Leita í fréttum mbl.is

Rangur upphafstími úttektar!!

Það fór eins og mig grunaði, að ekki yrði úttekt þessi látin taka yfir kvótakerfið í heild sinni.  Ef að könnun sem þessi á að teljast marktæk og nothæf, þarf að setja upphafstímann á upphaf kvótakerfisins, ekki framsalsins.

Þegar lögin um framsalið voru sett árið 1990, var kvótakerfið búið að vera við lýði í sex ár.  Á þeim sex árum hafði aflahlutdeild útgerða dregist verulega saman. Svo mikið að nánast stefndi í fjöldagjaldþrot í greininni eða þá botnlausan fjáraustur úr  Byggðastofnun og fleiri sjóðum er þá voru við lýði til stuðnings atvinnulífinu og landsbyggðinni.

 Það hlýtur því að blasa við, vilji fólk fá heildarmyndina á málinu, að fara verði til upphafs kvótakerfisins og vega og meta hver þróunin hefði orðið, ef að t.d. lög um framsal aflaheimilda hefðu ekki verið sett á sínum tíma.


mbl.is Vill úttekt á áhrifum núverandi kvótakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1610

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband