Leita í fréttum mbl.is

Þessi leikþáttur svipar mjög til.....................

....undanfara þess að ca. 10 þúsund manns mætti á Austurvöll og mótmælti á meðan forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína.

 Þá var þolinmæði margra á þrotum, eftir rúmlega árs bið á einhverjum lausnum til handa skuldsettum heimilum í landinu.  

 Lætin lognuðust svo útaf, þegar leikritið,  um stóra samráðið til lausnar skuldavanda heimilana hófst. Leikritið var í nokkuð mörgum þáttum, en óhætt er að segja að endirinn hafi valdið vonbrigðum hjá mörgum. 

Hin vinnandi stétt, hefur nú beðið í tvö ár, eftir þvi að eitthvað gerist.  Á þeim tíma hefur það helsta gerst að stjórnvöld hafa flutt sömu tillöguna, nánast, um stóraukna atvinnuuppbyggingu og meira að segja gerst svo djörf að bæta fyrra boð í hvert skipti, sem ,,ný" tillaga kemur fram. 

Í öllum tilfellum, hefur þó lítið farið fyrir fjölgun starfa, nema að teknir séu með, hinir fjölmörgu rýni og starfshópar stjórnvalda. Rýni og starfshópar sem eru skipaðir vildarvinum stjórnvalda ofan úr háskóla, ásamt öðrum meðhlaupurum stjórnvalda. 

 Rýni þessara hópa allra á ástandinu og starf starfshópanna, hefur þó ekki fætt neitt meira af sér, en tillögur ,,á næstu dögum", eða ,,eftir helgi".

 Hvort að þolinmæði fólks og langlundargeð sé komið að þolmörkum eður ei, skal ósagt látið.  

 En við hljótum þó að koma til greina sem þolinmóðasta þjóð í heimi, ef þetta heldur áfram svona lengi enn.  Svona í sárabætur, fyrir það að vera ekki lengur sú bjartsýnasta. 


mbl.is Láta reyna á breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Engin stjórn getur gert góða hluti án samstöðu þjóðarinnar á bak við hana. Hefur þjóðin staðið trygg á bak við þessa stjórn?

 Og hvaða hlutverki hefur stjórnarandstaðan gegnt í að vera trygg sinni þjóð á erfiðum tímum?

 Ekki hefur skort níðið og niðurrifið hjá þessum svikulu S-flokksliðum og sumum B-flokksliðum að brjóta niður allt baráttuþrek stjórnarliða á svívirðilegan og siðlausan hátt á þessum erfiðu tímum! Þeirra verka verður minnst sem svikara við sína þjóð á erviðum tímum!!!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2011 kl. 00:30

2 Smámynd: Örn Ingólfsson

ÆÆ en hvað hefur stjórnarandstaðan gert í því að reyna að koma lögum yfir þessa fjárglæframenn? Ekki neitt því miður og ég er hissa á öllum sjálfstæðissinnum þegar að þetta gerðist að þeirra ráðherra dómsmála skuli nú ekki hafa sagt við Löggæsluyfirvöld á þeim tíma undir hans stjórn að setja þessa fjárglæframenn í Gæsluvarðhald!! Nei ææ sorry flokksbræður og einkavinir ekki strax þarf að koma inn einum lagabitling svo að allir sleppi?? Nú enginn nema smákrimmar í GÆSLUVARÐHALD!!! og sú skýring á þeim tíma var að það væru ekki til  FANGELSI!! Nú af hverju ekki? 18 ára RÍKISSTJÓRNIN gerði það sama og FYRRVERANDI BORGARSTJÓRI REYKJAVÍKUR DAVÍÐ ODDSON GERÐI MEÐ PERLUNA OG HÚSIÐ Í FÚLAPITT setti allt í hendurnar á VINUM OG VANDAMÖNNUM SAMANBER ALLA GREIÐANA SEM AÐ LÍÚ OG TALA EKKI UM SAMTÖK ATVINNULÍFSINS  ERU AÐ REYNA AÐ INNHEIMTA Í DAG og svo má lengi telja!!

Nei nú er kominn tími til að fjárglæframennirnir borgi sitt og þeirra SLEKTI!!!

 öRNINN

Örn Ingólfsson, 1.4.2011 kl. 00:48

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held nú að þessi stjórn hafi fengið óeðlilega mikinn frið, til þess að koma sínum málum í gegnum þingið, svo framarlega sem að samstaða er um þau, innan stjórnarflokkanna.

Stjórnarandstaðan hefur oftar en einu sinni, oftar en tvisvar, sest að borði með stjórninni, til þess að hafa samráð um hin og þessi mál. 

Skilgreining stjórnarinnar á samráði, hefur þó ekki verið dýpri en svo, að samráðið fellst ekki í því að koma með sameiginlegar tillögur, heldur að fallast á tillögur stjórnarflokkanna og eftir atvikum aðstoða við að koma þeim í gegnum þingið, ef órólega deild Vg. er með eitthvað múður.

 Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hefur stjórnarandstaðan í rauninni gert minna af því að draga úr starfsorku og þreki stjórnvalda, en innbyrðisátök innan stjórnarflokkanna og á milli þeirra. 

 Þetta er meirihlutastjórn, að nafninu til hið minnsta. Slíkar stjórnir, hafi þær stefnu,  koma  sínum málum áfram. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.4.2011 kl. 00:53

4 Smámynd: Örn Ingólfsson

Samráð er ef að allir eru sammála um að gera rétt og vinna rétt saman hvort sem að er í Ríkisstjórn, Sveitarstjórn ofl. En annað því miður hefur það sýnt sig í gegnum áratugina frá því að við molbúarnir fengum sjálfstæði undan einni þjóð sem að seldi þræla til annarra landa og náði í suma þeirra til sinnar nýlendu sem heitir Grænland og þessi blessaða nýlenduþjóð heitir bara Danmörk og það gildir alveg sama um þær þjóðir sem vilja kúga okkur aftur undir sína stefnu í nýlendumáum þá hafa því miður stjórnvöld á Íslandi sleikt rassgatrið á þessum auðvaldsþjóðum nema sem betur fer ekki þegar að kom að okkar auðlindum Fiskinum þá stóðu ALLIR ÍSLENDINGAR SAMAN gegn ofríki fyrrverandi nýlendukúgara Breta og við unnum þau þorskastríð! Nú kannski vilja sumir menn innan vissra flokka fella ríkisstjórnina og það er þeirra en þá þarf sú gamla ríkisstjórn fyrir daga samfylkingarinnar að gera hreint fyrir sínum dyrum af hverju var ekkert gert í Seðlabankanum og af hverju gerði ríkisstjórnin ekki neitt og af hverju vildi þessi 18 ára ríkisstjórn allt í einu fara að einkavæða allt? Nú almenningur er ekki ennþann dag í dag búinn að fá fullnægjandi svör hvorki frá Sjálfstæðisflokknum og eða Framsóknarflokknum það hefði mátt halda að saumað hefði verið fyrir kjaftinn á þeim og eða þeir blessaðir vita upp á sig skömmina! Það skal tekið fram að ég er ekki flokksbundinn en læt ekki vaða yfir mig og mína!

Örninn

Örn Ingólfsson, 1.4.2011 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1620

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband