Leita í fréttum mbl.is

Samgönguþvingunaraðgerðir borgarinnar bitna á fyrirtækjarekstri í Borgartúninu.

" Hins vegar sé það stefna borgarinnar að skapa fegurri götumynd og stuðla að annars konar samgöngumáta. Færri bílastæði þar séu fylgifiskur þess. "

Í þessu sambandi er alveg jafnrétt að segja að borgin sé að "þvinga fram annars konar samgöngumáta". En  ekki  að bjóoða upp á annars konar eða fleiri samgöngumáta.

Það er ekki hlutverk borgarinnar að ákveða hvaða samgöngumáta borgarbúar kjósi sér.  Hlutverk borgarinnar, vilji hún gera fjölbreytilegum samgöngumátum hátt undir höfði, er að skapa umhverfi þar sem hvað fjölbreyttastir samgöngumátar ná að harmonera saman í sátt og samlyndi.  Að sem fæstir árekstrar verði á milli samgöngumáta.


Það skiptir engu hver sýn  borgarfulltrúa er gagnvart breyttum eða öðrum samgöngumátum.  Fjölskyldubíllinn er af ótal ástæðum enn í fyrsta sæti hvað samgöngumáta í borginni varðar. Bílastæði eru því veigamikið atriði í sköpun aðgengis að fyrirtækjum í borginni.

Fyrirtækjum við Borgartún því er skapað tjón með þessum þvíngunaraðgerðum borgarinnar. Ef að fólk hefur ekki val um það hvaða samgöngumáta það notar til þess að sinna erindum sínum í Borgartúninu þá sinnir það þeim annars staðar.  


mbl.is Dropa úr hafinu breytt í hjólastíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg ótrúlegt að bílasóðar geti ekki komið því inn í hausinn á sér að það er sveitó að fara allt á bílnum. grindvíkingar og Húsvíkingar og fleiri svoleiðis, fara allt á bílnum. Innanbæjar sérstaklega. Keyra 400 metra og leggja. Þeir eru sauðir.

En íbúar Reykjavíkur eru komnir lengra - eða ættu að vera það. Og sjá kosti þess að hjóla. Í kvartbuxum. Það er bæði töff og nútímalegt.

Ingimar. (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 02:15

2 identicon

Ingimar, steinþegiðu hrímheilaþursinn þinn. Þótt þér finnist gaman að hjóla um gangstíga í kvartbuxunum þínum hentar það ekki 5 manna fjölskyldu sem þarf að koma börnum í skólann og foreldrum í vinnuna og kaupa í matinn. Manni verður óglatt af því að vita af fólki eins og þér sem finnst heimurinn eigi að snúast í kringum rassgatið á því sjálfu. Þú og þetta mosalegna borgarskipulags lið virðist ekki vera í nokkrum tengslum við raunveruleikann.

Andskotinn sjálfur (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 05:43

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu Kristinn Karl, það er eins og það eigi að koma þeim fyrirtækjum sem þarna eru í burtu án þess að segja það beint...

Svo er haldið hátt á lofti að næsti Borgarstjóri Reykvíkinga sé Dagur B.Eggertsson samkvæmt skoðanakönnun sem var gerð í 101...

Könnun gerð í 101 var það sem sýndi meirihluta stuðning við Dag B. Eggerts. og það sagt sem Reykjavík...

101 er bara pínubrot af Reykjavík allri, höfum það í huga...

Það er komið nóg að þessu bruðli með peninga skattgreiðenda hér í Höfuðborginni finnst mér og lágmark að Reykvíkingar fái sjálfir að ráða því hvort þetta sé sú breyting sem þeir vilja eður ei...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.4.2014 kl. 07:28

4 identicon

Tölvutek er flutt og fleiri fyrirtæki hef ég heyrt að hugsi sér til hreyfings. Enda varla hægt að komast á bíl um götuna. En enginn sést þar hjólandi, fegurðin engin sama hvað Borgarhönnuður segir.

Filippus Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 08:21

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tölvutek missti nú ekki mikið af bílastæðum. Enda voru þau ekki svo mörg fyrir þar.  Borgartún var fyrir þessar breytingar ömurleg gata þar sem maður fór ekki nema tilneyddur Miklu mannlegri núna. En það hefur alltaf verið vandamál að fá bílastæði eftir að turning og ráðhús Reykjavíkur komum þangað. Jafnvel þó það séu 500 bílastæði séu undir þeim.  Það fækkaði ekki bílastæðum nema um 50 og ekkert þar sem mesta umferðin er. Legg til að það verði komið upp bílstæðum í úthverfum Reykjavíkur og svo fastar ferðir frá þeim niður í bæ. Þannig er þetta í örðum borgum. Þ.e. risastæði í úthverfum og við lestarstöðvar og þaðan fer fólk með almenningssamgönum niður í bæ. Annars verða svona stór hús eins og eyjur í bílstaæðasjó þar sem ekki er hægt að ganga á milli húsa.  Sbr. Smáratorg og Smáralind

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2014 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband