Leita í fréttum mbl.is

Valkvæður misskilningur um lýðræði.

Það má alveg hafa af því gaman, í hófi, að fylgjast með því hvernig stuðningsmenn stjórnlagaráðstillagnanna keppast við líkt og enginn sé morgundagurinn við það að misskilja orð formanns Sjálfstæðisflokksins, um ólýðræðislegar kosningar á laugardaginn kemur.

 Enginn þeirra talar þó um kosningarnar sem slíkar, að einhverju marki.  Heldur er klifað á því, hvað tillögurnar séu verk margra einstaklinga.  Það hafi verið haldinn 950 manna þjóðfundur  og svo þjóðin "kosið" sér stjórnlagaþing, sem varð eftir ógildingu Hæstaréttar á kosningunum að stjórnlagaráði, eftir að Alþingi skipaði þá er "náðu" kjöri í ógildu kosningunum í ráðið. 

Flestum, ef ekki öllum þessum snillingum yfirsést það þó, á kjörseðlinum mun vera fyrirvari sem gerir kosningar þessar ólýðræðislegar.   En í fyrirvaranum stendur:

Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta. Stjórnlagaráð hefur skilað Alþingi tillögum að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Verði það lagt fram sem frumvarp á Alþingi fær það þá meðferð sem lýst hefur verið.“

Við þetta má svo bæta, að frumvarpið gæti jafnvel einnig tekið breytingum, áður en það er verður lagt fyrir þingið.  Fari svo að lögfræðiteymir sem  Stjórnsýslu og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði, telur á því einhverja meinbugi, hvað varðar alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar eða innbyrðis mótsagnir í frumvarpinu.

Það er því alveg morgunljóst, að þau skilyrði sem þarf til  þess að hægt sé að kalla kosningarnar lýðræðislegar, eru ekki fyrir hendi.   Enda er þess getið í fyrirvara á kjörseðli að endanlegar lyktir þess máls, sem kosið er um,  geti orðið aðrar en  „lýðurinn“ kýs að þær verði.   Lýðræðislegar kosningar ganga einmitt út á það að úrslit þeirra séu endanlegar lyktir þess máls sem kosið er um.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi fyrirvari er í "gömlu" stjórnarskránni eins og þú veist og reyndar mjög gott að menn ætli ekki alveg að vaða yfir hana við að búa til nýja.Þessa grein myndi ég vilja breyta á eftirfarandi hátt:Frumvarp er rætt við þrjár umræður á alþingi.Ef það er samþykkt er það sent til þjóðaratkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar(samfara alþingiskosningar).Og bara kjósa um breytingu á einni grein í einu.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 09:08

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undarlegt stjórnmálaafl sem hefur sterkar skoðanir á vinnubrögðum við breytingu á stjórnarskrá; sterkar skoðanir á gildandi stjórnarskrá; miklar skoðanir á gildistöku nýrrar stjónarskrár og þeirrar stöðu sem skapast muni ef þessi eða hin ákvæði stjórnarskrárdraga verði fullnustuð. EN TREYSTI SÉR EKKI TIL AÐ TAKA ÞÁTT 'I ÞEIRRI VINNU SEM ALÞINGI HAFÐI ÁKVEÐIÐ AÐ SETJA 'I GANG UM ÞETTA MIKILVÆGA MÁL.

Hæfir ekki að nota þarna þau sígildu ummæli að skömm þessara bjálfa muni verða uppi á meðan land byggist?

Árni Gunnarsson, 18.10.2012 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband