Leita í fréttum mbl.is

Ljótt ef satt reynist!!

Heyrst hefur að Jóhannesi Karli Sveinssyni lögmanni verði falið að halda upp vörnum fyrir Íslendinga hjá EFTA-dómstólnum.
Ef að satt reynist, þá er þetta klúður á pari við ,,afleik aldarinnar", Svavarssamninginn.

Ef að satt reynist, þá er það ljóst, að ríkisstjórnin sé staðráðin í að tapa málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Stærsta hagsmunamáli íslensku þjóðarinnar síðan í Þorskastríðinu á síðustu öld.

Jóhannes átti sæti í síðustu Icesave-samninganefndinni sem skilaði síðasta samningi sem felldur var í þjóðaratkvæði.

Áður en að þjóðaratkvæðisins kom, barðist Jóhannes ötullega fyrir samþykkt samningsins, bæði í fjölmiðlum og á fjölmörgum fundum sem haldnir voru vegna samningsins.

Það væri öruggara til árangurs, sigurs í málinu, að senda kókkassa til þess að halda uppi vörnum fyrir Ísland í málinu, en Jóhannes Karl Sveinsson.

Fari svo að Jóhannes Karl verði ráðinn til að halda uppi vörnum, þá mun útskýring á hugtakinu ,,einbeittur brotavilji“ vera einfaldari, en nokkru sinni fyrr.  Nægja mun að benda á þessa ,,ráðningu“ til útskýringar á hugtakinu.


mbl.is Birta stefnu gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

It does not make any difference. I am afraid it is a lost cause. Iceland will pay....and very dearly. You have 27 Nations who say you are wrong and want nothing to do with you..  I reckon that the "You Ain´t seen nothing yet" cheer leader  Mr Olafur Ragnar Grimsson is the worst enemy of Iceland...He wanted to make himself popular...But what did he do. He put you where you are today. Iceland are less interesting than the Faroe Island and Greenland...Europe does not want anything to do with Iceland. Shame on you Olafur Ragnar Grimsson.......

Fair play (I refuse to use the Icelandic name that was forced upon me) (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 22:15

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Núna er þetta byrjað. Nú eru þeir sem töluðu fyrir því að fella seinasta Icesave samninginn byrnaðir að undirbúa það að kenna slökum vörnum af hálfu ríkisstjórnarinnar um þann skaða sem það mun væntanlega valda þjóðinni að hafa hafnað samningum og látið málið fara fyrir dómstóla. Þvílík lágkúra.

Staðreyndin er einfaldlega sú sem alllir áttu að vita sem sáu í gegnum blekkingarvef Advice hópsins að það fælist mikil áhætta í því að hafna samningum og taka áhættu fyrir dómstólum.

Það er því einfaldlega þannig að ef við töpum þessu máli fyrir EFTA dómstólnum og verðum látin borga mun meira en við hefðum þurft að gera samkvæmt semningum þá er það afleiðing af því að hafna samningum og engu öðru. Vissulega má segja það sama ef niðurstaða dómstólsins verður okkur hagstæð þannig að við þurfum að borga minna en samkvæmt samningum þó vissulega megi gera ráð fyrir því að lánakjör okkar séu verri í dag en þau væru ef við hefðum samþykkt þennan samning og stæðum ekki frammi fyrir þeirri óvissu sem því fylgir að láta málið velkjast fyrir dómstólum.

Sigurður M Grétarsson, 20.12.2011 kl. 23:34

3 identicon

Og hvað haldið þið snillingarnir að EFTA dómstóllinn komi nú til með að dæma Íslendinga til að greiða mikið?

Það hefur verið farið mjög oft yfir það hvers eðlis úrskurður EFTA er í þessu máli.

Kristinn (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 23:47

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eitt sinn aumingjar alltaf aumingjar og undirlæjur það er málið með stjórnvöld!

Sigurður Haraldsson, 21.12.2011 kl. 00:23

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það hefur komið fram í fjölmiðlum nýlega að niðurstaða EFTA dómstólsins geti þýtt allt að 150 milljarða kostnað fyrir ríkissjóð vegna vaxta og þá af því gefnu að eignir þrotabúsins dugi fyrir höfuðstólnum. Það er um þreföld til fjórföld sú upphæð sem samningurinn hefði kostað okkur. Þetta miðast þó við verstu hugsanlegu niðurstöðu í dómsmálinu en vonandi fer ekki svo illa.

Sigurður M Grétarsson, 21.12.2011 kl. 01:10

6 Smámynd: Sandy

Steingrímur J ætti ekki að verða í vandræðum með að borga það lítiræði miðað við alla eyðsluna hingað til. Hann þyrfti kannski að banna Svandísi að fara þrjúhundruð sinnum til útlanda, einnig gæti hann beðið Össur að draga úr heimsóknum til Brussel o.s.fr.

  Ég man ekki betur en að a.m.k. sumir lögfræðingar hafi verið búnir að skoða samningin og komist að þeirri niðurstöðu að farið hafi verið eftir regluverki ESB. Annars skil ég ekki hvers vegna maður eins og Össur, sem gerir allt til að koma okkur inn í þennan sauruga ESB-klúbb á að vera með forræðið yfir málarekstri Íslands gegn EFTA. Þetta fólk hefur ekki sýnt að það sé að verja landið, við gætum spurt hvers vegna er ekki búið að kæra Breta fyrir að beita okkur hryðjuverkalögum,jafnvel þó Steingrímur verðmerki orðspor landsins ekki nema á fimmtíu milljarða.

Sandy, 21.12.2011 kl. 04:42

7 identicon

Það sem mér finnst hjákátlegast, er það að Íslendingar í þessu sambandi sýna á sér lit.

Með lögum skal land byggja, stendur einhvers staðar.  En ef þú ert Gyðingur, eða Bandaríkjamaður ... færðu undanþágu frá lögum.  En því miður, ekki ef þú ert Kínverji, þá ertu bara "venjulegur" maður.

Þetta er skilningur Íslendinga á "lög og reglu".  Og síðan gengur almenningur á Íslandi um, og hafnar samningum við önnur lönd í Evrópu.  en á sama tíma, þá segja þeir ekkert við því að allir Ríkisbubbarnir á Íslandi hafa lagt skuldir á herðar Íslendingum, sem nemur þreföldum erlendum skuldum.

Íslendingar eru bara fúlir yfir því, að geta ekki verið á fylleríi ... ölið þraut, og þá á að hengja barþjóninn ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 13:41

8 identicon

Hvernig er máltækið aftur? "Heimskra manna ráð......"

jkr (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband