Leita í fréttum mbl.is

Léleg rök svokallaðra 'fulltrúa þjóðarinnar'

Rökin gegn 40% samþykktinni á stjórnarskrárbreytingum halda ekki vatni.

Í þeim rökum er gengið út frá því að þjóðin hafi kannski ekki nægan áhuga á stjórnarskrárbreytingum og mæti því ekki á kjörstað.

Af þeim sökum verði erfitt að afla breytingunum sem 67% kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi samþykkja fylgis meðal 40% kosningabærra manna.

Nú hafa flestir þeirra er þessi rök eiga haldið því statt og stöðugt fram að það sé krafa frá þjóðinni að stjórnarskránni verði breytt. Eða hún endurskoðuð.

Afhverju ætti því að vera svona erfitt að afla breytingum á stjórnarskrá fylgis 40% kosningabærra manna ef breytingarnar eru krafa þjóðarinnar?

Eða er það kannski bara raunin að það er 'bara' minnihluti þjóðarinnar, undir 40%. Sem krefst breytinga eða endurskoðunnar á stjórnarskrá?


mbl.is Breyting á stjórnarskrá samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er viðurkennt af flestum sem hafa ritað um þessi mál og rannsakað þau, að það er mun skárra að krefjast aukins meirihluta þeirra sem kjósa en að krefjast ákveðins hlutfalls allra kosningabærra manna.

Ástæðan er sú, að sé miðað við þá sem kjósa, standa báðir aðilar jafnt að vígi, þeir sem eru með og þeir sem eru á móti. Báðir þurfa að fjölmenna á kjörstað.

Ef hlutfall allra atkvæðisbærra manna er notað, er ójafnræði með fylkingunum. Önnur fylkingin verður að hafa fyrir því að fara á kjörstað og kjósa en hin getur setið róleg heima og meira að segja reiknað þá inn í sinn hóp, sem eru hlutlausir og ákváðu að láta aðra velja fyrir sig.

Ef 40% reglan hefði verið notuð hefðu sambandslögin 1918 fallið og Ísland ekki orðið frjálst og fullvalda ríki.

Sömu áhrif hefði 40% reglan haft 1933 og bannlögin haldið áfram að gilda, kannski alveg fram á þennan dag!

Enginn Bandaríkjaforseti hefur fengið meira en 30% fólks á kosningaaldri þar í landi til að kjósa sig.

Ómar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 00:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég kannast ekki við það að ég hafi nokkurn tíma talið mig vera "fulltrúa þjóðarinnar". Nema þá þegar ég var sendur til þess að koma fram í sameiginlegum sjónvarpsþætti Norðulandaþjóðanna á gamlárskvöld 1966 þar sem þjóðirnar sendu eitt atriði hver til leiks.  

Ekki minnist ég þess heldur að fólkið sem var í stjórnlagaráði hafi kallað sig "fulltrúa þjóðarinnar."

Ómar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 00:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ótti vinstrimanna á sér rætur í kjörsókn í kosningum um stjórnlagaþing, þar sem áhugi kjósenda og kjörsókn var langt undir þessu.

Semsagt, ef þessi regla hefði verið við lýpi þá, þá hefði aldrei komið til þess að þingið yrði myndað.

Hér er það spurning um misjafnt lýðræði fyrir Jón og séra Jón. Það er einfaldlega verið að reyna að snúa á lýðræðið og breyta forsendum þess í tilgangi sérhagsmuna.

Að mínu mati stenst þetta hvorki lög né stjórnarskrá, en ef til kemur þá er eins gott að fólk girði sig í brók og mæti á kjörstað til að segja nei.

Dræmur áhugi manna á stjórnarskrárbreytingum í kjöri um stjórnlagaþing varð til þess að meirihluti þeirra sem mætti var sá hopur sem vildi inngöngu í ESB og skynjaði nauðsyn þess að breyta stjórnarskrá þannig að vo mætti verða. Þessi hópur raðaði sér í efstu sætin. Þessi 25 efstu sæti voru svo geþóttavalin af þessum 63 sem kjörnir voru og evróputrúboðið hafði tögl og hagldir í þessu ferli. Ólöglega, segi ég.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 09:37

4 identicon

Það er alveg nauðsynlegt og eðlilegt að hafa lágmarkskosningaþáttöku fyrir stjórnarskrárbreytingum 40%.

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 20:50

5 Smámynd: Elle_

Í svo alvarlegu máli eins og endurskrifun stjórnarskrár, og fullveldisframsali þess utan, ætti í alvöru að fara fram á mikið hærri þröskuld.  Frekar að 70-75% alþingismanna séu viðstaddir og 70-75% kjósenda taki þátt og 70-75% þeirra sem kjósi segi JÁ.  Ekkert 40-50% þarna neinsstaðar.  95% kjósenda sagði JÁ við stjórnarskránni 1944.

Elle_, 29.3.2013 kl. 20:58

6 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Ég er sammála ykkur Jón Steinar og Elle.

Ég held að Ómar og fleiri ofsatrúarmenn um "nýja stjórnarskrá" geri sér ekki grein fyrir því af hverju fjöldi landsmanna tók ekki þátt í og/eða var mjög óánægður með ráðgefandi kosninguna um tillögur "stjórnlagaráðs". Bara við það eitt að lesa spurningarnar sem á borð voru bornar blasir við að þeir sem að málinu stóðu gáfu sér fyrirfram að almenningur vildi einmitt "nýja stjórnarskrá". Í hverri einustu spurningu er minnst á nýja stjórnarskrá, sem er nokkuð sem ég og margir aðrir höfum engan áhuga á. Varfærin uppfærsla á einhverjum atriðum í stjórnarskránni væri annað mál. Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram við fólk með heilbrigða skynsemi og snert af sjálfsvirðingu að "vilji þjóðarinnar " sé að fá nýja stjórnarskrá bara af því að ESB sjúkir einstaklingar í ríkisstjórn Íslands settu spurningarnar upp á þennan hátt:

1.      Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

2.      Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

3.      Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

4.      Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

5.      Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

6.      Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Og ofan á allt var ekki spurt mikilvægustu spurningarinnar um breytingu á stjórnarskránni sem er hvort við viljum gera þær breytingar sem þarf til að geta gengið í ESB...!!!

Högni Elfar Gylfason, 29.3.2013 kl. 23:05

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þessi 40% regla brýtur í bága við lýðræðið og í okkar tilfelli í dag bara sett fram til að koma í vegfyrir að þjoðin nái að setja sér stjórnarskrá sem færir henni aftur völdin í landinu. Völdin yfir útgerðarmafíunni sem hér heldur hreðjartökum á Alþingi íslendinga.

Hér er hreint út sagt verið að frema með þessu valda rán og ekkert nema útkoma næstu þingkosninga sem getur komið í veg fyrir svo sé. Svei þeim styðja við svona hegðun og skíta plott sem fram fór á þinginu.

Ólafur Örn Jónsson, 31.3.2013 kl. 02:13

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvar ert þú staddur Ólafur? Ég skil ekki svona málflutning sem gengur út á það að benda á einhvern ímyndaðan ljótann kall sem kemur málinu ekkert við.

Ég tek heilshugar undir með Jóni Steinari, þessi breyting á Stjórnarskránni sem samþykkt var á Alþingi er á mjög vafasömum forsendum. Ég vil fá að kjósa um þessa breytingu. Nú skilst mér að Alþingi sé heimilt að leggja fram breytingatillögu á breytingatillögu en svona vinnubrögð gefa í skyn að óheilindi séu með í spilunum.

Sindri Karl Sigurðsson, 6.4.2013 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband