Leita í fréttum mbl.is

Faglegt dómgreindarleysi.

Það má vel vera að skipun hæfnisnefndarinnar og mannauðsfræðingsins hafi verið í góðri trú og verið ætlað til þess að stuðla að fagmennsku við ráðninguna í starfið.

Hins vegar er það svo að samkvæmt lögum og verkvenjum við ráðningar á forstöðumönnum hjá ríkinu, er ekki að finna nokkuð um að meta skuli hæfni umsækjenda, út frá öðrum þáttum, en menntun og starfsreynslu.  Auk þess sem taka skuli tillit til kynjahlutfalls í þeirri stétt sem auglýst er eftir starfi í.

Að loknu hinu lögformlega mati, þá voru Anna og sá sem starfið var boðið, metin nánast jafnhæf til þess að gegn starfinu.  Sökum þess að það hallar á konur í fjölda forstöðumanna hjá ríkinu, þá bar Forsætisráðuneytinu að bjóða Önnu starfið.  Um það fjallaði úrskurður Úrskurðarnefndar jafnréttismála og er sá úrskurður bindandi.

Úrskurðarnefndin gerði hins vegar rétt með því, að taka ekkert tillit, til hins huglæga mats á umsækjendum.  Enda hafði slíkt mat ekkert lögformlegt gildi og gat því aldrei orðið nein vigt í úrskurði nefndarinnar.

Svokallað ,,huglægt mat" getur engu að síður, verið ágætis verkfæri þegar ráðið er í störf. Hvort sem það sé hjá hinu opinbera eða í einkageiranum.  Hjá hinu opinbera þarf hins vegar að ganga úr skugga um, að slíku mati sé ekki beitt, þegar meta á hæfni tveggja einstaklinga af sitthvoru kyninu.

Það hlýtur því að teljast algjört algjört dómgreindarleysi, í besta falli andvaraleysi, að Forsætisráðuneytið, með sérfræðing í jafnréttismálum, innan sinna vébanda hafi brotið jafnréttislöggjöfina með þessum hætti.  

Stjórnvöld á hverjum tíma, eiga auðvitað að leita allra leiða, til þess að láta fagmennsku ráða för í aðgerðum sínum og athöfnum.  Svokölluð ,,fagmennska" má þó aldrei vera á þann hátt, að hún brjóti lög.

 Og því síður eiga stjórnvöld að skýla sér á bakvið huglægt mat, verktaka utan úr bæ.  Hversu faglegt sem slíkt mat kann að vera.  Stjórnvöld bera alltaf ábyrgðina  og axla hana af sjálfsögðu, sé um heiðarleg og ábyrg stjórnvöld sem sakvæm eru sjálfum sér að ræða. 

,,Verktakinn" hefur eingöngu tillögurétt, en ekki ákvörðunarrétt og er því ábyrgðarlaus með öllu hvað ákvarðanatöku varðar.  Enda hann ekki ráðinn til ákvarðanatöku, heldur eingöngu til þess að gefa ráðgefandi álit.


mbl.is Áfellisdómur yfir ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað? Engar athugasemdir? Er þetta Moggablogg kannski að gefa upp öndina?

Björn Birgisson, 23.6.2012 kl. 17:01

2 identicon

Ha...öndina? Öndin er á grillinu og sólin skín og þjóðin er að rabba um það í sumarfríinu hvað við viljum allsekki ganga í ESB.

Túristarnir hópast hingað og grátbyðja okkur að ganga ekki í ESB.

Ég vinn í bransnum og það er mikið talað um þetta.

Ég bjó í evrópu í áratugi og er hjartanlega sammála ferðamönnunum.

Þetta "ESB ferli" er komið á hættulegt stig.

"Gamli sáttmálinn"? Hvað var það nú aftur? Var það ekki 1235?

anna (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 20:33

3 identicon

....þetta svar mitt hér að ofan passar ekki við pistilinn. Ég var eiginlega að svara Birni.

Sorry

anna (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 20:37

4 Smámynd: Björn Birgisson

"Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262. Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt. Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu oft fyrr á öldum. Íbúafjöldi Íslands var á þeim tíma á við stóran hluta Noregs og því eftir miklu að slægjast fyrir konung. Íslendingar öðluðust einnig réttindi með sáttmálanum, meðal annars voru hinir svokölluðu landaurar felldir niður en það var ákveðið hafnargjald sem greitt var við komu til Noregs." (Wikipedia).

Björn Birgisson, 23.6.2012 kl. 20:49

5 Smámynd: Björn Birgisson

Á þessu bloggi hans Kalla hafa birst 13 færslur í júní. Fyrir utan mínar tvær athugasemdir, hafa birst 18 athugasemdir (0,7 á skrif) og líklega er allt að helmingur þeirra blogghöfundarins! Taldi það þó ekkert! Til hvers eru menn einatt að skrifa eitthvað sem ekki nokkur sála hefur nokkurn áhuga á? Það er mér með öllu óskiljanlegt, reyndar eins og svo margt fleira! Sýnist af þessu að Kalli sé að kleprast, eða að Moggabloggið sé í sínum andarslitrum! Nema hvort tveggja sé!

Björn Birgisson, 23.6.2012 kl. 21:08

6 identicon

Gissur (Össur) jarl sá um (ESB) Gamla Sáttmálann...

anna (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 21:27

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rökleysur kalla á athugasemdir  Björn Byrgisson, en þannig er jafnan máli þínu háttað. 

Þá þegar ég  lít við hér á blogginu  þá les ég pistla Kristins og þar sem lítið er um rökleysur í hans máli þá hef ég þar fátt að gagnrýna og tel ég reyndar að Kristin hafi mun betra vit á mörgu því sem hann fjallar um en ég. 

Þannig að athugasemda fjöldi segir lítið um lesninguna.  En hvað er það sem veldur pirringi þínum útí Morgunblaðsbloggið akkúrat núna Björn Byrgisson?      

Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2012 kl. 08:04

8 identicon

Er sammála Hrólfi. Ég les flestar ef ekki allar bloggfærslur Kristins (þótt ég þekki hann ekki neitt). Þær eru vel skrifaðar og auðskiljanlegar. Það getur alveg verið gaman að lesa bloggið þitt nafni en ég les það fyrst og fremst vegna kímnigáfu þinnar, ekki gæða.

Björn (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband