Leita í fréttum mbl.is

Stjórn FME jafn vanhæf og Gunnar Andersen

Strax í upphafi rannsóknar á störfum Gunnars Andersens fyrir Landsbankann, var ljóst að stjórn FME, tók rannsóknina ekki alvarlega.  Stjórnin taldi eðlilegt að Gunnar sæti áfram sem forstjóri, enda væri hann ekki og myndi ekki rannsaka tiltekið mál.

Þegar rannsókninni síðan lauk og gefin var út skýrsla, þá sagði stjórnin Gunnar ekki hafa aðhafst neitt misjafnt.  Stjórnin ákvað  hins vegar að birta ekki skýrsluna.  Það var ekki fyrr en að pressan.is falaðist eftir skýrslunni, í krafti upplýsingarlaga, að netmiðlinum var afhent brot af skýrslunni. 

Í umfjöllun Kastljóss, fyrr í kvöld, var hins vegar vitnað í skýrsluna alla, sem þátturinn hafði undir höndum.

Í þeirri umfjöllun kom ekki eingöngu í ljós, að Gunnar hefði sagt ósatt, eða í það minnsta farið rangt með staðreyndir.  Heldur  brást hann einnig ekki við ábendingu undirmanns síns, um að Landsbankanum bæri að tilkynna Bankaeftirlitinu, FME þess tíma, um þessi aflandsfélög.

Það skiptir í rauninni engu máli, hvort möguleg brot Gunnars séu fyrnd eða ekki.  Brot er alltaf brot. 

Stjórn FME hefur meðvitað tekið þátt í því að hylma yfir  störf Gunnars fyrir Landsbankans og ekki efast um hæfni hans í starf forstjóra FME, þrátt fyrir þær upplýsingar er finna má í skýrslunni er nefnd er hér að ofan. 

Það er því í rauninni ekki annar möguleiki í stöðunni, að stjórn FME og Gunnar Andersen víki úr sínum stöðum, með eða án aðstoðar efnahags og viðskiptaráðherra, Árna Páls Árnasonar. 


mbl.is Gunnar virkur í starfi aflandsfélaga Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband