Leita í fréttum mbl.is

Lygar og sögufalsanir Jóhönnu Sigurðardóttur í 32 ár.

"Allt þetta tókst okkur af því að unnið var skipulega eftir plani A strax frá upphafi en ekki B plani Framsóknarflokksins eða D plani Sjálfstæðisflokksins sem fram komu þremur árum eftir hrun." Segir Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar í íþróttahúsi Vals á Hlíðarenda.

Það er að vísu satt hjá henni, að af skiljanlegum ástæðum, hefur enginn verið að vinna samkvæmt nýtilkomnum tillögum, sem efnahags tillögur Sjálfstæðis og Framsóknarflokks eru, áður en þær komu fram. 

Lygin og sögufölsunin, sem Jóhönnu er svo töm, er hins vegar að, í orðum Jóhönnu fellst það, að  þetta séu fyrstu og einu tillögur þessara  flokka í efnahagsmálum frá hruni.   Báðir flokkarnir, hafa í það minnsta þrisvar komið með efnahagstillögur frá hruni, vorið 2009 í aðdraganda kosninga og svo í þingbyrjun árin 2010 og 2011.

Reyndar er ekki hægt að segja að þessar lygar og sögufalsanir Jóhönnu, komi á óvart.  Hennar stíll, allan sinn þingferil sem spannar heil 32 ár, hefur verið ósannsögli, samvinnutregða, frekjugangur og ódýrar lýðskrumsyfirlýsingar hennar, sem gjarnan hafa þó hljómað er hún hefur setið í stjórnarandstöðu.  Nægir þar að nefna blaðagreinar hennar um afnám verðtryggingar og lækkunnar skatta á eldsneyti.

Hvorugt þessara atriða hefur Jóhanna hins vegar viljað snerta á, er hún hefur verið í aðstöðu til þess, sem ráðherra.  Ríkisstjórn hennar, svokölluð ,,Norræn velferðarstjórn“,  hefur ríkisstjórnin hækkað alla neysluskatta og bætt inn nýjum, sem allir valda því að lánskjaravísitalan hefur hækkað og þar með höfuðstóll verðtryggðra lána.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur einnig svikið hvern einasta samning er hún hefur undirritað.  Nægir þar að nefna stöðugleikasáttmálann, viljayfirlýsingu vegna síðustu kjarasamninga, auk þess sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur hlaupið sem fætur toga frá þeirri sátt er náðist í sáttanefnd um stjórnfiskveiða, er fulltrúar ríkisstjórninni í nefndinni, settu stafi sína við.

Við þetta má svo bæta framgöngu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave og vilja og/eða getuleysi stjórnarinnar í málefnum heimilana í landinu.  Þeirra heimila er hjarta Jóhönnu, sló þó svo fallega með í kosningabaráttunni vorið 2009.

 Jóhanna Sigurðardóttir  á alla möguleika á því að brjóta blað í alheimssögu stjórnmálana, þ.e. að vera kosinn lélegasti stjórnmálamaður, tveggja alda í röð.


mbl.is Jóhanna sjálfkjörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að er ekki orði ofaukið í þessum pistli.

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2011 kl. 16:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það ...... átti þetta auðvitað að vera.

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2011 kl. 16:21

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála hverum einasta staf!

Sigurður Haraldsson, 23.10.2011 kl. 07:49

4 identicon

Sammála!

Og hér er grein skrifuð í dag, sem Jóhanna tæki aldrei alvarlega ef hún kynni ensku

(copy-paste)

http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,793440,00.html#ref=rss

Þyrfti að byrtast í fjölmiðlum hérlendis!

anna (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1610

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband