Leita í fréttum mbl.is

Öfugmælastjórnin gerir allt á hvolfi....

 

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að Eftirlits og stjórnskipunarnefnd Alþingis hafi fengið til liðs við sig nokkra lögfræðinga til þess að fara yfir tillögur stjórnlagráðs.

 Er þeim ætlað meðal annars að sníða ef þá annmarka, sem í tillögunum kann að felast, vegna skuldbindinga ríkisins, hérlendis og erlendis.

Er hópnum ætlað að skila af sér, um það leiti sem Alþingi fær tillögur stjórnlagaráðs til efnislegrar meðferðar. 

Ekki er gert ráð fyrir því, að hópurinn upplýsi um annmarka, sem kunna að liggja fyrir, er þjóðin fær að greiða atkvæði um tillögunar. 

Hvaða bull er þetta??? Átti ekki að fara í þessa vinnu, strax í haust þegar stjórnlagaráðið skilaði af sér svo hægt væri að bera tillögurnar ,,lagfærðar" undir þjóðina? Er hægt að greiða atkvæði, með eða á móti einhverju sem að kann svo að taka efnislegum breytingum? 

Er þetta svokallað ,,nýlýðræði" Jóhönnustjórnarinnar og annarra viðhengja?

 Eðlilegustu vinnubrögðin hefðu verið að ráða þetta fólk strax í haust og láta það þá fara yfir tillögurnar og útbúa þær, með lagfæringum, undir þetta þjóðaratkvæði í samvinnu við Eftirlits og stjórnsýlsunefnd. 

En það er svosem eðlilegt að öfugmælastjórnin geri allt sem hún gerir, á hvolfi...

 


mbl.is Enn rætt um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vitanlega. En eru vinnubrögð bavíanahjarðarinnar sem heildar í þágu almennings?

Hrúturinn (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 23:51

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Á íslandi er núna svonefnt ESB lýðræði, en það er þannig að takist að sannfæra þig um að samningurinn sé ásættanlegur þá krotar þú undir hann.   Á eftir getur ESB svo breitt honum að vild eftir að aðlögunar frestir eru liðnir.

Þetta er ekki alveg ólíkt og hjá hótunnar og hörmungarspá kerlingunni Jóhönnu.  Það liggur lífið við að kjósa um eitthvað sem er nógu laust í reipunum, til að hægt sé að binda það upp öðruvísi, þegar hentar.

Í ævintýrum hefði svona kerling verið norn, en tími ævintýra er liðin en ljóslega ekki norna. 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 22.5.2012 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband