Leita í fréttum mbl.is

Atvinnusköðunarstefna og fjárlagahalli.

Hin norræna velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur sig í líma við að halda atvinnuástandinu jafn slæmu og það er.  Má segja að það sé það eina, sem þessi  ríkisstjórn hefur afrekað skammlaust.

Ráðherra hinnar norrænu velferðarstjórnar finnst það hið besta mál að fá dóm fyrir að hafa hindrað eða reynt að hindra framkvæmd,  virkjun neðri Þjórsár, sem skapað hefði fjölda starfa.  Enda væri sá ráðherra í pólitík og sú pólitík væri ekki endilega það sem lagabókstafurinn kveður á um.  Eins hefur einn stjórnarþingmaður skilyrt stuðning sinn við eins manns meirihluta ríkisstjórnarinnar,  að ekki verði ákveðið að fara í þessa framkvæmd. 

Eins hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar stöðvað og/eða þvælst fyrir nær allri atvinnuuppbyggingu sem reynt hefur verið að hleypa af stokkunum á Suðurnesjum.  Eins og  herþotuverkefninu, gangaveri, leigu á ónotuðum skurðstofum HSS o.s.f.v.

Auk þess hefur hin norræna velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, í stað þess að reyna að orva það atvinnulíf er enn skröltir áfram frá degi dags,  þrengt að möguleika þess til vaxtar, með fordæmalausu skattahækkunar brjálæði.

Til þess að árétta enn frekar atvinnusköðunarstefnu sína, er lögð ómæld vinna í það að finna úrræði fyrir atvinnulausa, er miða að því að atvinnulausir, sætti sig við atvinnuleysið líkt og um ólæknandi sjúkdóm væri að  ræða.

Hins vegar er það nú svo að þetta eina skammlausa afreik ríkisstjórnarinnar kostar Ríkissjóð allt að 46 milljörðum árlega.

En hvað skildi þetta nú koma fjárlögum og fjárlagahalla við? 

Til að svara því, þá er áætlaður halli fjárlaga þessa árs ca. 40 milljarðar.   Reyndar er sú æátlun sprungin enda var hallinn kominn í 68 milljarða 1. ágúst sl.  Halli umfram áætlun í fyrra var 41 milljarður.

 Þannig að bara þessi dæmi tvö sýna að með hámarksafköstum vinnuafls þá væri staða ríkissjóðs mun betri  og spár Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, um landris á góðri leið með að rætast.


mbl.is Stjórnvöld leggja stein í götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1616

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband