Leita í fréttum mbl.is

Af sykurskatti, öðrum sköttum og svokölluðum aðgerðum stjórnvalda fyrir heimilin í landinu.

Til þess að tala niður vísitöluáhrif sykurskattsins er sagt að skattar á svokallaðar hollustuvörur lækki.

Það þýðir samt ekki endilega að slík lækkun dragi úr vísitöluáhrifum sykurskattsins.

Í fljótu bragði má benda á tvennt sem ýtir undir þá fullyrðingu.

Það fyrra er að skattalækkunin á hollustuvörurnar er aðeins 300 milljónir en hækkunin vegna sykurskattsins er hins vegar áætluð ca. 800 milljónir.

Auk þess að það er engin trygging fyrir því að þrátt fyrir lækkun skatta á hollustuvörur að þær vörur lækki í verði sem að skattalækkuninni nemur.

Hvað manneldissjónarmið varðar, er varla hægt að tala um að slíkt sjónarmið sé uppi, þó slíku sé haldið fram. Enda miðast sykurskatturinn, sem á jú í orði að minnka sykurneyslu þjóðarinnar, við sömu sykurneyslu og fyrir sykurskatt.

Það er því nokkuð ljóst að hækkunin á lánum heimilana við þennan sykurskatt verður 1,3 milljarður sem bætist við þá 3 milljarði sem hækkun neftóbaksgjalds veldur,  verðhækkun á innanlandsflugi, vegna aukinnar skattheimtu stjórnvalda, sem einnig mun flæða út í vísitöluna. Að ógleymdri milljarðahækkun vegna nýrrar byggingareglugerðar sem hækka mun byggingarkostnað í landinu um 15 % og þar með vísitöluna um rúm 3 %,  þar sem hækkun byggingakostnaðar  vegur rúmlega einn fimmta  við útreikning vísitölu lána.

Það er því eins fjarri lagi og hugsast má, að stjórnvöld séu vakin og sofin yfir því að bæta hag heimilana í landinu.  Jafnvel þó til komi einhverjar hækkanir á barna og vaxtabótum.   Þær bætur eru jú greiddar af Ríkissjóði og ef að hann er ekki rekinn með hagnaði, þá þarf að hækka skatta eða taka lán fyrir öllum nýjum kostnaði.  

 Skattahækkanirnar fara beint út í verðlagið og hækka lán heimilana og reyndar atvinnulífsins líka.  En lántökurnar til þess að mæta auknum kostnaði Ríkissjóðs, eru ávísun á skattahækkanir í framtíðinni,  sem flæða út í verðlagið og valda hækkun lána.  Því síðar mun vanta fjármagn til þess að greiða niður lánin.

Meintar aðgerðir stjórnvalda til lækkunar skulda heimilana eru því besta falli ekkert annað en nafnbreyting og tilfærsla á kostnaði lántakenda og annara í landinu. 

Fólk er því að borga það sama eða meira, í flestum tilfellum, en það gerði fyrir allar „björgunaraðgerðir“ stjórnarflokkanna vegna skulda heimilana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1610

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband