Leita í fréttum mbl.is

Afleiðing sundurlyndis og verkefna sem aldrei voru unnin.

 

Hann segir þetta vissulega afleiðingu þeirra erfiðu verkefna sem ríkisstjórnin glímir við. „Að sjálfsögðu er það svoleiðis, og það gerði enginn ráð fyrir því að þau verkefni yrðu auðveld eða vinsæl. En menn verða kannski að tala máli sínu engu að síður, betur en gert hefur verið.“

Erfiðasta verkefni ríkisstjórnarinnar undanfarin þrjú ár hefur verið að skapa samstöðu innan eigin raða um eigin mál.

 Það er t.d. varla boðlegt, að þegar annar stjórnarflokkurinn talar nánast hástöfum fyrir ESB-aðild og upptöku evru, þá leggist formaður hins stjórnarflokksins, Steingrímur J. Sigfússon ,,multi-minister“ í ferðalög til Kanada, til þess að kanna möguleika á upptöku  kanadadollars.

Það er vart boðlegt að eftir að stjórnarfrumvarp um stjórn fiskveiða er lagt fram, að þá telji sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, það óþarfa að velta því um of fyrir sér hvort meirihluti sé fyrir frumvarpinu.  Þó svo að hér eigi að vera meirihlutastjórn við völd.........

En  líklegast er þetta afleiðing allra þeirra verkefna sem aldrei var farið í og verður ekkert farið í á meðan þetta fólk er við völd.

 Já kannski er það réttast að þingmenn stjórnarmeirihlutans, fari að bíta í skjaldarrendur í stað þess að bíta í hálsinn á hvor öðrum.


mbl.is Verða að bíta í skjaldarrendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að reyna að rifja upp hvort hann hafi beðið Geir H. Haarde um að bíta í skjaldarrendur, þegar skoðanakönnun sýndi 26% í ársbyrjun 2009. Ég man ekki sérstaklega eftir Árna Þór, en ég man að Ögmundur sagði það lýðræðislega kröfu þjóðarinnar að ríkisstjórnin færi frá.

Ófeigur Örn Ófeigsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband