Leita í fréttum mbl.is

Þessi könnun og ráðgefandi þjóðaratkvæði um samning, hafa nákvæmlega sama vægi!!

Þegar og ef að samninganefnd Íslands kemur með aðildarsamning að ESB, þá mun Aþingi alltaf eiga lokaorðið um framhalds málsins.   Sú þjóðaratkvæðagreiðsla er áformuð er um hugsanlegan samning verður ráðgefandi og hefur því ekkert lögformlegt gildi. Í rauninni hefði hún nákvæmlega sama gildi og sú skoðannakönnun, er viðhengd frétt fjallar um.   Það verður því Alþingi sem að mun ákveða hvort samningnum verði hafnað eða ekki.

Þegar aðildarumsóknin var til umræðu í þinginu þá hafnaði stjórnarmeirihlutinn fyrir atbeina Samfylkingarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan um hugsanlegan samning yrði bindandi.  Helstu rökin fyrir því voru: ,,Að það yrði nú alveg skelfilegt, ef að þjóðin samþykkti nú lélegan samning í bindandi þjóðaratkvæði“.    Það hlýtur nú að vera takmark samninganefndarinnar og stjórnvalda að landað verði nothæfum samningi fyrir þjóðina.

Ráðgefandi þjóðaratkvæði býður hins vegar upp á það að, álit þjóðarinnar kemur til með að hafa takmörkuð áhrif á pólitíska hagsmuni þeirra er um málið fara, því eins og áður sagði, þá verða örlög málsins samt sem áður í höndum þingsins.

 Nú kann einhver að segja að núverandi stjórnvöld væru nú ekki svo vitlaus að leggja samninginn fyrir þingið til samþykktar, segði ráðgjöf þjóðarinnar annað.   Sé ferill stjórnvalda skoðaður, þá sést nú glögglega að þau eru nógu vitlaus til þess að leggja samninginn fram.  Þau eru í rauninni nauðbeygð  til þess, svo loka megi málinu.  

 Nema auðvitað að samninganefndinni verði haldið úti þangað til þjóðin kýs með þeim samningum sem fyrir hana verða lagðir með litlum breytingum frá fyrri samningum.

Nú er ekki gott að segja hvernig skiptingin er í þinginu, með eða á móti aðild.   En hver sem hún er þá hljóta örlög málins að ráðast í þinginu, hvort sem þjóðin segi já eða nei í ráðgefandi þjóðaratkvæði.  Því að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þá er staða þingsins gagnvart málinu þessi:

 47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.

Hvernig sem ráðgjöf þjóðarinnar mun hljóða, þá er það nokkuð ljóst að þingmanna biði það val, að fylgja sinni sannfæringu og fara þar með eftir stjórnarskránni, eða að hlíta ráðgjöf þjóðarinnar og brjóta núgildandi stjórnarskrá.


mbl.is 57,3% segjast andvíg ESB aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þetta sé ekki rétt að þjóðaratkvæðisgreiðslan sé ekki bindandi.ESB samningum hefur tvisvað verið hafnað hér í Noregi.Athugaðu að þetta eru reglur frá ESB sem kveða á um samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 16:55

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Því var hafnað í þinginu að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna bindandi. Af þeim sökum er hún ráðgefandi og hefur sama lögformlega gildi og þessi skoðannakönnun sem vitnað er í.

ESB hefur ekki lögsögu yfir því, á hvaða hátt, aðild verður samþykkt eða hafnað hér á landi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.6.2011 kl. 17:09

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki alveg eins líkegt að Alþingi mun hafna samningnum þátt fyrir JÁ í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Einsog fólk veit þá er VG, XD,XS,XB á móti ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.6.2011 kl. 20:59

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kristinn. Þarna ferð þú með rangt mál. Stjórnarskráin heimilar ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Til þess að breyta því þarf Alþingi að samþykkja það tvisvar og hafa Alþingiskosningar á milli. Núverandi stjórnarflokar reyndu að ná fram skíkri breytingu á stjórnarskránni fyrir síðustu kosningar þegar þeir voru í minnihlutastjórn þannig að hægt væri að samþykkja það aftur eftir kosningar og þannig hægt að gera kosningar um ESB aðild bindandi.

Það vafr Sjálfsæðísflokkurinn sem með málþófi kom í veg fyrir að þessi breyting yrði gerð á stjórnarskránni. Þess vegna var ekki hægt að samþykkja bindandi kosningu um ESB öðruvísi en að rjúfa þing og efna il þingkosninga áður en hæt væri að kjósa um ESB aðild og samþykkja þá þessa stjórnarskrárbreygingu bæði fyrir og eftir kosningu. Þar með gæti nýr þingmeirihluti eftir kosningar tekið kosningu um aðild af þjóðinni ef meirihluti þingmanna eftir kosningar væri á móti ESB aðild jafnvel þó meirihluti þjóðarinnar væri hlynntur henni.

Það er því ekki við stjórnarflokkana að sakast að kosningin um ESB er ekki bindandi heldur er það Sjálfstæðisflokkurinn sem á sök á því.

Hitt er annað mál að það er ekki nóg að Ísland samþykki aðildarsamning við ESB til að Ísland geti gengið þar inn. Það þurfa líka öll 27 aðildarríkin að gera það. Ef eitt þeirra er á móti þá fáum við ekki aðild. Þessi ríki eru öll lýðræðisríki og því er alveg á hreinu að ef þjóðin fellir aðild í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu en Alþingi samþykkir samninginn þrátt fyrir þá mun eitthvert eða einhver af þessum 27 ríkjum hafna því að fá Ísland inn á slíkum forsendum.

Sigurður M Grétarsson, 17.6.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband