Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Vinnubrögð sem minna á Icesave I

Þegar Svavarsamningurinn í Icesavedeilunni, Icesave I lá fyrir, þá stóð það til að keyra samninginn óséðan í gegnum þingið.  Villikettir í Vg. og stjórnarandstaðan, komu hins vegar í veg fyrir að sá samningurinn yrði keyrður í gegn.

Seint um síðir láku svo þessir samningar út, til RÚV að mig minnir og til Indefense.

Þá kom í ljós að þeir samningar, sem þeir félagar Steingrímur og Svavar höfðu hreykt sér af og dáðst af eigin dugnaði við að ná þeim fram, hefðu farið langt með að setja þjóðina, endanlega á hausinn.  Enda hefðu hundruðir millarða fallið á íslenska ríkið (skattgreiðendur) hefðu þeir samningar verið samþykktir óbreyttir í þinginu.

Það er því alveg ljóst að Alþingi er ekki stætt á því, að afgreiða fjáraukalög fyrir 2011, fyrr en allar upplýsingar varðandi Sp-kef og Byr liggja fyrir, ásamt skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna Vaðlaheiðarganga.

Þeir stjórnarþingmenn sem kvitta upp á vinnubrögð líkt og lýst er hér að ofan, eru ekki á nokkurn hátt starfi sínu vaxnir.  Enda hlýtur það að vera ábyrgðarhluti að heimila umræður og afgreiðslu máls, þar sem ónægar upplýsingar liggja fyrir.  

Það getur ekki verið, eftir allt sem á undan er gengið, að einhver áhugi sé  fyrir því í þinginu, að taka upp þau vinnubrögð, er viðhafa átti þegar Svavarssamningarnir voru í höfn. 

En hins vegar kemur það ekkert á óvart að Steingrímur J. Sigfússon hafi ætlast til slíks, enda þola fæst hans verk dagsjósið.

 


mbl.is Verða upptekin þegar atkvæðagreiðsla fer fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa. - Nú er mál að linni!!!

Í hinni norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, er það vinsælt að tala um samráð, um alla mögulega og ómögulega hluti.  Var sá hátturinn hafður á, sumarið eða haustið 2009, þegar vinna við nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða hófst.  Samráðið fólst í því, að stofnaður var vinnuhópur hagsmunaaðilia í sjávarútvegi og fulltrúa þingflokkanna, svokölluð Sáttanefnd.

Reyndar hefur það einkennt öll svokölluð samráðferli, er velferðarstjórnin stendur fyrir að samráðið er í rauninni ekkert annað en leiktjöld, sett upp í því leikriti, er ætlað er að beina sjónum fólks, frá ráða og getuleysi velferðarstjórnarinnar í þessu máli, sem og flestum þeirra mála, er á borð stjórnarinnar rata.

Var vinnuhópnum ætlað að skila sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra niðurstöðu, er nýtt frumvarp skildi byggja á.

Sáttanefndin vann að málinu í eitt ár og leitaði álita víða.  Sáttanefndin skilaði svo ráðherra niðurstöðu, haustið 2010.  Undir þá niðurstöðu skrifuðu allir, nema tveir nefndarmenn, þar á meðal fulltrúar stjórnarflokkanna.

Bjuggust flestir við því, í ljósi allrar þeirra vinnu sem Sáttanefndin hafði lagt í verkið, að varla tæki margar vikur að taka niðurstöðu nefndarinnar saman í frumvarp, sem víðtæk sátt væri um.  En það var öðru nær.

 Það var engu líkara að fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni hafi ekki haft umboð félaga sinna, til þess að skrifa undir niðurstöðu nefndarinnar, því ekki var sátt um niðurstöðuna innan stjórnarflokkanna.

Tók þá við átta mánaða reipitog stjórnarflokkanna og hrossakaup um málið, þar sem 4 ráðherrrar og 6-7 aðrir stjórnarþingmenn  komu að.

Niðurstaðan varð svo að lokum frumvarp er hent var inn í þingið á síðustu dögum vorþings 2011. Fljótlega varð ljóst að frumvarp það sem lagt var fram, hafði afar litla skýrskotun, til vinnu sáttanefndarinnar, nema kannski að því leiti að margt sem var inni í vinnu Sáttanefndarinnar, var orðið útþynnt og skrumskælt og á vart þekkjanlegt lengur.

Enda kom það á daginn, að allir þeir aðilar er sæti áttu í sáttanefndinni, gerðu alvarlegar athugasemdir við frumvarpið.  Bæði hagsmunaaðliar og þingmenn stórnar og stjórnarandstæðu.

Málíð koðnaði svo niður í þinginu, bæði vegna málþófs en ekki síst vegna þess að ekki var, þrátt fyrir að hér sé við völd það sem kallað er meirihlutastjórn, meirihluti fyrir málinu í þinginu.

Þó vissulega eigi ekki að hespa frumvarpi sem þessu af á nokkrum dögum, heldur eigi að vanda til vinnu. Þá hljóta að vera einhver takmörk fyrir því, hvað mál sem þetta getur eða ætti að vera í smíðum.  Slíkir eru hagsmunir þjóðarinnar allrar, ekki bara þeirra sem fiskinn veiða og starfa í greininni. 

Það er engum bjóðandi, hvort um sé að ræða sjómenn útgerðarmenn, starfsfólk í fiskvinnslu, eða þjóðinni allri, að þeitta mál hafi nú þegar þetta er skrifað, verið meira en tvö ár í vinnslu, án merkjanlegs árangurs. 

Stjórnvöld sem ekki skila betri árangri er þetta, eru ekki á vetur setjandi. Nú er mál að linni. 


mbl.is Óvíst hvenær kvótafrumvarp kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Samtök atvinnulífsins og Davíð, fari í hár saman á landfundinum.

Fram að þessari ályktun SA, hefur það verið útbreidd skoðun sumra aðildarsinna, að andstaða Davíðs Oddsonar við ESB- aðild, stýri stefnu Sjálfstæðisflokksins í einu og öllu varðandi ESB.

Það er því spaugilegt að sjá núna þessa sömu aðildarsinna, sjá það fyrir sér að landsfundurinn taki U-beygju frá fyrri afstöðu sinni, bara af því SA vill það. 

Það er nú ekki svo, hvað sem hver kann að segja, að SA panti landsfundarályktanir af Sjálfstæðisflokknum. Síðast landsfundur, ályktaði gegn því að gengist yrði við löglausum kröfum, Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni.  Það gerði fundurinn, þó svo að SA hafi krafist þess, að Icesave I II yrðu samþykktir, þó svo það kostaði ríkissjóð og þar með skattgreiðendur, hundruðir milljarða. 

Þó einhverjum hafi fyrir einhverjum misserum, fundist það vel til fundið, að sækja um aðild að ESB, þá er ekki þar með sagt, þó sá sami vilji nú hætta aðildarferlinu eða setja það á ís, að viðkomandi eigi erfitt með að ákveða sig. 

Það er frekar merki um sterkan einstakling, er slíkt gerir.  Einstakling, sem tilbúinn er í ljósi breyttra aðstæðna og forsendna að endurskoða ákvörðun sína.

Það eru samt ekki mín orð, að sá sé veiklundaður, sem halda vill áfram, eins og ekkert hafi í skorist og allar fréttir af kreppunni í ESB og í Evrulandi, séu hreinn og klár uppspuni.  

Þau orð verða aðrir að eiga.


mbl.is SA vill halda áfram aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyttar og hagkvæmari aðferðir við lagasetningar - eða mútur?

..... heyrst hefur að, LÍÚ ætli ásamt því að aðstoða stjórnvöld við gerð nýrrar löggjafar um stjórn fiskveiða, þá muni útvegsmenn styrka stjórnvöld um fjórar krónur, á móti hverri krónu, sem smíði frumvarpsins kostar.  Fyrirhugað er að hluti styrksins fari í útgáfu og kynningarstarfssemi á frumvarpinu, er það liggur fyrir.

... heyrst hefur að, Samtök verslunar og þjónustu í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja ætli ásamt því að aðstoða stjórnvöld við gerð nýrrar samkeppnislöggjafar, að styrka stjórnvöld um fjórar krónur á móti hverri krónu sem stjórnvöld kosta til við gerð frumvarpsins.
 Fyrirhugað er að hluti styrksins fari í útgáfu og kynningarstarfssemi á frumvarpinu, er það liggur fyrir.

...heyrst hefur að Bændasamtökin ætli ásamt því að aðstoða stjórnvöld við gerð á nýrri landbúnaðarlöggjöf, að styrkja stjórnvöld um fjórar krónur á móti hverri krónu sem stjórnvöld kosta til við gerð frumvarpsins.  Fyrirhugað er að hluti styrksins fari í útgáfu og kynningarstarfssemi á frumvarpinu, er það liggur fyrir.

.... heyrst hefur að Samtök atvinnulífsins ætli ásamt því að aðstoða stjórnvöld við gerð nýrrar vinnulöggjafar að styrkja stjórnvöld um fjórar krónur á móti hverri krónu sem stjórnvöld kosta til við gerð löggjafarinnar.  Fyrirhugað er hluti kostnaðarins fari í útgáfu og kynningarstarfssemi á frumvarpinu, er það liggur fyrir.

.....heyrst hefur að Samtök fyrirtæka í áliðnaði, ætli ásamt því að aðstöða stjórnvöld við gerð nýrrar löggjafar um umhverfis og virkjunarmál, að styrkja stjórnvöld um fjórar krónur á móti hverri krónu sem stjórnvöld kosta til við gerð löggjafarinnar.
 Fyrirhugað er að hluti kostnaðarins fari í útgáfu og kynningarstarfssemi á frumvarpinu, er það liggur fyrir.

Bíddu nú við.  Myndi nú ekki einhver kalla þetta mútur?  Er þá ESB að ,,múta" stjórnvöldum?


Fátt að semja um....

..... því að í  sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum:

“Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður.
 Og þessar reglur (líka þekktar sem „acquis“, sem er franska yfir „það sem hefur verið ákveðið“) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum.
Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.“

Sem sagt, aðlögunin verður að mestu afstaðin, þegar ESB hugnast að skrifa undir aðildarsamning."

Það eina sem samið hefur verið um, þegar og ef að samninganefndin, kemur heim með aðildarsamning, verða örfáar, tímabundnar undanþágur, eflaust flestar ef ekki allar um landbúnað og sjávarútveg.

Hins vegar er það nær öruggt að ESB, fúlsar ekki við ,,ríkri“ umsóknarþjóð, í því ástandi sem nú ríkir í Evrulandi og annars staðar ESB. 

Fáar eða engar ESBþjóðir, hafa jafn mikla möguleika og við Íslendingar, að auka landsframleiðslu sína á komandi árum og áratugum.

 Miðað við þær hamfariri sem átt hafa sér stað í Evrulandi og þær sem spáð er, eru meiri líkur en minni að aðildarþjóðir ESB, hafi mun minna fé aflögu til þess að leggja í púkkið í Brussel. 

Þá kemur sér auðvitað vel, að vera búin að narra inn nýja þjóð sem rík er af auðlindum, sem hinar aðildarþjóðirnar gætu kroppað í.

Fjárhagsvandi Evrulands er ekki tímabundinn. ,,Lausn" vandans gæti hins vegar orðið það. Þ.e. allt mun verða slétt og fellt á yfirborðinu, þangað til að kemur að skuldadögum, fyrir þær björgunaraðgerðir sem þar munu vera  næstu misserin.

Þá er gott að vera búið að lokka inn þjóð, sem hefur möguleika á það mikilli landsframleiðslu að hún borgi ríflega með sér til ESB.


mbl.is Aldrei betra að semja við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur skapar traust.

Þessi misserin er talað um að það helsta er standi Alþingi Íslendinga fyrir þrifum, sé þetta eilífa karp og riflildi niður á þingi.  Er þá oftar en ekki talað um þetta karp, eins og það sé nýtilkomið. 

Það vita það hins vegar allir sem einhvern áhuga hafa á að vita, að menn hafa karpað um málefni á Alþingi og alls staðar annars staðar sem þeir hafa komið saman, svo lengi sem landið hefur verið í byggð .

Síðan ég fór að fylgjast með þjóðmálum, hefur ætíð verið svo, að á Alþingi Íslendinga hafa valist einstaklingar, sem ekki eru allir sammála um leiðir að settu marki og hafa því tekist á um málefni og stefnur.

Það er því hreinasta firra að kenna þessu karpi  sem jafngamalt er sögu Alþingis, um þá litlu virðingu og traust, sem þjóðin ber til Alþingis.

Ástæða vantraustsins hlýtur fyrst og fremst að ligga í því, hver árangur Alþingis (stjórnarmeirihlutans) er hverju sinni, í því að leiða stóru málin til lykta.

Fyrir síðustu kosningar voru stóru málin, lausn á skuldavanda heimilana, atvinnumál og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Hvað þessa þrjá málaflokka varðar, er ekki ofsagt, að halda því fram að stjórnvöldum hafi gersamlega mistekist að ná einhverum árangri við að leiða þau til lykta, á þann hátt að ásættanlegt sé.

 Stjórnvöld líta ekkert betur út í vanmætti sínum, þó að á Alþingi, sé eins og alltaf áður, stjórnarandstaða sem eðli máls samkvæmt, er á móti flestu því sem stjórnarflokkarnir leggja til málanna.  Stjórnarandstaða sem ekki er á móti, bara til þess að vera á móti, heldur stjórnarandstaða sem samanstendur af fólki með aðrar skoðanir en fólkið í stjórnarflokkunum.

Vanmátt stjórnvalda er ekki á nokkurn hátt hægt að rekja til stjórnarandstöðuflokkana eða hagsmunasamtaka í landinu. 

Vanmátturinn er fyrst og fremst tilkominn vegna innbyrðis átaka innan og í millum stjórnarflokkanna í öllum þremur stóru málunum er nefnd eru hér að ofan, auk annarra mála, eins og aðildarumsókninni að ESB.

Árangurs er aldrei að vænta úr röðum fólks eða flokka þar sem sundurlyndi er daglegt brauð og samstaða telst til undantekninga.  Þar liggur meinið.


mbl.is „Vil endurvekja grunngildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af almennu og sértæku aðgerðarleysi hinnar norrænu velferðarstjórnar.

Fljótlega upp úr hruni og sérlega eftir að minnihlutastjórn Samfylkingar og Vg. tók við, komu fram tillögur um almennar aðgerðir, til lausnar á skuldavanda heimila og fyrirtækja í landinu. Var almennu aðgerðunum ætlað það að vera fyrsta skref af mörgum aðgerðum til lausnar á skuldavanda heimila og fyrirtækja í landinu.

Fyrst yrði gripið til almennra aðgerða og staðan tekin að þeim loknum og þeim hjálpað er þyrftu meiri hjálp.

Minnihlutastjórnin og núverandi stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur,  blésu á þessar aðgerðir.  Helsta ástæðan var sú, að það væru svo margir, sem hefðu ekkert við slíkar aðgerðir að gera. Enda ættu þeir alveg fyrir afborgunum á sínum lánum, þrátt fyrir það að lánin hefðu stökkbreyst.  Þeir sem væru því að fá ,,óþarfa“ aðstoð, væru því að græða meira en aðrir og slíkt myndi bara auka á ójöfnuðinn í þjóðfélaginu og þar fram eftir götunum.

Á móti var hins vegar bent á, að tjón allra væri í rauninni það sama.  Fólk og fyrirtæki hafi bara verið misvel búin undir þær hamfarir, sem áttu sér stað í hruninu og undanfara þess.  Auk þess var bent á það, að þeir aðilar sem ekki ,,þyrftu“ þessa aðgerð eða aðstoð og líka þeir sem  ,,þyrftu“ á henni að halda, myndu hafa meira fé á milli handanna.  Fé sem yki á veltuna í samfélaginu, sem kæmi þeim fyrirtækjum er framleiða fyrir íslenskan markað til góðs, auk þess sem skattstofn neysluskatta, hefði dregist minna saman, en raun var á.  Stærri skattstofn neysluskatta hefði svo aukið tekur ríkissjóðs, án allra þeirra skattahækkana er dunið hafa á þjóðinni, undanfarin tvö til þrjú ár.

Einnig hefðu fyrirtækin í landinu haft örlítið meira svifrúm til þess að vaxa, auka fjárfestingar, ráða fleira fólk eða í það minnsta halda í horfinu, þ.e. að  allar þær fjölda uppsagnir er dunið hafa á launþegum og í raun á þjóðinni allri, hefðu orðið mun fátíðari en raunin er.  Það hefði þýtt það, að skattstofn tekjuskatts einstaklinga og fyrirtækja hefði dregist minna saman og eins og með neysluskattanna, hefði minni rýrnun tekjuskattsstofnsins, skilað ríkissjóði mun meiri tekjum.

Núna í það minnsta tveimur árum eftir að áhrif almennu aðgerðanna, hefðu farið að ,,tikka inn“, telja menn sig sjá einhvern efnahagsbata í formi aukinnar neyslu landsmanna. 

Ástæður þess bata, er þó ekki hægt að rekja til þess að sértækar aðgerðir stjórnvalda og fjármálastofnanna séu svo vel heppnaðar. Nei öðru nær.  Hluta batans má skýra með því, að fólk hefur gefist upp á því að bíða eftir aðgerðum sem virka og hætt að borga af lánum sínum og hefur því meira fé á milli handanna.  Einnig hefur heimild til þess að taka út hluta séreignarsparnaðar, aukið ráðstöfunartekjur fólks .  Sú aukning kemur þó í bakið á fólki síðar meir, þegar það ætlar að njóta séreignarsparnaðarins, að lokinni starfsævi.  Einnig eru fyrirætlanir stjórnvalda um skattlagningu viðbótarlífeyris, sagðar muni auka á neysluna. En eins og með séreignasparnaðinn, þá kemur það bara síðar í bakið á fólki.

En kannski er stærsta mein sértækra aðgerða vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja, allt flækjustigið og leyndin, sem þeim aðgerðum fylgja.  Fólk virðist ekki vera að fá það útúr slíkum aðgerðum, er þeim er ætlað að skapa.  Heldur virðist samkvæmt nýútkominni skýrslu nefndar um aðgerðir fjármálastofnanna, til lausnar skuldavandans, það vera svo að það reynist flestum í raun, nánast ómögulegt, að fá einhverja lausn á sínum málum. 

Það breytir því hins vegar ekki, að engu máli skiptir, til hvaða aðgerða er gripið til, við lausn á skuldavanda heimila og fyrirtækja, ef ekki fylgir í kjölfarið, aukin uppbygging og verðmætasköpun.

Hvort sem um er að ræða aðgerðir til lausnar skuldavanda heimila og fyrirtækja, eða til þess að skapa aðstæður til verðmætasköpunnar, hefur stjórnvöldum, mistekist frá A –Ö.  Það sem meira er og kannski enn alvarlegra er það, að stjórnvöld stæra sig af þeim árangri eða því árangursleysi, er einkennir störf ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.


Magn er ekki sama og gæði.

,,Í upphafi yfirlýsingarinnar segir m.a. að ríkisstjórnin sé „mynduð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar – nýjan stöðugleikasáttmála“.

Það vantar ekki að undirritaðir hafa verið stöðuleika sáttmálar, viljayfirlýsingar og sátt um nýja löggöf um stjórn fiskveiða. En það er bara einn hængur á. Allir þessir samningar eru í dag, varla pappírsins virði.

Það er þar að auki svo, að ekki er eins og allar fyrri ríkisstjórnir, hversu góðar eða slæmar þær hafa verið, hafa nú komið ymsu í verk, þó vissulega sé það mismikið, eftir ríkisstjórn.  

Gæði ríkisstjórna verða þó varla mæld með fjölda þeirra aðgerða, er þær ráðast í eða þá fjölda mála er þær þvæla í gegnum þingið.

Gæðin hljóta fyrst og fremst að mælast í hversu mikið af aðgerðum ríkisstjórnarinnar gagnast fólkinu í landinu.  

Hafi hinn norræna velferðarstórn Jóhönnu Sigurðardóttur, gagnast fólkinu í landinu, t.d.  skuldsettum fjölskyldum og fólki sem er án atvinnu,  þá væri það meira en velkomið að alþjóð yrði kynntar þær aðgerðir.  Enda eru  þær nær allar duldar þjóðinni sem landið byggir.


mbl.is Hafa lokið við 130 af 222
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfó og Bjögganir..........

Eins og fólk veit flest, þá kom Samfylkingin ekkert nálægt bankahruninu á Íslandi og vissi nánast ekkert af því, fyrr en það var yfirstaðið.  Jafnvel þó flokkurinn hafi verið í ríkisstjórn er ósköpin dundu yfir. 

Líklegast hefur það nú bara verið þannig, að ráðherrar flokksins í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, hafi verið ,,óvirkir" ráðherrar. 

En einhvern pata af hæfni neðangreindra einstaklinga, hljóta ráðherrar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Jóhönnu að hafa haft.  Því eins og alþjóð veit, þá eru allar ráðningar ríkisstórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, gagnsæjar, hafnar yfir allan vafa og síðast en ekki síst faglegar.

 Reyndar gætu einhverir verið hættir í þeim störfum sem eru tilgreind hér að neðan.  En það breytir því ekki að þessir einstaklingar voru ráðnir á sínum tíma, hvað sem síðar varð.

Hér eru nokkrar af þeim ráðningum:
Ingvi Örn Kristinsson var altmuligt aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.
Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og síðan aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.
Björn Rúnar skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans
… Edda Rós var fulltrúi Íslands í AGS-samstarfinu  í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans
Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Við þetta má svo bæta að Vilhjálmur Þorsteinsson, er kosinn var gjaldkeri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um daginn, hefur verið einn helsti viðskiptafélagi Björgólfs Thors, hérlendis undanfarin ár og á meðal annars í gagnaveri Verne Holding með Björgólfi.  Vilhjálmur er einnig formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkunýtingu.
 Einhverjum þætti það eflaust vafasamt, að svo náinn samstarfsmaður iðnaðarráðherra, tengist fyrirtæki eins og Verne Holding, sem nýtir jú orku í þessu orkuveri sínu.

 

Áhugavert  að allir þessir ,,aðstoðarmenn"  eru fyrrum starfsmenn og samstarfsmenn Björgólfsfeðga.


Er það virkilega satt???

,,Búið er að skipa nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Stjórnarmenn eru Guðrún Ragnarsdóttir formaður, Jón Sigurðsson varaformaður og Hulda Dóra Styrmisdóttir. Egill Tryggvason er varamaður."

Ég get nú ekki sagt að ég kannist við þetta fólk, nema þó hugsanlega með einni undantekningu, Jón Sigurðsson varaformaður. 

Það væri hins vegar beinlínis galið, sé það svo að ég kannist við þann Jón Sigurðsson sem átt er við.

Sé þetta sá Jón er mig grunar, þá er þetta Jón Sigurðsson, fyrrv. iðnaðar og viðskiptaráðherra fyrir Alþýðuflokkinn, seint á síðustu öld.  Að loknum stjornmálaferli varð Jón svo seðlabankastjóri og síðar einn af bankastjórum, Norræna fjárfestingarbankans. 

Sík ferilsskrá, gæti þó þótt eftirsóknarverð, fyrir varaformann stjórnar Bankasýslu ríkisins, ef ekki væri til viðbót á henni, er hljómar ekki nógu vel.

Síðustu misserin fyrir hrun þá var Jón stjórnarformaður FME og gerðist sem slíkur ,,Icesave-stúlka" Landsbankans í Hollandi, vorið 2008.  Maður í sömu stöðu og Jón, hefði nú vart tekið slíkt að sér, nema kynna sér stöðu Landsbankans og afkomuhorfur hans næstu misserin. 

Því varla færi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, að  tala fyrir því, að fólk leggði peninga inn í banka, er hann teldi vera kominn að fótum fram.

Auk modelstarfa fyrir Landsbankann og formennsku í stjórn FME, þá var Jón einnig, varaformaður stórnar Seðlabankans og af þeim sökum, örugglega þátttakandi í flestum þeim ákvörðunum er þar voru teknar fyrir hrun og vikurnar eftir hrun.

Ég satt best að sega, vona að ekki sé um sama Jón að ræða og skrifað er um, hér að ofan.  En sé þetta sá sami, þá má spyrja stjórnarmeirihlutann á þingi, hvort hann telji að maður með slíka fortíð, sé til þess fallinn að auka á svokallaðan ,,trúverðugleika" Bankasýslu ríkisins, með setu sinni í varaformannssæti stjórnar Bankasýslunnar?


mbl.is Ný stjórn Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband