Leita í fréttum mbl.is

Massívt klúður á vakt og á ábyrgð hinnar norrænu velferðarstjórnar!!!!

Þegar samningar stjórnvalda við kröfuhafa bankana stóðu sem hæst, voru uppi raddir í þjóðfélaginu þess efnis að gengistryggðu lánin væru ólögmæt.  Voru þær jafnvel það háværar, að fram kom tillaga um að gengislánasöfnin yrðu ekki færð yfir í nýju bankana, á meðan sú réttaróvissa stæði yfir hið minnsta.  

Síðar kom í ljós, að á sama tíma hafi legið í Seðlabankanum og í Efnahags og viðskiptaráðuneytinu  lögfræðiálit þess efnis að gengistryggðu lánin væru ólögmæt.

 Það breytti því hins  vegar ekki að gengistryggðulánin voru færð yfir í nýju bankana, líkt og um lögleg lán væri að ræða.  Telja verður nokkið líklegt, að kröfuhafarnir, eða öllu heldur fulltrúar þeirra, hafi haft uppi efasemdinr um lögmæti gengistryggra lána.  

Það er því ekki óvarlegt að áætla, að um einhverja baksamninga stjórnvalda við kröfuhafa bankana hafi verið að ræða, vegna gengistryggðu lánanna.  Enda var það svo, að eftir að dómur féll um lögmæti þeirra, þá var alltaf talað um, hvað sú staða, gæti kostað Ríkissjóð, færi allt á versta veg.   Slík umræða hefði nær örugglega ekki komið upp, ef um enga baksamninga væri að ræða.

Strax og Héraðsdómur Reykjavíkur hvað upp dóm, um ólögmæti gengislána, hófu Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands að vinna svokölluð tilmæli til fjármálafyrirtækja, um endurútreikninga gengistryggra lána.   Fengu fjármálafyrirtækin þessi tilmæli í hendur, tveimur vikum, áður en Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóm um ólögmæti lánanna.  Var sú skýring á útgáfu tilmælanna, áður en hæstaréttardómur féll, að það væri eingöngu gert til þess að auðvelda fjármálafyrirtækjum hálfsárs uppgjör sín.

Endurútreikningur sá sem lög 151/2010 um endurútreikning gengistryggra lána, byggðist á þessum tilmælum. 

 Þrátt fyrir síendurteknar ábendingar um að sú aðferð sem beitt er endurútreikninga á gengistryggðum lánum stæðist ekki stjórnarskrá, var haldið áfram með einbeittum ásetningu og lög 151/2010 keyrð í gengum þingið, síðasta starfsdag þingsins 2010.

Þar sem að þrátt fyrir nýsett lög, þá jókst lagaóvissan frekar en hitt, þá flutti Sigurður Kári kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins frumvarp þess efnis, að mál þessu tengdu fengju flýtimeðferð fyrir dómstólum og þeim lántakendum sem málið varðaði væri skapað skapað skjól gagnvart vörslusviptingu, á meðan lagaóvinnunni væri eitt.  Stjórnarmeirihlutinn, sá hins vegar til þess að frumvarpið kæmist ekki til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu  í þinginu.

 Það skiptir því engu máli hvað spunameistarar stjórnarflokkanna segja.  Þetta mál og allar þær hörmungar því tengdu, eins og uppboð á heimilum fólks, á meðan réttaróvissunni var eytt, eru alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna.  Það  á bara að segja það hreint út. Öll undanbrögð eins og að kenna Alþingi í heild sinn þessi ólög Árna Páls, eru hrein og klár ósvífni, í besta falli aumasta  yfirklór í íslenskri stjórnmálasögu. 


mbl.is Lánin bera neikvæða raunvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Halldórsson

Þeir einu sem greiddu með viðkomandi lagasetningu, það 151/2010 voru þingmenn samfylkingar og vinstri grænna. Það er útilokað að aðrir geti borið ábyrgð á þeirra atkvæðum.

Árni Halldórsson, 16.2.2012 kl. 01:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekkert að þessum lögum.

Eftir þeim var hinsvegar bara ekki farið.

Hæstiréttur gerði ekkert í dag nema útskýra með endanlegum hætti hvernig rétt sé að framfylgja vaxtalögunum.

Næst þarf að útskýra hvernig skuli framfylgja lögum um neytendalán.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2012 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1610

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband