna, er eitt þessara gæluverkefna. Þá hefur verið vel stutt við hinar ýmsu listgreinar og kannski er rithöfundurinn að þakka það.

Á meðan blæða fjölskyldur landsins, fyrir þær er ekkert hægt að gera. Sjúkrahúsin eru undirmönnuð og tækjabúnaður úreltur. Grunnþjónustan er í molum. Fjölskyldur hrekjast á götuna.

Lánasöfnun stjórnvalda er gígatísk, enda þarf að fjármagna gæluverkefnin. Nýlega kom fram að skuldir ríkissjíðs væru meiri en eitt þúsunsd milljarðar og af þeirri tölu mætti ætla að um fjögur hundruð milljarðar væru vegna bankahrunsins. Má þá ætla að hinn hlutinn sé til kominn vegna óráðsíu stjórnvalda?

Rithöfundinum Hallgrím Helgasyni færi best að rita skáldsögur til sölu, ekki skáldsögur undir formerkjum einhvers annars og allra síst pólitíkur. Þar er hann á slóðum sem hann ekki þekkir, eða vill ekki þekkja!

Gunnar Heiðarsson, 20.10.2012 kl. 17:35

5 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Hatur Hallgríms á Sjálfstæðisflokknum gera þetta mann kerti algjörlega ómarktækt.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 20.10.2012 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband