Leita í fréttum mbl.is

"Gleyminn" eða "lyginn" forsætisráðherra.

Fyrir ekki svo löngu sagði, forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, eitthvað á þá leið að auðvitað yrði þjóðaratkvæðið um ESB-samning bindandi.  Enda hefði ekki annað staðið til, frá upphafi.

Það vita það sennilega flestir, nema þá kannski forsætisráðherra og meðhlaupar hans, að þetta beinlínis rangt hjá ráðherranum.  

Þegar tillagan um aðildarumsóknina var þvinguð í gegnum þingið, var felld tillaga Sjálfstæðisflokksins um að kosið skyldi í bindandi þjóðaratkvæði, bæði um það hvort sækja skyldi um aðild að ESB  og ef það yrði samþykkt að þá yrði einnig kosið um aðildarsamninginn, bindandi kosningu í þjóðaratkvæði.  Var sú tillaga felld af þeim greiddu atkvæði með aðildarumsókninni.

Helstu rökin gegn bindandi kosningu voru þau, að það stórslys gæti átt sér stað, að þjóðin samþykkti ,,vondan" samning í þjóðaratkvæði.  Líkt og að samninganefndinni væri ekki treystandi til þess að landa ásættanlegum samningi.  Með sömu rökum væri þá hægt að óttast það, að þjóðin felldi ,,góðan" samning.  Þá snýst þetta einnig orðið um vantraust á þjóðina að geta, að geta ekki að lokinni kynningu á samningnum, metið hvort að um góðan eða slæman samning sé að ræða.

Samkvæmt þingsályktunartillögunni, sem enn er óbreytt, þá er gert ráð fyrir því að fram fari ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði, áður en þingið tekur samninginn til efnislegrar meðferðar.  Hið sama er reyndar upp á teningnum varðandi stjórnarskrármálið.

Yðar einlægur hefur bent aðildarsinnum á þá staðreynd, að ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði um mál, sem þingið hefur ekki tekið til efnislegrar meðferðar, má sín lítils gegn 48. grein  stjórnarskrárinnar, sem er eitthvað á þá leið, að þingmenn skuli fylgja sannfæringu sinni og engu öðru við afgreiðslu mála í þinginu.

Yðar einlægum hefur þá verið bent á, að sá þingmaður sem greiddi atkvæði, samkvæmt eigin sannfæringu, gegn niðurstöðu ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæðis, væri beinlínis galinn eða heimskur að greiða atkvæði með þeim hætti, þó sannfæring hans byði honum að gera svo.

Það er því ekkert annað en fólskuleg árás á þingræðið í landinu, að nánast ætla þinginu að þvinga sína sannfæringu að niðurstöðu ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæðis, sem í rauninni hefur sama vægi og hver önnur skoðannakönnun.

 Þjóðaratkvæðinu hefur alltaf verið ætlað að vera, áður en þingið tekur mögulegan aðildarsamning til efnislegrar meðferðar.  Þá blasir það við að sé það rétt sem forsætisráðherra segir um bindandi kosningu um samninginn, að þingræðinu sé þar kastað enn lengra út í hafsauga.  

Enda væri engin ástæða eða þörf fyrir efnislega meðferð málsins í þinginu, lægi fyrir samþykkt eða synjun samningsins í ,,bindandi" þjóðaratkvæði.  Málið væri þá afgreitt, áður en það kæmi til kasta þingsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að hún sé bæð LYGIN og GLEYMIN.........

Jóhann Elíasson, 9.7.2012 kl. 19:39

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ef vilji meirihluta þjóðarinnar fer ekki saman við vilja þingmanna þá eiga þeir ekki ernidi á þing. Hvert svo sem málefnið er eða hver forsætisráðherran er.

Ólafur Örn Jónsson, 10.7.2012 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1600

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband