Leita í fréttum mbl.is

Nokkur atriði til upprifjunar!!!

Væri allt þetta ferli bara einfalt samningaferli, líkt reynt hefur verið að halda að þjóðinni, þá væri bara gerður samningur um aðild sem innihéldi þær breytingar sem gera þyrfti á íslenskri stjórnsýslu.

Þó svo það standi í stefnuyfirlýsigu ríkisstjórnarinnar að sótt skuli um aðild að ESB, þá þýðir það ekki endilega að einhverju sé breytt, bara því umsóknin krefjist þess......... Hafi það verið svo, þá hefur Alþingi svo sannarlega skotið sig í báða fætur og það ekki í fyrsta sinn

§               Í umræðum um aðildarumsóknina kom fram oftar einu sinni, að yrði umsóknin samþykkt, þá færi í gang aðlögunnarferli. Því neitaði Össur og fleiri samherjar hans, töluðu eingöngu um að kíkja í einhvern pakka eða poka. Reyndar hafa sömu aðilar r haldið því sama fram eftir að aðlögunnarferlið hófst.
Hvort að það sé vegna þess hversu óupplýstur sá ráðherra hefur málið á sinni könnu er, valkvæð heimska eða blekking verður fólk bara að gera upp við sig.
Á einföldu máli má segja að heimild Alþingis hafi ekki náð lengra en að Össuri hafi verið falið að panta ,,pakkann" frá Brussel og svo yrði sá pakki skoðaður, áður en lengra yrði haldið.
Pakkinn er löngu kominn og í honum eru öll þau tilmæli um aðlögun sem að haldið öðru fram eftir að aðlögunnarferlið var byrjað.  Hvort um sé að kenna að sá ráðherra er um málið vélar sé svona illa upplýstur,  að þarna sé á ferð valkvæð heimska aðildarsinna eða þá einfaldlega að aðildarsinnar séu að blekkja þjóðina í umræðunni.

§   

§         Sé málið einfaldað, má orða þetta þannig, að Alþingi hafi veitt Össuri heimild til að panta ,,pakkann“ frá Brussel. Og svo yrði kíkt í pakkann og staðan tekin að nýju.  Pakkinn er löngu kominn og það er búið að kíkja í hann.  Í pakkanum eru kröfur ESB um þær breytingar sem gera þarf á íslenskri stjórnsýslu og lögum svo aðild  að ESB yrði möguleg.

§   

§  Vv   Við græðum í sjálfu sér ekkert á því að kjósa um einhvern samning, þar sem kosningin er ráðgefandi, ekki bindandi.
Ef við gefum okkur það að úrslit þessara kosninga ráðist með litlum mun, eiga þá þeir þingmenn er hafa aðra skoðun er úrslitin kveða á um að kjósa gegn eigin sannfæringu?  Eins mætti einnig spyrja, ef úrslitin yrðu afgerandi á hvorn veginn sem færi.

Hins vegar var í boði breytingartillaga, við þingsályktunartillöguna um umsóknina, er gert hefði aðlögunarferlið, bæði eðlilegt  og lýðræðslegt.

Sú tillaga gekk út á það, kosið yrði um það í þjóðaratkvæði, hvort sækja ætti um ESB-aðild. Hefði umsóknin verið samþykkt í þjóðaratkvæðinu, þá hefði verið farið í þær laga og stjórnarskrárbreytingar er til þyrfti svo hægt yrði að kjósa bindandi kosningu, um þann aðildarsamning, sem lægi fyrir í lok þessa ferils. 

 Aðildarsinnar með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, töldu hins vegar að slíkt lýðræðisferli væri bara tímaeyðla, enda lá einhver lifandis ósköp á því að senda Guðmund Árna Stefánsson með umsóknina á milli húsa í Stokkhólmi. 

Auk þess komu fram þau rök aðildarsinna að varla væri þorandi að leyfa þjóðinni að hafa síðasta orðið, ef það færi nú svo að samningurinn yrði þjóðinni óhagsstæður.  Það eru í rauninni í besta falli hlægileg rök, því hvort sem núverandi leið yrði farin eða sú  sem breytingartillagan gekk út á þá hefði væntanlega sama fólkið verið í samninganefndinni og sömu stjórnvöld kynnt þann samning er kæmi og væntanlega mælt með honum.

 Varla færu stjórnvöld að kynna þjóðinni slæman samning og hvetja hana til þess að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef að til stæði að fella hann svo í þinginu.


Pakkinn er löngu kominn og í honum eru öll þau tilmæli um aðlögun sem aðild að ESB krefst.


mbl.is „Einfaldlega til að stöðva viðræðurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá er ekkert aðlögunarferli byrjað og stekdur ekki til að það hefjist fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu verð aðild samþykkt þar. Það eina sem verið er að gera er að gera stjórnsýsluna færa um að gera þær breytingar sem þarf að gera verði aðild samþykkt á þeim tíma sem til stendur að líði milli samþykktar og formlegrar aðildar. Verði aðild ekki samþykkt þá verður ekki farið í þessar breytingar.

Í öðru lagi þá er við Sjálfstæðiflokkin en ekki ríkisstjórnina að sakast með það að þjóðaratkvæðagreiðslan er aðeins ráðgefandi en ekki bindandi. Stjórnarskráin heimilar ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það þarf því fyrst að breyta stjórnarskránni til að það sé hægt. Til að breyta stórnarskránni þarf Alþingi að samþykkja þá breytingu tvisvar með þingkosningum á milli.

Núverandi stjórnarflokkar reyndu að fá slíka breytingu á stjórnarskránni samþykkta meðan þeir voru í minnihlutastjórn fyrir kosningar til þess einmitt að hægt væri að samþykkja það aftur eftir kosningar og ná þannig fram heimild í stjórnarskránni til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu einmitt með það í huga að þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB gæti orðið bindandi. Þetta komu þingmen Sjálfstæðisflokksins í veg fyrir með málþófi.

Í þriðja lagi þá þarf breytingu á stjórnarskránni til að við getum gengið í ESB. Það er því útilokað að "lauma" Íslandi inn í ESB þvert á niðurstjöðu þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þú ert að ýja hér að því það þurfa að vera þingkosningar á milli tveggja samþykkta á slíkri breytingu og ef svo ólílega færi að meirihluti þingsins myndi samþykkja slíka breytingu í fyrri umferð þá myndu væntanlega þeir þingmenn sem eru á móti ESB aðild og lofuðu að greiða atkvæði gegn þeirri stjórnarskrárbreygingu í seinni umferðinni einfaldlega ná meirihluta á Alþingi ef meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild.

Svo skulum við heldur ekki gleyma því að það er ekki nóg að við samþykkjum aðildarsamning að ESB heldur þurfa allar 27 aðildarþjóðir ESB líka að samþykkja hann. Þar hefur hver einasta af þessum 27 aðildarþjóðum neitunarvald. Þessar 27 aðildarþjóðir eru allar lýðræðisþjóðir og margar með mikla lýðræðishefð. Því verður að teljast afar ólíklegt svo vægt sé til orða tekið að engin þeirra muni beita neiturnarvaldi sínu gegn aðild Íslands ef íslensk stjórnvöld ætla að reyna að komast þangað inn gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu.

Því er það svo að jafnvel þó það tækist að breyta stjórnarskránni í þá veru að hún geri ESB aðild mögulega þrátt fyrir að meirihluti kjósenda sé á móti því sem er nánast útilokað vegan þess hvað þarf til að breyta stjórnarskránni þá eru hverfandi líkur á að allar 27 aðildarþjóðirnar myndu samþykkja slík ólýðræðisleg vinnubrjögð og hleypa okkur inn. Gleymum því ekki að það er hægt að ganga aftur úr ESB og því hafa aðildarlönd ESB engan áhuga á að taka inn ríki þar sem meirihluti kjósenda vill ekki ganga í ESB. Það er bara kostnaður og vesan fyrir þá að fá inn land sem síðan gengur úr ESB aftur.

Sigurður M Grétarsson, 24.9.2011 kl. 17:56

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður M Grétarsson, lag og texti Bítlanna virðist eiga MJÖG vel við þig en þar segir:"LIVING WITH EYES CLOSED IS EASY".

Jóhann Elíasson, 24.9.2011 kl. 18:02

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Tillagan um tvöfalda atkvæðagreiðslu gekk út á það, að lögum og stjórnarskrá yrði breytt, samþykkti þjóðin að fara í viðræður og veitt þar með stjórnvöldum umboð til viðræðna.  Í dag hafa stjórnvöld ekkert slíkt umboð, nema þeirra er kusu Samfylkingu eða 29%.  Þeir sem kusu Vg. kusu í raun gegn því að farið yrði í þessa vegferð.  Enda hljómaði stefnuskrá Vg upp á það.

Það var lýðræðisleg leið í boði, er veitt hefði stjórnvöldum fullt umboð til viðræðna og þeirra breytinga, er gera þarf.  Henni var hins vegar hafnað fyrir tilstuðlan aðildarsinna.

Að halda því fram að málið sé í einhverju lýðræðislegu ferli er hrein og klár lygi og ekki þeim til prýði er slíku halda fram.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.9.2011 kl. 18:09

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann. Þetta var alveg ofboðslega málefnanleg athugasemd hjá þér. Engin rök bara reynt að gera lítði úr þeirri persónu sem kemur með gagnrýni. Að fara í manninn en ekki boltan. Svona athugasemdir segja meira um þann sem kemur fram með hana en þann sem hún er beint að.

Kristinn. Það er ekki nein tillaga um tvöfalda atkvæðagreiðslu í þinginu til að breyta stjórnarskrá heldur er stjórnarskraín einfaldlega þannig að það er það sem þarf til svo hægt sé að breyta henni.

Samfylkingin var ekki eini flokkurinn sem sagðist vilja fara í aðildarviðræður að ESB fyrir síðustu kosningar. Landsfundur Framsóknarflokksins samþykkti að skoða ESB aðild með ákveðnum skilyrðum og er sú stefna þeirra að draga aðildarviðræðurnar til baka því í raun svik við kosningastefnuskrá sína. Borgarahreyfinin sem fékk fjóra menn inn á þing sem nú dreift á Hreifinguna og VG var líka með það á stefnuskrá sinni að kanna möguleika á aðild að ESB. Í aðdraganda kosninganna sýndu skoðanakannanir að meirihlutastuðningur væri við því að sækja um aðild að ESB. Í dag sýna skoðanakannanir að 2/3 hlutar kosningabærra manna vilja klára aðildarviðræðurnar og kjósa um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meirihluti Alþingis samþykki að sækja um aðild að ESB. Á flokkstjórnarfundi Framsóknarflokksins var tillaga um að draga aðildarumsókn að ESB til baka felld. Það verður því að teljast vægast sagt skrítin ályktun að stjórnvöld hafi ekki umboð til aðidaviðræðna svo vægt sé til orða tekið.

Sigurður M Grétarsson, 24.9.2011 kl. 19:09

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

http://www.althingi.is/altext/137/s/0256.html

Hér er breytingartillagan er ég talaði um hér að ofan.  Ekki jafn sterklega orðuð og mig minnti, en samt alveg í áttina að því sem ég sagði.

Framsóknarflokkurinn ályktaði á sama fundi að Íslandi væri betur borgið utan ESB, með slíkri yfirlýsingu er varla verið að lýsa yfir stuðningi við aðlögunnarferlið sem í gangi er.

Meirihluti Alþingis samþykkti jú að sækja um, en þeir þingmenn vg er samþykktu tillöguna brutu þar gegn kosningastefnuskrá flokksins.

 Það getur varla talist lýðræðislegt að fá sig kosin/n á þing á öðrum forsendum en síðar verða raunin.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.9.2011 kl. 20:51

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bara til að byrja með þá er það einfaldlega rangt sem þú heldur hér fram að það sé einhver aðlögun í gangi vergna aðildarviðræðna okkar við ESB. Þetta er orðin ansi þreytt lygi hjá ykkur ESb andstæðingum til að reyna að blekkja fólk til að taka undir kröfur um að slíta aðildarviðræðunum í stað þess að klára þær og kjósa síðan um aðildrsamnigninn. Þær reglur sem nú er verið að setja til samræmis við ESB reglur eru allar vegna aðildar okkar að EES samningum og þyrftum við að gera þær breytingar þó við værum ekki í aðildarviðræðum.

það er alveg rétt að á þessum flokkstjórnarfundi var gerð sú samþykkt sem þú vísar til en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að tillaga um að draga aðildaviðræðurnar til baka var felld og því eru forystumenn flokksins og þingmenn hans að vinna gegn vilja flokkstjórnar með að fara fram á slíkt.

Hvað varðar seinust setninguna hjá þér þá er það staðreynd að í aðdraganda kosninganna árið 2009 lá fyrir landsfundaarsamþykkt hjá Framsóknarflokknum þar sem aðildarviðræður voru samþykktar með ákveðnum skilyrðum um það sem yrði að vera inni í aðildarsamningum. Það er sú samþykkt sem kjósendur flokksins hafa gengið út frá þegar þeir kusu flokkin og því er það svik við þá kjósendur flokksins sem eru hlynntir aðildarviðræðum að taka annan pól í hæðina nú án þess að nokkuð hafi gerst í millitíðinni sem réttlætir slíka stefnubreytingu.

Þingmenn sem kosnir voru fyrir Borgarahreyfinguna opnuðu líka á aðildarviðræður í viðtölum fyir kosningar og því getur það ekki talist neitt annað en svik við kjósendur að breyta um kúrs í því.

Bæði Framsóknarflikkurinn og Hreyfingin eru í stjórnarandstöðu og því eru þeir ekki bundnir af neinum stjórnarsáttmála og hafa því enga afsökun fyrir því að ganga með þessum hætti gegn því sem þeir sögðu fyrir kosningar.

Öðru máli gegnir um þingmenn VG. Það er einfaldlega þannig þegar um samsteypustjórnir er að ræða að þá verður stjórnarsáttmálin vera málamiðlun milli þeirra flokka sem mynda ríkisstjórnina. Stjórnmálaflokkar hafa mun meiri möguleika á að koma sínum stefnumálum og kosningalofroðum í framkvæmd með því að fara í ríkisstjórn heldur en að vera í stjórnarandstöðu. Þeir þurfa því að vega það og meta hvort þeir vilja fara í slíkt samstarf til að ná fram þeim stefnumálum og kosningaloforðum sínum sem samstarfsflokkurionn eða flokkarnir samþykkja á móti þeim kosningaloforðum sínum sem þeir samþukkja ekki ásamt því að sjálfsögðu að samþykkja stefnumál og kosningaloforð samstarfsflokksins jafnvel þó þau séu í einhverjum tiflellum þvert á eigin stefnu eða kosningaloforð.

Þetta vita kjósendur og því getur það ekki talist svik við þá þó flokkar gefi eitthvað eftir í stjórnarsáttmála svo fremi að það séu ekki stærstu kosningaloforðin og þau sem flokkarnir lögðu mestu áhersluna á í aðdraganda kosninga sem eru gefin eftir.

Í aðdraganda seinustu kosninga lagði VG mesta áherslu á að fara svokallaða "blandaða" leið í að ná niður ríkissjóðshalla það er með samblandi af skattahækkunum og samdrætti í ríkisútgjöldum. Það fengu þeir í gegn enda sama stefna hjá samstarfsflokknum þó vissulega greini þá á um hversu stór hluti eigi að koma hvoru megin.

Hvað ESB aðildaviðræður varðar þá samþykktu þingmenn VG að í stjórnarsáttmálanum væri kveðið á um aðildarumsókn þar sem aðildarsamningur væri borin undir þjóðina en áskildu sér rétt til að beita sér gegn aðild í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þeir samþykktu því ekki aðild heldur einungis aðildarviðræður þar sem niðurstaða yrði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. það er munur á þessu tvennu enda sést það í skoðanakönnunum þar sem meirihluti þjóðarinnar segist vera á móti aðild að ESB en 2/3 hlutar þjóðarinnar segist samt vilja að aðildarviðræðurnar verði kláraðar og aðildarsamningur borin undir þjóðina.

Vissulega má deila um það hver voru stærstu kosningaloforðin enda leggja kjósendur flokka væntanlega hver um sig mismunandi mat á það. Því munu væntanlega einhverjir kjósenda VG telja að stærsta kosningaloforð þeirra hafi verið svikið með því að samþykkja aðildarviðræður. Ég vil hins vegar benda á það að samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja 49% þeirra sem segjast styðja VG að aðildrvðræður við ESB verði kláraðar.

Sigurður M Grétarsson, 25.9.2011 kl. 07:17

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sigurður, það versta við þessar langlokur þínar er að þær eru innantómar.

Ef þetta hjá þér væri satt og rétt; " ekkert aðlögunarferli byrjað og stekdur ekki til að það hefjist fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu verð aðild samþykkt þar", þá væri ekki þessi núningur samfylkingamanna við Jón Bjarnasson. Gamli skarfurinn vinnur eftir því sem sett var eftir, þ.a.s. að kíkja í pakkann, spyrja þjóðina og breyta svo ef þjóðin samþykir.

Framsókn sagðist í raun aldrei vera hlynnt aðild að ESB heldur voru menn að tala um að ESB ætti að ganga í Ísland(ef miðað er við framsetningu áligtunarinnar sem þú miðar við). Hljómar eins og þeir hafi verið að gera grín að Samfylkingunni.

Sigurður, er þú lofar einhverju og gerir akkúrat þver öfurg, þá eru það svik við kjósendur, og það er alveg sama hvað langlokan er löng, þá breytast staðreindir ekki.

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.9.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband