Leita í fréttum mbl.is

Sláandi samanburður.- En samt er von.

http://www.bbc.co.uk/news/business-15748696

Fróðlegur tengill. Oftar en ekki, þá eru Ísland og Írland borin saman, þegar rætt er um bankahrunið.

Skömmu fyrir hrun, þá var greining á vanda írsku bankana sú, að þá vantaði lausafé og ættu í ákveðnum lánsfjármögnunarvanda. (Kunnuglegt, ekki satt?)


Svo kom hrunið, íslensk neyðarlög, þar sem íslensk stjórnvöld höfnuðu því að ábyrgast erlendar skuldir óreiðumanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Hinnar norrænu velferðarstjórnar, að koma hluta þessara skulda á ríkissjóð/ skattgreiðendur, Icesavesamningar I II og III og einkabjörgunarleiðangra Steingríms á Byr, Sp - Kef, VBS fjárfestingabanka, Saga Capital, Sparisjóðs Þórshafnar og fleiri fjármálafyrirtæka. Þá er staðan en sú, að þrotabú föllnu bankana, munu greiða kröfuhöfum sínum það sem fæst upp í þessar skuldir, ekki skattgreiðendur. Hins vegar er ekki enn vitað, hversu há upphæð muni falla á íslenska skattgreiðendur, vegna einkabjörgunaraðgerða Steingríms.

Verandi í ESB og með evru voru slíkir möguleikar Írum ekki færir, hvort sem vilji hafi verið til þess eður ei.
Leið Íra var því að ábyrgjast erlendar skuldir bankanna. Í dag nema erlendar skuldir Íra 62 milljónum, 62.000.000 á hvern íbúa.

 Þrátt fyrir íslenskt allsherjarhrun fjármálakerfis og Hina norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar þess, þá eru sambærilegar tölur ca. 6 milljónir á hvern Íslending.

Ég segi þrátt fyrir Hina norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, því ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar hafa nýtt hvert það tækifæri til þess að auka hér verðmæti og efla atvinnulífið, til hins andstæða, þ.e. að fæla burt alla þá sem áhuga hafa eða gætu haft á því að fjárfesta hér á landi.

Það hlýtur því að vera hverjum manni ljóst, sem á annað borð vill vera það ljóst, að erlendar skuldir okkar Íslendinga, gætu verið töluvert lægri.  Til þess þarf hins vegar stjórnvöld sem hafa þann ásetning að nýta hvert tækifæri sem býðst til tekjuaukningar og vaxtar í stað þess að fæla allt slíkt í burtu.


mbl.is Rétt viðbrögð við bankahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1601

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband