Leita í fréttum mbl.is

Afrekaskrá framtíðarleiðtoga Samfylkingarinnar.

Það bendir allt til þess að Jóhanna Sigurðardóttir, verði ein í kjöri til formanns í Samfylkingunni á landsfundi flokksins er verður haldinn í október.  Það getur nú varla verið svo að almenn ánægja sé með störf Jóhönnu innan Samfylkingarinnar, að flokkurinn telji hana hæfasta til þess að leiða flokkinn áfram.  Nema auðvitað að planið sé að Jóhanna verði formaður flokksins, fram að síðasta landsfundi fyrir kosningar sem væntanlega verður haldinn eftir ca eitt og hálft ár.

Á þeim fundi mun þá líklegast stíga fram einhver þeirra er nefndur hefur til sögunnar sem næsti leiðtogi Samfylkingarinnar.  Mun þá samfylkingarfólk líta á þau formannsskipti sem að flokkurinn hafi skipt um kennitölu og í rauninni mun þá flokkur án fortíðar vera í framboði.

Að öðurm kosti er hin 69 ára gamla Jóhanna Sigurðardóttir framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar.  Framtíðarleiðtogi með ónyta fortíð.

Nú þegar eru eftirfarandi atriði komin á afrekslistann.

* Skjaldborgin um heimili og fyrirtæki ,,seld" kröfuhöfum bankana.
* Skrifað undir Icesave I vitandi að ekki væri þingmeirihluti fyrir samningnum.
* Leiðtogi þeirrar ríkisstjórnar sem tvisvar verið hafnað af þjóðinni í atkvæðagreiðslum um Icesave.
* Lögfræðiálitum um ólögmæti gengistryggðra lána troðið ofan í skúffu og litið framhjá þeim við síðari einkavæðingu bankana.
*Misheppnaðar og rándýrar björgunaraðgerðir á sparisjóðunum VBS fjárfestingarbanka og Saga Capital.
* Vafasöm (svo ekki sé meira sagt) yfirtaka og sala á Sjóvá.*
* Farsinn vegna fyrirhugaðs stjórnlagaþings, sem varð að umboðslausu stjórnlagaráði.
* Getuleysi, þrátt fyrir ótal nefndir og starfshópa, við að koma saman sjávarútvegsstefnu, sem nýtur stuðnings innan ríkisstjórnarflokkana og þar með meirihluta í þinginu.
*Einkavæðing (afhending) föllnu bankana til kröfuhafa þeirra.

Atriðin eru eflaust fleiri og reyndar mjög skiljanlegt að enginn annar bjóði sig fram sem formaður í Samfylkingunni.  Sá aðili þyfti að burðast með þessi atrið og fleiri til enda kjörtímabilsins og væri því með jafnónýta fortíð og Jóhanna sjálf, er kemur að kosningum.  Tilraun mun því vera gerð að skipta formann og láta eins og flokkurinn hafi fengið nýja kennitölu og nýja hvítþvegna fortíð við formannsskiptin. Líkt og reyndar var gert, þegar Jóhanna varð formaður flokksins, vegna veikinda ISG, árið 2009.


mbl.is Gefur kost á sér til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

26% þjóðarinnar eru ósammála þér, Kristinn Karl, um ágæti ríkisstjórnarinnar. Það þýðir að 3% umfram stuðningsmenn Samfylkingarinnar styðja stjórnina ennþá.

Það þýðir líka að það eru AÐEINS 74% þjóðarinnar sem vilja losna sem allra fyrst við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J.

Ríkisstjórnin er með GNARRfylgi, enda jafn mikið "djók" og borgarstjórinn sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 9.9.2011 kl. 21:32

2 identicon

ekki er nu burðugt liðið innan Samfylkingarnar ef hun johanna er skasti kosturin þa er eg hræddur um að það þurfi heldur betur að moka florinn hja Samfylkinguni Arni Pall buinn að rusla öllu viðskifta og efnahagraðuneitinu þessar stofnanir  eru i reykfiltum herbergjum Alfheiður buinn að splundra öllu heilbrigðiskerfinu og skilur ekki neitt hvað er i gangi hun er frumkvöðullin i öllu spitalakerfinu nu a að lata sjuklinga borga miklu neira i meðulum svo lengi a meðan þeyr eiga fyrir þeimhvað tekur svo við  þegar rikið er buið að bloðmjolka sjuklingana tekur rikið þa við að koma þeym undir 6 fetin

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband