Leita í fréttum mbl.is

Neitun íslenskra kjósenda við Icesavekröfum Breta og Hollendinga var bindandi....

af þeim sökum kemur ekkert annað til greina, en að nýr samningur verði lagður fyrir þjóðina líkt og Icesave II.

 Alveg burtséð frá því að forsætisráðherra hafi kallað þjóðaratkvæðið um Icesave 6.mars 2010, marklausan skrípaleik, þá breytir það því ekki að kosningin var bindandi.

Hafi einhver gleymt úrslitum þeirra kosninga, þá skal það upplýst hér að 98,2% þeirra sem tóku afstöðu í þjóðaratkvæðinu, höfnuðu kröfum Breta og Hollendinga.  

Þó svo að spuni Bretavinnugengisins gangi út á það að Íslendingar hafi eingöngu verið að kjósa gegn vöxtunum er voru á ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga, þá er ekki hægt að slá slíku föstu og er það í rauninni ólíklegt að vextirnir hafi verið ástæða höfnunar þjóðarinnar á samningnum.  

Líklegast er að þjóðin, eða sá hluti hennar er hlýddi ekki heimsetukvaðningu forsætisráðherra, hafi verið að greiða atkvæði gegn því að Ríkissjóður (skattgreiðendur) tæki á sig skuldir einkabanka.  Enda hvergi til bókstafur um slíkt í lögum, hvorki í íslenskum, né í evrópskum.

 Í könnun þeirri sem vitnað er í í fréttinni sem þetta blogg, hangir við, kemur einnig fram að stærstur hluti þeirra, er afstöðu taka, vita ekki hvernig nýr Icesavesamningur lítur út og þar með ekki hvað þeir eru fylgjandi að samþykkja.  

 Nær öruggt er að niðurstaða þessarar könnunnar hefði orðið önnur og þá Bretavinnugenginu í óhag, hefði  spurningin í könnunni verið: "Ertu fylgjandi eða andvíg/ur því að íslenska ríkið greiði Bretum og Hollendum 26,1 milljarð á þessu ári í vexti vegna Icesave og alls 56 milljarða til ársins 20016?"   Þess má geta að lán AGS er afgreitt verður við síðustu endurskoðun sjóðsins dekkar aðeins 73% af þessum 26 milljörðum.

Niðurstaðan í Icesave-þjóðaratkvæðinu var bindandi og þýðir í raun að íslenska þjóðin, treysti ekki stjórnvöldum, eða Alþingi til þess að taka ákvörðun, vegna nýgerðs samnings í Icesavedeilunni.  Íslenska þjóðin vill því eiga síðasta orðið í málinu, líkt og hún hafði þann 6. mars 2010.

 Hunsi stjórnvöld og Alþingi þá bindandi niðurstöðu, þá er þessum sömu aðilum, ekki treystandi til þess að virða niðurstöður ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæðis um ESB-aðild, komi til slíks.  Verði niðurstaða þeirrar kosninga sú að íslenska þjóðin ,,ráðleggi" stjórnvöldum það að samþykkja ekki þann samning, sem þá liggur fyrir, eru meiri líkur en minni að samningurinn verði lítillega ,,fegraður". Að því loknu verði svo breyttur samningur lagður fyrir Alþingi, sem stjórnarfrumvarp og þá væntanlega samþykktur, enda myndi annað leiða til stjórnarslita.


mbl.is Tæpur helmingur vill samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðin sagði NEI og Nei er Nei=En þessi Ríkisstjórn virðist ekki skilja það.

Númi (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 21:39

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir mæting á Austurvöll þann 17.01 krafan er einföld stjórnina út!

Sigurður Haraldsson, 12.1.2011 kl. 22:25

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þig sé að misminna eitthvað. Í þjóðaratkvæðagreiðslu var greidd atkvæði um þessa spurningu:

„Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?“

Það er að fólk var að greiða atkvæði um hvort að lög frá því í janúar um breytingu á lögum frá því ágúst 2009 ættu að taka gildi. Það var fellt og því eru í raun lögin frá því í ágúst 2009 í gildi en það er að við ætlum að borga Icesave með fyrirvörum. Eins og Alþingi vann að allt sumarið 2009

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2011 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband