Leita í fréttum mbl.is

Nokkuð fyrirsjánlegt.- En hvað næst?

Þetta var nú í rauninni fyrirsjáanlegt allt saman.  Nei við Icesave, hafði ekkert með tímasetningar útgreiðslna úr þrotabúi Landsbankans að gera. Nei-ið hafði einnig ekkert með það að gera hversu miklar þær heimtur verða á endanum.

 Það væri beinlínis fáranlegt ef að Norðurlandaþjóðirnar og AGS, héldu áfram að beita pólitískum þrýstingi í máli, sem virðist vera komið úr pólitískum farvegi í lagalegan farveg.  Þá væri rauninni verið að þvínga Íslendinga til þess að grípa ekki til varna með viðeigandi hætti.  Auk þess liti það vitanlega illa út, ef vörn Íslands í málinu yrði ofan á.  Hvernig gætu þá þessir aðilar útskýrt þvingunnartilburði sína?

Hins vegar er ástæða til þess , af fenginni reynslu, að hafa áhyggjur af því, hvað ,,baráttuhundarnir“ fyrir íslenskum hagsmunum, þeir Árni Páll, Steingrímur J. og Mási í Seðló, hafa lofað AGS, varðandi næstu endurskoðun efnahagsáætlunnar sjóðsins og stjórnvalda.

 Einhverjir muna eflaust enn hvernig sú ætlun sem íslensk stjórnvöld skrifuðu upp á fyrir ári síðan, þrengdi, svo ekki meira sé sagt,  mjög að möguleikum stjórnvalda til þess að hjálpa heimilunum í landinu.  Hafi þá einhvern tímann verið áætlunuin að hjálpa heimilunum.

Einnig væri fróðlegt að vita, hvort þeir Árni Páll, Steingrímur J. Og Mási í Seðló hafi lagt grunninn að lengri veru AGS hér, en til ágústloka í ár, eins og núverandi samkomulag segir til um.  Á meðan stjórnvöld hafa ekki gefið út áætlun um það hvernig taka skuli hér á málum, þegar AGS fer héðan, þá er í rauninni ekkert annað í kortunum en að AGS verði hér áfram.

En allt þetta hljóta stjórnvöld jú að leggja á borðið eftir páska, þegar Alþingi kemur saman að loknu páskaleyfi.  Er ekki annars ríkisstjórn í landinu, sem aðhyllist opna og gegnsæja stjórnsýslu með virkri upplýsingagjöf til þings og þjóðar?


mbl.is Varnarsigur fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband