Leita í fréttum mbl.is

Nálgun Lilju og félaga kolröng frá upphafi.

 

Hún (Lilja) telur jafnframt að þjóðin og þingið þurfi að fá tíma til að kynna sér landsdómsmálið.


  Lilja sagði áður en umræðan um landsdómsákærur hófst, að þetta yrðu pólitísk réttarhöld og uppgjör við markaðshyggjuna. Líkt og það væri eðlilegasti hlutur í heimi að nýta dómstóla á þennan hátt.

Reyndar mátti  greina það á yfirlýsingum flestra þáverandi félaga Lilju í þingflokki Vg. að nálgun Lilju væri alveg á pari við það sem tíðkaðist þá í þingflokknum.

Það var reyndar svo, samkvæmt orðum Ögmunds og annarra þingmanna Vg., að orð Atla Gíslasonar á þingflokksfundi, hefðu sannfært þingflokkinn um að ákæra þá fjóra fyrrv. ráðherra, er tillaga Atlanefdarinnar kvað á um. 

Enda þyrfti þetta uppgjör við markaðshyggjuna, að fara fram og pólitísk réttarhöld, væru ekkert verri aðferð en nokkur önnur, til þess að knýja fram slíka niðurstöðu.

Það er því alveg ljóst að nálgun Lilju og þáverandi félaga í Vg. í landsdómsmálinu var kolröng frá upphafi. Enda þekkjast pólitísk réttarhöld ekki í þeim hluta heimsins, sem kenndur er við frelsi og réttlæti, sem að við Íslendingar teljum okkur vera hluti að.



mbl.is Lilja: Röng nálgun í máli Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristinn Karl. Ég tek undir orð Lilju, um að það er ólíðandi að koma með þetta mál núna rétt fyrir jól, með takmörkuðum tíma til að ræða málið. Hvers vegna sumir sluppu samsekir við þennan sama dóm? Það er löng umræða að rökræða slík vanhæfnisvinnubrögð á alþingi.

Það væri nær að ræða farbann móður langveiks barns, um að fara úr landi! Ég er að tala um Rögnu móður Ellu Dísar!

Farið að vekja samviskuna gott fólk, og gagnrýna hluti sem eru raunverulega að gerast á ÍSLANDI Í DAG, SEM FLOKKAST UNDIR SVÍVIRÐILEG LÖGBROT!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.12.2011 kl. 11:28

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála Lilju.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.12.2011 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband