Leita í fréttum mbl.is

Nýtt ,,slagorð kommana?

Lengi vel þrömmuðu íslenskir kommar frá Keflavík til Reykjavíkur, hrópandi: ,,Ísland úr NATO herinn burt.

Nú er herinn farinn, en Ísland enn í NATO.  Það sem meira er, halda mætti að kommarnir vildu í ESB, enda styðja þeir umsóknar/aðlögunnarferlið að ESB.  Varla leggur fólk í stuðning við slíkt, nema það vilji þangað inn.

Það má því alveg ímynda sér það, að nýtt slagorð hafi fæðst hjá kommunum: ,,Ísland úr NATO og í ESB!!"


mbl.is Einhugur í VG um úrsögn úr NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er ekki hægt að setja þett lið á hlaupabretti, til að eyða þessum síðustu leyfum af Keflavíkurgönguorkunni. 

Sumir nota þessi bretti til að fá hreyfingu sjálfir, nokkrir nota þett á hunda sína þegar þeir nenna ekki út með þá.  Eru þau ekki fín á þetta lið einnig.

Hvernig hljómar???:

ÍslandúrNATObrettin nýkomin í Europrís. 

Benedikt V. Warén, 29.8.2011 kl. 22:53

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Þetta sagði Álfheiður Ingadóttir um þetta mál m.a. í mars 2011 á Alþingi:
"Ég bind miklar vonir við það, frú forseti, að öryggisráðið sem situr nú á fundi nái í dag langþráðri niðurstöðu um frekari aðgerðir til að verja líbísku þjóðina gegn hernaði Gaddafís. Vopnasölubannið og aðrar þær aðgerðir sem voru ákveðnar í febrúar sl. hafa því miður ekki haft mikið að segja því að þvert á vonir um að Gaddafí mundi víkja fyrir lýðræðisbylgjunni hefur hann lagt undir sig hvert vígið á fætur öðru og nú bíða menn þess að Bengasí falli og í kjölfarið óttast menn, með réttu, víðtækar hefndaraðgerðir og jafnvel þjóðarmorð.

Því má það ekki dragast lengur, ekki deginum lengur, að það verði látið á það reyna í endanlegri atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu hvaða þjóðir það eru sem þar munu beita neitunarvaldi gagnvart því að koma líbísku þjóðinni til hjálpar. Það er mín skoðun að á það verði að reyna fyrst því að ég tel ekki að Bandaríkjamenn einir eða með viljugum þjóðum eða NATO sem slíkt eigi að fara inn í annað arabaríki án samþykkis og ákvörðunar Sameinuðu þjóðanna.

Rauða Ljónið, 29.8.2011 kl. 23:43

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Þetta sagði Árni Þór á Alþingi um þetta mál:
"Ég tel að það sé forsenda þess að það geti orðið almennur stuðningur við aðgerðir alþjóðasamfélagsins að þær fari fram undir umboði og hatti Sameinuðu þjóðanna og ég tel að við eigum að hvetja til þess. Aðaláhyggjurnar núna eru að sjálfsögðu að Gaddafí muni hefna sín grimmilega á þeim sem veittu mótspyrnu og að fjöldamorð stjórnvalda geti verið í uppsiglingu. Kjörorð okkar í alþjóðamálum eiga að vera lýðræði, mannréttindi og mannúð; ekkert af þessu er (Forseti hringir.) í boði í Líbíu Gaddafís."

Rauða Ljónið, 29.8.2011 kl. 23:44

4 identicon

Þetta er dáldið sérstök nálgun hjá þér Kristinn, þú ert sem sagt að segja með þessum pistli þínum að það hafi eingöngu verið komunistar sem vildu herinn burt og úr NATO, og að það séu eingöngu komunístar og vinstrimenn sem vilja ganga í ESB..??. Ef svo er, þá legg ég til að þú reynir að lesa þig betur til. Það vill nú þannig til að andstaðan við NATO og herinn var þverpólitísk, það veit ég frá fyrstu hendi, t.d bróðir minn sem var lengi formaður Óðins og einn mesti sjálfstæðismaður sem ég þekki, hann var og er harður andstæðingur veru hersins hér og á móti NATO. Þeir sem marseruðu í Keflavíkurgöngunni vor margir þekktir vinstrimenn, og væru sjálfsagt kallaðir í dag, aðgerðasinnar, en það er alveg klárt mál að þeir nutu miklu meiri stuðnings en margir töldu. Andstaðan við herinn og NATO fyrirfinnst í öllum flokkum, þannig að ég held að þú sért dáldið að misskilja þetta, haldandi að það hafi bara verið vinstrimenn sem voru á móti hernum og NATO.

Svo er það mikill misskilningur hjá þér að það séu bara vinstrimenn og komunistar sem vilja ganga í ESB, nægir að nefna almenna andstöðu Vinstri grænna í því sambandi, en það er líka þverpólitískt fylgi með inngöngu í ESB og nægir þar að nefna að um 50% fylgismanna Sjálfstæðisflokksins vill ganga í ESB.

Annars finnst mér umræðan um ESB vera orðin þannig að þetta séu bara hugarórar einhverra komunista og vinstrimanna og að umræðunni sé dáldið stillt upp eins og að þetta sé barátta milli vinstri og hægri, en ekki að hún snúist um það sem gæti verið  þjóðinni fyrir bestu, en það er jú það sem öllu máli skiptir, ekki satt..??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 10:27

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helgi Rúnar, hér fer þú rangt með, þegar þú skrifar:

"um 50% fylgismanna Sjálfstæðisflokksins vilja ganga í ESB."

Andstaðan við inntöku (accession) í ESB er svo víðtæk í Sjálfstæðisflokknum, að tillaga grasrótarmanns gegn þeirri inntöku var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta landsfundi (sem um 1800 manns sóttu).

Nýjasta Capacent Gallup-könnun, birt 11. þessa mánaðar, sýndi 64,5% andstöðu gegn því að ganga í ESB. Sú andstaða er minnst í Samfylkingu, en einna mest í Sjálfstæðisflokknum -- miklu meiri en 64,5%.

Jón Valur Jensson, 30.8.2011 kl. 11:09

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ja hérna, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.

Sjálfur er ég mjög virkur í Sjálfstæðisflokknum og þekki þar afskaplega vel til.

Það er rétt, að sumir í flokknum eru miklir ESB sinnar, en 50%, það kallast nú ansi miklar ýkjur.

En Kalli minn, fyrirgefðu smámunasemina, mér finnst hljóma betur hjá vinstri mönnunum "Ísland úr NATÓ, ESB", þá hlómar það eins og gamla slagorðið; "Ísland úr NATÓ, herinn burt", þetta "í" hjá þér skemmdi slagorðið fannst mér, en flottur pistill hjá þér, bara smámunasemi í mér, hana þekkir fjölskyldan mín vel, en umber hana þokkalega, svona yfirleitt.

Jón Ríkharðsson, 30.8.2011 kl. 13:16

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það kom aldrei fram í þessum pistli Helgi Rúnar, að það væru bara kommar og aðrir vinstri menn sem vildu ganga í ESB. 

Hins vegar varð pistillinn til, vegna ályktunnar VG. sem er jú ,,kommaflokkur" og af þeim sökum var ég nú ekki að eltast við það, þó fleiri en kommar og aðrir vinstri menn vilji ganga í ESB.  

Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að einhverjir aðrir en kommar hafi verið á móti veru hersins hér og gengið einhverjar Keflavíkurgöngur........ 

Það bara skiptir engu máli í þessu sambandi.

Jón minn.  Ég skal gera mitt besta til þess að lifa með smámunaseminni í þér.........  

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.8.2011 kl. 18:45

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk fyrir það Kalli minn, þú ert umburðarlyndur og víðsýnn.

En enn og aftur, flottur pistill.

Jón Ríkharðsson, 31.8.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband