Leita í fréttum mbl.is

Siðlaus rök um siðferðisskyldu þjóðar!!!

Á meðan íslenska þjóðin stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að samþykkja eða hafna Icesave III samningana, þá stendur yfir  sakamálarannsókn í Bretlandi, sem tengist þessum sömu Icesavereikningum. Í þeirri rannsókn er verið að rannsaka hvort að innistæður Icesavereikninga, hafi horfið á glæpsamlegan hátt.  Á mannamáli: ,,Hvort að þeim fjármunum sem á Icesavereikningunum voru, hafi verið stolið."

 Þrátt fyrir það, eru það ein af stóru rökum já-sinna, við samþykkt Icesave, að íslensku þjóðinni, beri siðferðileg skylda, til þess að samþykkja samninginn og ábyrgjast þar með endurgreiðslu á þýfinu.
Á hvers lags siðfræði, byggja þau ,,siðferðilegu" rök, að íslensku þjóðin beri siðferðilega ábyrgð á stórfelldum þjófnaði á fjármunum þeim er á Icesavereikningunum voru?


mbl.is SFO rannsakar Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Kristinn.

Það mun ekki breitt neinu hjá Jóhönnu og Steingrími né þeim sem styðja þessa nauð á þingi þau eru og munu vera sömu valdníðingarnir fyrir því, Réttlæti er ekki þeirra viðmið aðeins að knésetja almenning fyrir Bresk og Hollensk Stjórnvöld,Þjóðin er bara skítur undir fótum þeirra og hafa þau oft sannað það með því að sega að þetta og hitt gangi ekki nema að samþiggja þessa nauð.EN EITT ER VÍST AÐ ÉG SEGI NEI ÞANN 9 APRÍL.

Jón Sveinsson, 27.3.2011 kl. 16:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað ætti að fresta afgreiðslu málsins, þangað til niðurstaða rannsókna liggur fyrir.

Hitt er svo annað mál, að skattgreiðendum kemur þetta mál hreinlega ekkert við, hvort sem þarna voru framdir glæpir eða afglöp.

Axel Jóhann Axelsson, 27.3.2011 kl. 19:11

3 identicon

Pabbi sagði mér eitt sinn sögu af gömlum félaga sínum sem lenti í árekstri, félagi pabba vissi að hann væri í órétti en tók eftir því að maðurinn í hinum bílnum var ekki viss um sinn rétt og var að auki mjög stressaður yfir þessu en var að öðru leiti í lagi, þá snaraði félagi pabba sér inn í bíl hjá sér og opnaði hanskahólfið en þar var vínflaska, hann hljóp með hana til karlsins og gaf honum sopa til þess að slaka á, maðurinn tók mjög góðan sopa og spurði síðan félaga pabba hvort að hann vildi ekki líka. Þá svaraði félagi pabba, jú þegar löggan verður kominn og búinn að rannsaka atvikið. Ég held við íslendingar ættum að hafa vit á því að mála okkur ekki út í horn og segjum NEI.

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 22:02

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég hef nú ekki séð að marga tala um siðferðisskyldu í þessu sambandi.   Fyrir mér er þetta aðeins spurning um  ískalt hagsmunamat og þess vegna mun ég segja já.

Þórir Kjartansson, 28.3.2011 kl. 09:44

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

VIltu þá ekki rökstyðja þessa ískalda hagsmunamat Þórir?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 11:59

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Siðferðishliðina verður að skoða í því ljósi að valið stendur um það hvort íslenskir eða breskir/hollenskir skattgreiðendur beri ábyrgð á athæfi hins íslenska Landsbanka í þessum löndum. Ef einhverjum fjármunum hefur verið stolið, er það sjálfstætt mál sem auðvitað verður að taka föstum tökum. En fólk verður að fara varlega í að blanda þessu saman.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.3.2011 kl. 13:07

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sá rökstuðningur yrði nú nokkuð löng lesning, Ásthildur og ég hef hvorki tíma eða nennu til að vera að blogga einhverjar langlokur. Læt aðra um það.  En segðu mér hvað þér finndist ef við snerum dæminu við og staðreyndin væri sú að hingað hefðu komið enskir og hollenskir fjárglæframenn og vélað hundruð milljarða út úr saklausum íslendingum. Gefum okkur það líka að íslenska ríkið/skattgreiðendur hefðu  komið þessu fólki til hjálpar og greitt því það til baka sem óreiðumennirnir sviku það um.  Ef þú ert sjálfri þér samkvæm  myndir þú örugglega ekki vilja að íslensku skattgreiðendurnir fengju þessa peninga til baka frá bretunum og hollendingunum.   Eða hvað?

Þórir Kjartansson, 28.3.2011 kl. 13:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið með ykkur jáara er að þið svarið aldrei, nei það er of langt mál eða þið viljið ekki lesa copy/ paste.  Enginn rök bara af því bara, ég nenni ekki að vera með einhver vitræn svör.  Þetta heitir að reyna að flækja málin og að vera í bullandi vörn.  Nefndu bara nokkur dæmi, svona fimm eða jafnvel bara fjögur?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 13:26

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þú þarft reyndar að bæta, tveimur til þremur atriðum í þetta ,,hefði ef" dæmi þitt, Þórir.

1. Innheimtu íslensk stjórnvöld fjármagnstekjuskatta af þeim upphæðum, sem sviknar voru út?
2. Settu bresk og hollensk stjórnvöld lög, sem tryggðu forgang innistæðutryggingarsjóðs, að kröfum í þrotabú, bresku og hollensku svikarana?
3. Ef svar við no. 2 er já.  Buðu bresk og hollensk stjórnvöld, þeim íslensku eingreiðslu, upphæð sem er í námunda við þann vaxtakostnað, sem sagður er líklegur af kröfunum, ásamt forgangi að heimtum úr þrotabúunum,  gegn afnámi ríkisábyrgðar á kröfur íslenskra stjórnvalda, en íslensk stjórnvöld höfnuðu tilboðinu, því þau töldu það of áhættusamt fyrir sig?

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.3.2011 kl. 13:40

10 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ásthildur og Kristinn. Mér sýnist nú á ykkar kommentum beggja að þið séuð að slá út í aðra sálma og alls konar málaflækjur og víkja ykkur undan því að svara spurningunni minni.  Rök fyrir því að segja já hafa birst bæði í ræðu og riti frá ótal aðilum sem hafa haft aðstöðu til að kynna sér málið betur en ég hef tök á og það er alger óþarfi fyrir mig að vera að pikka það inn hér.   Þau rök þykja mér trúlegri en þau sem hafa komið frá þeim sem tala gegn samþykkt. Ef ykkur þykir hitt trúlegra er það að sjálfsögðu ykkar mat og ekkert við því að segja.

En spurningin mín frá fyrra innleggi stendur enn án svars. 

Þórir Kjartansson, 28.3.2011 kl. 15:07

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er ekki hægt að svara einhverri ,,ef og hefði" spurningu, sem vantar í hluta af heildarmyndinni. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.3.2011 kl. 15:26

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Spurning mín stendur líka ósvöruð.  VIltu þá ekki rökstyðja þessa ískalda hagsmunamat Þórir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 16:02

13 Smámynd: Þórir Kjartansson

Nei Ásthildur. Ég er búinn að svara þinni spurningu en get alveg nefnt nöfn eins og Ragnar H. Hall, Lárus Blöndal, Margréti Kristmannsdóttur og svo mætti lengi telja.  Vísa í rök þessa fólks sem eins og ég sagði áður finnst miklu trúverðugri en þeirra sem tala fyrir neiinu. Gæti sett inn ótal linka um þetta efni en ég held að fáir nenni að heyra sömu hlutina sagða aftur og aftur.  Aftur á móti hefur þú vikið þér undan að svara minni spurningu. Ég hef lagt  hana fyrir fleiri  úr ykkar hópi og svörin eru mjög rýr og yfirleitt engin.

Þórir Kjartansson, 28.3.2011 kl. 16:41

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég er ekki að gagnrýna neinn fyrir að nota ef og hefði.  En ef að fólk spyr að einhverju sem eins og Þórir gerir og snýr málinu við, þá þurfa aðstæður að vera sambærilegar því sem þær eru.

 Það getur enginn slegið því föstu að eitthvað endi fyrir dómstólum, eða ekki.  Meira að segja nei við Icesave þýðir ekki endilega að málið endi fyrir dómstólum.   Eflaust má telja það bæði líklegt og ólíklegt að svo fari. 

Líklegra verður þó að telja, en ekki, að ofur-innistæðueigendurnir, í það minnsta hugleiði dómsmál, hvort sem samningurinn verður samþykktur eða ekki. 

ESA hefur gefið það í skyn, að þó svo að samningarnir verði samþykktir, þá þýðir það ekki að málið verði látið niður falla.   Þá komast stjórnvöld ekki hjá því að svara þessu áminningarbréfi og taka til varna, gegn þeim ásökunum er Íslendingar eru bornir í bréfinu.  

Þær varnir verða vart kröftug andmæli við ásökunum ESA, eða í það minnsta þá yrði lítil sannfæring í slíku, eftir að hafa stuðlað að samþykkt Icesavesamningsins. 

 Lyktir máls ofur-innistæðueigendanna færu því fram fyrir breskum dómstólum, verði samningurinn samþykktur, hvort sem það verði í kjölfar þess að ESA haldi málinu áfram eða ekki.

 Orð Lárusar Blöndal verður að túlka með þeim fyrirvara, að hann sagði aðspurður á Bylgjunni, að það sem hann segði um samninginn, væri ekki endilega hans persónulega skoðun.  Orð hans eru því vart ,,kalt persónulegt mat" hans.

Orð Maríu Kristmannsdóttur og reyndar flestra í Áframhópnum ber að túlka með þeim fyrirvara, að þau hafa krafist samþykktar þess Icesavesamnings, er legið hefur fyrir hverju sinni og notað til þess sömu rök og dómsdagsspár og þau viðhafa nú.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.3.2011 kl. 17:40

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef svo hefði verið að þessir bresku og hollensku þjófar hefðu gert það sama við okkur og við við þá, og við hefðum greitt okkar fólki upp í topp, án þess að spyrja breta og hollendinga að því, þá get ég alveg sagt þér að þeir hefðu ekki vílað fyrir sér að fara dómstólaleiðina.  Þeir hefðu aldrei tekið það á sig að borga fyrir einkabanka. Þó eru þessir peningar smámál hjá þeim, sem er stórmál fyrir okkur stærðarinnar vegna. 

Annars hefði ég haft skilning á þeim gjörðum.  Það hefði sem sé ekki komið til, því bretar og hollendingar eru ekki eins miklir grænjaxlar og íslensk stjórnvöl að segja bara já og amen við öllu.  Þeir hefðu strax átt að segja við viljum fara dómstólaleiðina til að skera úr um réttmæti kröfunnar, þá væri málið örugglega út úr heiminum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband