Leita í fréttum mbl.is

Um rekstrarform og kostnað við heilbrigðisþjónustu.

Í svart hvítri með og á móti rétt og rangt umræðu um heilbrigðiskerfið okkar, er því stundum haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji einkavæða heilbrigðiskerfið. Líkt og Bandaríkjamenn gerðu.

Og að það sé frekar sérstakt að þeir vilji það, þegar vinstri maðurinn Obama sé að ríkisvæða bandaríska kerfið, því hitt hafi ekki gengið upp.

Eftir því sem kemst næst, þá hefur aldrei verið um ríkisrekið heilbrigðiskerfi að ræða í Bandaríkjunum og af þeim sökum, var það aldrei einkavætt.

Ríkisvæðing Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu, gengur hins vegar ekki út á það að ríkið taki að sér rekstur heilbrigðisstofnanna eins og gert er hér á landi.

Heldur að bandaríska ríkið greiði kostnað þeirra við heilbrigðisþjónustu, sem ekki hafa efni á því að kaupa sér sjúkratryggingar. Framkvæmd þjónustunnar muni hins vegar áfram vera í höndum einkaaðila. Bandaríska ríkið er ekki að fara að kaupa upp þarlendar einkareknar  heilbrigðisstofnanir og reka þær.

Hér á landi hefur aldrei verið merkjanlegur vilji til þess að ríkið selji heilbrigðisstofnanir til einkaaðila. Heldur ríkir almennur vilji og sátt um að ríkið eigi og reki hér eftir sem hingað til sínar heilbrigðisstofnanir.

Þær hugmyndir sem að uppi hafa verið hér á landi um byggingu einkaspítala, hafa ekki gengið út á það að sjúklingum verði „rænt“ af íslenska heilbrigðiskerfinu.  Eða þá veita efnuðum  Íslendingum umfram efnaminni  forgang að þeirri þjónustu sem að þar stóð til að bjóða.

 Viðskiptamódel þeirra stofnana hafa gengið út á það, að bjóða erlendum sjúklingum þá þjónustu er bjóða átti.  Annað hvort í samstarfi við sjúkratryggingar viðkomandi landa.  Eða þá á kostnað sjúklinganna sjálfra.  

Hvort að íslenska ríkið eða Sjúkratryggingar ríkissins kæmu síðar til samstarfs við þessi sjúkrahús, hefur í það minnsta ekki enn komið til tals.  Hvað sem síðar verður, ef slíkar stofnanir rísa hér á landi.  Það hefði þó ekki í för með sér einhvern sérstakan forgang íslenskra auðmanna að þeirri þjónustu umfram minna efnað fólk. 

 Heldur kaup Sjúkratrygginga ríkisins á tilteknum fjölda aðgerða. Aðgerða sem annað hvort væri illyfirstíganlegur biðlisti við að komast í.  Eða þá að viðkomandi sjúkrastofnun gæti framkvæmt aðgerðina með minni kostnaði en ríkisrekna sjúkrastofnunun gæti.

Hins vegar hafa í ljósi þess að heilbrigðiskerfið verður stöðugt dýrara hér í rekstri, komið fram þau sjónarmið, að ríkið þurfi ekki og ætti ekki endilega að vera framkvæmdaraðili alls sem framkvæmt er innan  kerfisins. Finnist aðilar sem framkvæmt geti hluta þess, á öruggan hátt, með ódýrari hætti en ríkið gerir í dag.

Ríkið muni þó samt sem áður vera kaupandi þjónustunnar. En verja til þess minni fjármunum pr. hverja aðgerð eða framkvæmd, sökum þess að aðgerðin eða framkvæmdin verður ódýrari.

Með því fyrirkomulagi er í engu verið að slá af kröfum um gæði þjónustunnar eða öryggi. Heldur er  fyrst og fremst verið leita leiða til þess að þjónustan eða hluti hennar verði ekki jafn íþyngjandi baggi á ríkissjóði og flest bendir til að hún verði að óbreyttu um ókomin ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Kristinn Karl;

Það blasir við, að ríkisrekstur íslenzka sjúkrakerfisins er kominn í öngstræti.  Eina ráðið til úrlausnar er að losa um ósveigjanleika hins opinbera rekstrar og virkja starfsfólkið, sem er hundóánægt með núverandi fyrirkomulag, til einkaframtaks, svo að það geti borið meira úr býtum og starfsemin orðið léttari byrði á sameiginlegum sjóðum.  Vefgrein þín er málefnaleg og gott framlag til nauðsynlegrar umræðu.

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 8.9.2013 kl. 15:41

2 identicon

Gallin við rök ykkar eru að þau standast ekki og kostnaður hefur hækkað þar sem verð þjónustunar hefur hækkað og þjónustan versnað þar sem hefur verið eiknavætt. Hér áÍslandi eru tannlækningar ágætis dæmi um þetta.

Þór Saari (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 07:25

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það væri ekki aðeins galli, heldur falleinkunn fyrir hugmyndafræðina, sem að baki býr, ef satt væri.  Það orkar hins vegar tvímælis, hvort svo er.  Dæmið um tannlækningar er opinbera rekstrinum sízt til framdráttar, því að gerð var athugun á því, hvort endurinnleiðing skólatannlækninga væri fýsileg, en niðurstaðan varð sú, að þær yrðu hinu opinbera þyngri fjárhagsbaggi en samningarnir, sem ofan á urðu.  Dæmi um vel heppnaða verktöku á heilbrigðissviði eru heilsugæzlur, sem hið opinbera rekur ekki lengur, en greiðir kostnaðinn af.  Ég mundi telja fýsilegt að halda áfram á þeirri braut. 

Bjarni Jónsson, 9.9.2013 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband