Leita í fréttum mbl.is

Samstarf stjórnarflokkanna ávísun á stórslys?

Össur veit það ósköp vel, að hann getur ekki talað um  Stóra kvótafrumvarpið, líkt og einhver kjáni út í bæ, hafi lagt það fram.  Frumvarpið kom inn í þingið sem stjórnarfrumvarp.  Frumvarp verður ekki að stjórnarfrumvarpi, nema sátt um það ríki í ríkisstjórn og innan stjórnarflokkanna.  Eða alla vega er það, það verklag sem ætlast er til að sé fylgt.

Það er líka ekki eins og að frumvarp þetta hafi, bara sisona allt í einu, fallið af himnum ofan.  Sjálfsagt er leitun að öðru frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram, sem önnur eins vinna hefur farið í, innan ríkisstjórnar og stjórnarflokka.

Eftir að sáttanefndin lauk störfum haustið 2010, unnu stjórnarflokkarnir heila átta mánuði við samningu á frumvarpinu.  Í það minnsta fjórir ráðherrar og fjórir þingmenn úr hvorum stjórnarflokkanna, komu beint að gerð þess, með mismiklum hætti þó.

Það er því öllu nær að kalla samstarf stjórnarflokkanna ,,bílslys" eða þá ,,hópslys".

 


mbl.is Kvótafrumvarpið eins og bílslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allur stjórnartíminn hefur verið eins og rútuslys, þar sem ráðherrarnir hafa verið við stýrir og þjóðin verið farþegarinir.

Axel Jóhann Axelsson, 21.12.2011 kl. 22:07

2 Smámynd: Kristinn D Gissurarson

Hárrétt athugasemd frá þér, Kristinn Karl, stjórnarfrumvörp eru samþykkt af aðilum ríkisstjórnar. Þar er Össur ekki undanskilinn þó hann láti svo, nú síðast í Kastljósi. Það er með eindæmum hvernig hann getur haft endaskipti á staðreyndum mála. Og það sem verra er, hann kemst æði oft upp með það.

Kristinn D Gissurarson, 21.12.2011 kl. 22:37

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

 Fréttamaður / spyrill, starfi sínu vaxinn, hefði spurt Össur hvort að ekki hafi verið um stjórnarfrumvarp að ræða og hvort slíkt frumvörp nytu ekki stuðnings ríkisstjórnarinnar allrar.

Staðan er bara því miður þannig, að nánast hver einasti fréttamaður/spyrill, lætu það ógert að spyrja gagnrýnna spurninga og þráspyrja þann sem rætt er við.  Þeirra hlutverk er miklu fremur, að koma með ,,stikkorð" sem viðfangsefnið (viðmælandinn) getur malað út frá.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.12.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband