Leita í fréttum mbl.is

Sjaldan eiga slæmur málstaður og sannleikurinn samleið.

Sjaldan fellur Álfheiði Ingadóttur satt orð úr munni....
Í tíufréttum sjónvarps sagði hún fullum fetum, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað fyrr en nú ræða efnislega tillögur stjórnlagaráðs. 

Nær allan síðasta vetur, var það krafa þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að efnisleg umræða færi um tillögurnar. Bæði í þinginu sjálfu og í Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd þingsins. 

Öllum beiðnum um slíkt var hafnað. Utan þess sem að almennar umræður voru um tillögurnar. Þær umræður fóru hins vegar það snemma fram eftir að tillögum stjórnlagaráðs var skilað þinginu, að varla má ætla að þingmenn hafi náð að kynna sér tillögurnar að því marki, að sú umræða hafi getað talist efnisleg.


Álfheiður hefur hins vegar verið í hópi þeirra þingmanna, sem hrópað hafa:"Málþóf-málþóf!!", í þinginu ef einhver þingmaður þingmaður Sjálfstæðisflokksins , hefur dirfst til þess að beina orðum sínum efnislega að tillögum stjórnlagaráðs, í ræðustól Alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Frenjan er frökk..

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.10.2012 kl. 13:22

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mikið skelfing verður maður feginn þegar þetta lið verður kosið burt af þingi.

Eyjólfur G Svavarsson, 17.10.2012 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband