Leita í fréttum mbl.is

Annáll 2011, annar hluti. - Smíði kvótafrumvarps.

Nær allt vorþingið 2011, beið þingheimur og þjóðin eftir nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða.  Enda hafði svokölluð sáttanefnd, er skipuð var til þess að leggja drög að slíku frumvarpi, skilað af sér, nærri samhljóða áliti, í september 2010, að loknu eins árs starfi.

Að sögn þeirra er ríkisstjórnina leiða, skyldi nú ekki vera kastað til höndunum við smíði nýs frumvarps um stjórn fiskveiða. 

Var í kjölfarið stofnaður starfshópur fjögurra ráðherra og átta stjórnarþingmanna.   Segja má að þessi tólf manna hópur hafi lokað að sér og ekki talað við kóng né prest á meðan vinnan við gerð frumvarpsins stóð yfir.  Leitaði hópurinn ekki einu umsagna á meðal hagsmunaaðila, eins og oft er gert,  við gerð frumvarpa.

Tveimur frumvörpum um stjórn fiskveiða,  var svo kastað inn í þingið, örfáum dögum fyrir áætluð lok vorþingsins.  ,,Litla kvótafrumvarpinu“ sem ætlað var að vera nokkurs konar biðleikur, þangað til að ,,stóra kvótafrumvarpið“ tæki gildi.

Upphófst þá málþóf mikið í þinginu og óvíst var um þinglok, sökum þess.  Náðist þó á endanum að semja um afgreiðslu á litla frumvarpinu, en senda stóra frumvarpið aftur til sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar, er leita skyldi umsagna um málið.

Reikna verður með því að stjórnarliðar þakki stjórnarandstöðunni, fyrir það málþóf er hún stóð fyrir, vegna kvótafrumvarpana, því varla er hægt að álykta sem svo að stjórnarflokkarnir yrðu ánægðir með það að hafa þvingað með látum ónýtu frumvarpi í gegnum þingið.

 Enda hefur hver stjórnarliðinn á fætur öðrum, afneitað stóra frumvarpinu og látið sem að það sé eingöngu verk sjávarútvegsráðherra.  Gekk utanríkisráðherra meira að segja svo langt að líkja frumvarpinu við bílslys.

Eftir  vetrarlöng hrossakaup og toganir á milli stjórnarflokkanna um málið, sem var að lokum lagt fram sem stjórnarfrumvarp.  Frumvarp verður ekki stjórnarfrumvarp, nema það sé rætt og samþykkt í ríkisstjórn og stjórnarflokkum. 

Utanríkisráðherra og reyndar fleiri stjórnarliðar, hljóta því að vera að lýsa ástandinu þannig, að stórslysahætta sé af stjórnarsamstarfinu.

,,Stóra kvótafrumvarpið“ fór svo í umsagnarferli í sumar.  Það er ekki ofsögum sagt, að ekki hafi frumvarpið fengið jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.  Enda voru þær nær allar á þann veg, að um ónýtt frumvarp væri að ræða.

Fékk sjávarútvegsráðherra þessar umsagnir í hendur í haustbyrjun og setti ráðherrann í framhaldi af því starfshóp, til þess að vinna úr þeim umsögnum, breyta frumvarpinu eða skrifa nýtt.

Eflaust af fenginu reynslu, var ráðherrann ekkert að flagga þeirri vinnu ofmikið, fyrir öðrum í stjórnarsamstarfinu. Minnugur þess hvernig síðasti vetur nýttist til frumvarpssmíða.

Sjávarútvegsráðherra kynnti þó í ríkisstjórn vinnuplagg um málið sem starfshópurinn hafði unnið, með starfsfólki ráðuneytisins og birti síðan plaggið á heimasíðu ráðuneytisins, við lítinn fögnuð samstarfsflokksins í ríkisstjórn.

 Enda hefur Samfylkingin, nánast frá fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar, viljað losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórn, vegna andstöðu hans í ESB-málinu.

Var málið, aftur tekið af ráðherra og skipaður starfshópur ráðherra um málið og eflaust fá valdir stjórnarþingmenn að leggja eitthvað til málanna, likt og síðasta vetur, með þekktum árangri.

Þannig stendur málið í dag og eins og með nær öll önnur mál, sem á borð ríkisstjórnarinnar lenda, þá er frétta að vænta af því á ,,næstu dögum“ , ,,næstu vikum“,  ,,eftir helgi“ o.s.f.v.

Það eru engar ýkjur að halda því fram, að þetta mál sé stjórnarflokkunum ofvaxið, líkt og nær öll önnur mál.  Slík er sundrungin innan og á milli stjórnarflokkanna og hver höndin upp á móti annarri, svo vægt sé til orða tekið.

Það er í það minnsta varla hægt að álykta sem svo að ríkisstjórnin sé með málið ,,undir control“, eins og sagt er, miðað við forsögu þess. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband