Leita í fréttum mbl.is

Sem betur fer er til önnur leið, en leið Jóhönnu & co.

"Þá leggur hún áherslu á að stjórnarskrármálið hafi verið rætt nær allt kjörtímabilið og að ítarlega hafi verið farið yfir stóru málin eins og varðandi auðlindaákvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur. "

 

Það er að vísu rétt hjá Jóhönnu að stjórnarskrármálið hafi mikið verið í umræðunni á kjörtímabilinu. Sú umræða hefur hins vegar að mestu verið um aðferðir en ekki efnsleg um tillögur að nýrri stjórnarskrá.
 Það núna fyrst undanfarnar vikur, sem þingmönnum hefur gefist kostur á því að ræða tillögur stjórnlagaráðs efnislega, án þess að vera sakaðir um málþóf.

Hvað auðlindaákvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur varðar, þá eru þau tvö atriði meðal þeirra atriða, asamt fleirum, sem hægt væri að ná sátt um í þinginu. Þó tillögum stjórnlagaráðs um sömu atrið yrði eflaust breytt með einhverjum hætti.

Samþykkt breytingartillögur Péturs H. Blöndal  á 79. grein stjórnarskrárinnar, með þeim hætti að ekki þurfi tvö þing með kosningum á milli til breytinga á stjórnarskrá. Heldur þurfi eingöngu þingmeirihluta og meirihluta í þjóðaratkvæði, gæti svo orðið til þess að vinnu við endurskoðun stjórnarskrár ljúki svo á næsta kjörtímabili. Án þess að til nýrra kosninga kæmi fyrir lok þess kjörtímabils.

Slíkt verklag myndi auka líkurnar á því að endanleg niðurstaða á endurskoðuninni, yrði með þeim hætti að almenn þverpólitísk sátt næðist um hana.

 


mbl.is Fyrsta málið eftir jólaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll. Það eð gefa þingmönnum endalaust skotleyfi til að breyta stjórnarskrá án aðkomu þjóðarinnar væri glapræði.

Þetta ákvæði er þarna til þess að ekki sé hægt fyrir þingheim að breyta stjórnarskránni eftir sínu höfði, það væri ekki lýðræðilegt að leyfa það.

Stjórnarflokkarnir hafa nú sýnt svo ekki verði um villst að þeim er í engu treystandi varðandi lagasetningar og þaðan af síður stjórnarskrármál. Þeir nota hvert það tækifæri sem gefst til að maka krókinn í egin þágu svo ekki hleypa þeim inní stjórnarskránna til þess eins að klára dæmið og gera okkur hin að meiri þrælum en orðið er.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.12.2012 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband