Leita í fréttum mbl.is

Ásetningurinn á bak við ráðningu ráðuneytisstjóra pólitískur ekki faglegur.

Það dylst fáum sem það vilja vita, að ráðning ráðuneytisstjóra í nýtt Atvinnuvega og nýsköpunnarráðuneyti, mun aldrei verða fagleg, heldur pólitísk.  Sé litið til boðaðs verklags verðandi ráðherra ráðuneytisins, Steingríms J. (hvað sem þetta joð nú þýðir) Sigfússonar.

En eftir Steingrími er eftirfarandi haft í fréttum RÚV: 

 

"Steingrímur J. Sigfússon sem verður ráðherra nýja atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sagði í fréttum í gær að hvoru tveggja væri jafngilt að auglýsa embættið eða flytja embættismenn úr einu starfi í annað án þess að auglýsa. "


Samkvæmt þessu gætu ráðherrar framtíðarinnar sleppt því að auglýsa í stöður innan ráðuneyta sinna, þegar þær losna.

 Ráðherra sem ekki væri búinn að fylla kvóta sinn fyrir pólitíska aðstoðarmenn, gæti t.d. hæglega ráðið þann sem hann sjálfur vill, alveg óháð hæfni viðkomandi, í stöðu pólitísks aðstoðarmanns og fært hann svo til innan ráðuneytisins upp í stöðu ráðuneytisstjóra.

Hitt er svo aftur á móti annað mál, að um nýtt ráðuneyti með nýja kennitölu er að ræða, þó það sé samsett úr nokkrum eldri ráðuneytum. Það er því um nýtt, auglýsingaskylt starf að ræða. 

Boðað verklag Steingríms J. (hvað sem þetta joð nú þýðir) er því á mjög gráu svæði og síst til þess fallið að auka traust til  stjórnsýslu hins opinbera. 

Mér segir svo hugur að fagleg sjónarmið muni ekki búa að baki ráðningunni, heldur pólitísk. Sökum þess, á hversu viðkvæmu stigi  ESB-umsóknin er.

 Það er því nánast hægt að tala um pólitíska ráðningu og því allt eins líklegt að ráðuneytisstjórinn verði vart lengi í starfi, er nýir flokkar taka við stjórn landsins næstkomandi vor.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo undrast menn að trú á stjórnsýslunni er í sögulegu lágmarki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2012 kl. 20:13

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála Ásthildi :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.7.2012 kl. 01:58

3 identicon

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríksins:

7. gr. Laust embætti skal auglýsa í Lögbirtingablaði og skal umsóknarfrestur ekki vera skemmri en tvær vikur frá útgáfudegi blaðsins. Þó er heimilt að skipa mann eða setja í embætti skv. 2. mgr. 23. gr. [eða setja í forföllum skv. 1. málsl. 24. gr.]1) eða flytja hann til í embætti skv. 36. gr. án þess að embættið sé auglýst laust til umsóknar.
36. gr.
Stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, getur flutt hann úr einu embætti í annað, enda heyri bæði embættin undir það. Enn fremur getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því.

Þór Steinarsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband