Leita í fréttum mbl.is

Súrealísk landsdómsumræða.

Í ljósi þess, að líklegast eiga margir þeirra er ákæra vildu Geir Haarde fyrir landsdómi,  allt eins von á sýknudómi, þá hefur umræðan um dóminn, tekið á sig æ súrealískri blæ.

Niðurstaða dómsins, hver sem hún kann að verða, er orðin algert aukaatriði.  Aðalatriðið núna, eru þær upplýsingar sem þjóðinni kann að falla í skaut, við vitnaleiðslur í réttarhöldunum!! 

Er þá ekki rökrétt skref, að stefna Johönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni og fleiri ráðherrum hinnar norrænu velferðarstjórnar, til þess eins að þjóðin fái upplýsingar?  

Þjóðin hlýtur jú að eiga rétt á að fá upplýsingar um t.d. einkavæðingu Steingríms á föllnu bönkunum, þrjár misheppnaðar tilraunir til samninga í Icesavedeilunni, ástæður aðgera og/eða aðgerðaleysis til lausnar á skuldavanda heimilana og  getuleysi stjórnvalda til þess að koma með nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða, svo eitthvað sé nefnt.

Á hvaða vegferð með dómskerfið er þjóðin, ef tilgangur þess er ekki að dæma menn til sektar eða sýknu, heldur að afla upplýsinga í þágu almennings? 


mbl.is Ekkert áfall, segir Bjarni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég veit ekki betur en að Jóhanna og Össur séu að mæta í yfirheyrslu á morgun vegna þessa...

Ég vil allt þetta fólk í burtu og aldrei sjá það koma að málefnum Þjóðarinnar aftur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.3.2012 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband