Leita í fréttum mbl.is

....talandi um að taka bara kvótann.....

Þegar hitnað hefur verulega í umræðunni um kvótann, þá verða jafnan þær raddir háværari að það ætti bara að taka kvótann af þessu ,,glæpahyski" sem í daglegu tali kallast útgerðarmenn.  Hafa þær raddir jafnvel orðið enn háværari, eftir að Seðlabankinn ákvað húsleitina hjá Samherja.  Enda hljóta allir útgerðarmenn að haga sér líkt og þeir hjá Samherja. 

 Hvort sem þeir hjá Samherja séu sekir um einhver brot eða ekki, skal ósagt látið.  Enda er þessum pistli ekki ætlað að fjalla um það mál efnislega.

 Nú er það svo að þeir sem vilja að stjórnvöld með stjórnvaldsaðgerð, taki bara kvótann sísvona af útgerðunum, segja gjarnan að það komi bara maður í manns stað.  Með öðrum orðum, það taki bara einhver annar við bát þess útgerðarmanns er kvótinn var tekinn af, fái kvóta og byrji að veiða.

En er þetta svona einfalt? 

Nei svo einfalt er þetta ekki.  Fyrir það fyrsta, þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Ríkissjóður yrði að greiða þeim útgerðum, er stjórnvöld taka kvótann af, háar skaðabætur. Einhverjir mótmæla þeirri fullyrðingu eflaust og ætla ég því að láta  hana liggja á milli hluta.

 Við skulum þá bara gefa okkur það að kvótinn yrði bara tekinn og ríkið þyrfti engar bætur að greiða til útgerðanna.  

Væri það eitthvað einfaldara? 

Nei það yrði það ekki.  væri kvóti tekinn af útgerð, þá yrði hún ekki bara nánast eignalaus á einu augabragði, heldur yrði hún svipt möguleikanum að afla sér tekna, til þess að borga af skuldum, laun og önnur þau gjöld sem þessum rekstri fylgir.  Við slíkar aðstæður færi útgerðin á hausinn og yrði gjaldþrota.

 Þá yrði staðan væntanlega sú að bankinn sæti uppi með eign útgerðarinnar sem væri bátur án kvóta og jafnvel einhver húsakostur, sem vart næðu upp í nema lítinn hluta skuldarinnar, yrðu þeir seldir.  Enda væri búið að taka meginverðmætin, kvótann úr eignunum.  

Varla er við því að búast, að svo fjársterkur aðili finndist, sem keypt gæti eignir gjaldþrota útgerðarinnar ásamt því að yfirtaka skuldir hennar og hefja í kjölfarið arðbærar veiðar.  Bankinn yrði því að afskrifa langstærstan hluta skuldar útgerðarinnar. 

Eins og fram hefur komið, þá er ákvæði í samningum stjórnvalda við kröfuhafa bankana, að kostnaður við það tjón sem bankarnir kunni að verða fyrir, vegna stjórnvaldsaðgerða stjórnvalda,  fellur á Ríkissjóð.  

Með öðrum orðum færi sú vegferð á þann hátt, að sjávarauðlindin sem átti að verða einn af hornsteinum velferðarsamfélagsins, væri orðinn þungur baggi  á eigendum sínum, þjóðinni.


mbl.is Ekki gert ráð fyrir afskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í fyrsta lagi þá var þessum ákveðnu útgerðarfyrirtækjum veitt kvótinn ókeypis á kostnað fólksins í landi.  Síðan var framsalinu bætt við, vegna þess að bankarnir þurftu að tryggja sitt.  Og nú þegar sumir hafa keypt kvóta, sem aldrei skyldi verið hafa, þá er ráðið bara að tryggja óréttlætið í sessi.  'Eg segi að það þarf að komast út úr þessu á einhvern máta.  Það má til dæmis afskrifa skuldir á móti upptöku kvóta.  Það þarf örugglega að bæta einhverjum útgerðum flestum sem eru í smábátaútgerð kvótakaup.   En það er okkur lífsnauðsyn að þjóðin eignist kvótann, leigi hann út og stöðvi frjálsa framsalið og að ekki sé hægt að framleigja kvóta.  Sumir sem hafa kvóta hafa aldrei farið á sjó, þeir sitja bara og leigja út aflaheimildir ríkulega og komast framhjá kvöðinni um þann hluta sem þeim ber að veiða sjálfir.  Þetta óréttlæti þarf að taka á.  Treysti samt ekki þessari ömurlegu ríkisstjórn til að taka á því.  Þau hafa hugsunargang 101 og hvorki virðast skilja né vilja taka á vanda landsbyggðarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2012 kl. 00:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrsta aðgerðin til að róa þetta ástand og sú einfaldasta væri sú að gefa handfæraveiðarnar frjálsar allt árið. Til að forða hjartaáföllum hjá þeim sem halda að með því væri botnfiskur kominn í útrýmingarhættu væri til að byrja með hægt að setja hömlur á stærð útgerðar, t.d. að bannað væri að útgerð ætti nema einn handfærabát.

Áróðurstækni LÍÚ hefur tekist svo snilldarlega að mestur hluti þjóðarinnar trúir því að eigendur HB Granda og allra hinna stóru útgerðanna séu að fórna sér fyrir þjóðina við erfiðustu skilyrði sem sögur fara af í samanlagðri kristni.

Það tæki þá Friðrik J. og Ragnar Árnason innan við hálftíma að sannfæra stærstan hluta sjálfstæðismanna um að tíu metra krókódíll væri í rauninni vingjanlegur hænuungi.

Árni Gunnarsson, 4.4.2012 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband