Leita í fréttum mbl.is

Afhverju þurfa sveitarfélögin að leppa Nubo? Afhverju leigir Nubo ekki bara beint af eigendum Grímsstaða?

Sá sem þetta ritar er langt því frá á móti erlendum fjárfestingum. Honum finnst það hins vegar lykilatriði að ekki sé farið á svig við lög og blekkingar stundaðar með kennitöluflakki.

 Innanríkisráðherra synjaði Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, á þeim forsendum að hann hefði ekki ,,rétta" kennitölu til þess að stunda slík viðskipti hér á landi.

 Tillaga sú sem nú er rædd af sveitarfélögum þarna nyðra og fulltrúum Nubos, þess efnis að Nubo láni sveitarfélögunum fyrir kaupverðinu, gegn því að hann fái að leigja landið og sveitarfélögin borgi lánið niður með tekjum af leigunni, er í rauninni ekkert annað en grímulaus leppun og kennitöluflakk.

 Auk þess hlýtur að sá grunur að læðast að sæmilega skynsömu fólki, að eitthvað meira hljóti að liggja að baki, en bara hrein og klár viðskipti.  

Séu áform Nubos engin önnur en að reka ferðaþjónustu þarna á Grímsstöðum, þá væri jú nærri lagi fréttir bærust af viðræðum hans við eigendur Grímsstaða um leigu á jörðinni.  Enda hlýtur sú leiga sem Nubo er tilbúinn að borga, að vera svívirðilega há, úr því að leigutekjurnar sem féllu í skaut sveitarfélaganna keyptu þau Grímsstaði, ættu að duga fyrir afborgunum af láni fyrir kaupverðinu.


mbl.is Ræða kaup á Grímsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það myndi nú einhver lögspekingurinn, segja að sveitastjórnarlög, hafi aldrei verið ætluð til að fara á svig við önnur lög í landinu.(lög um einarétt á landi).

Sveitastjórnarlög hljóta að taka til, skuldsetningar og fjáfestinga sveitafélaga.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband