Leita í fréttum mbl.is

Varanlega til bráðabrigða er engin lausn.

Vandamálið sem auknar vaxtabætur leysa ekki, er að skuldirnar lækka ekki. Þrátt fyrir viðaukann við bæturnar. Öðru nær þá hækkaði viðaukinn eins og hann var fjármagnaður af fyrri ríkisstjórn lánin. Enda voru auknir og nýir neysluskattar hryggjarstykkið í þeirri fjármögnun.

Vöruverð hækkar alltaf í réttu hlutfalli við ásókn ríkisins í vasa neytenda. Hærra vöruverð er verðbólguvaldur og hækkar lánin. Sú þróun heldur einnig vöxtum óverðtryggðra lána háum.

Langvarandi vaxtabótaauki er líka líklegur til þess að stækka hópinn sem slíkt úrræði þarf. Þar sem að aukinn kostnaður ríkissjóðs við að halda úti úrræðinu umfram kostnaðinn við standard vaxtabótakerfið, veldur því að vísitala lánanna heldur áfram að hækka meira en eðlilegt þykir.

 Það gæti  valdið því að lán þeirra sem enn ráða við sín lán hækki svo mikið að hækkandi greiðslubyrði þeirra setji þá í sérstaka vaxtabótar flokkinn.

Sér tækur vaxtabótaauki til bráðabrigða er eðli máls samkvæmt, aðgerð til tiltölulega stutts tíma.  Svona rétt á meðan  verið er að vinna að lausn á þeim vanda sem að steðjar.

  Fjögur ár dugðu ekki síðustu stjórn til þess að finna varanlega lausn á vandanum.   Reyndar má segja að vandinn hafi sums staðar vaxið og þá helst hjá þeim sem síst skyldi.   Þeim sem minnst hafa milli handanna og þola síst einhvers konar áföll eða frávik.

Reyndar var það svo að fyrri stjórn, hin norræna velferðarstjórn, var löngu áður en hún rann sitt skeið búin að gefast upp á því reyna að leysa vandann.   Stjórnin var  í raun og veru fyrir löngu búin að loka augunum fyrir vandanum. 

Af þeim sökum hvarflaði auðvitað ekki að hinni norrænu velferðarstjórn að framlengja bráðabrigaákvæðinu um síðustu áramót.

Vandlæting  forystumanna stærstu launþegasamtakanna  vegna afnáms bráðabrigðaákvæðisins ætti því að beinast gegn hinni norrænu velferðarstjórn.  Jafnvel þó að forystumennirnir þyrftu að hníta í samherja sína í pólitík.

Til lengri tíma litið eru því aðgerðir sem stuðla að lækkun höfuðstóls lána, alltaf mun hagstæðari leið. Bæði fyrir ríkissjóð og lántakandann.

Reyndar má segja að það enn frekar hag lántakandans, þar sem að hann er einnig skattgreiðandi og ætti því að hafa aukinn hag af því að jafnframt því lánin hans lækki þá lækki skattbyrði hans vegna lægri útgjalda ríkissjóðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband