Leita í fréttum mbl.is

200- 250 milljóna króna, glórulaus skilyrði Eiríks.

  Á ruv.is er eftirfarandi frétt:

,,Eiríkur Bergmann Einarsson, einn þeirra fulltrúa sem hefur verið boðið sæti í stjórnlagaráði, safnar saman upplýsingum frá þingmönnum um hvort þeir styðji að tillögur ráðsins verði settar í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en þær koma til meðferðar Alþingis. Hann segir ákvörðun sína um hvort hann taki sæti ráðast af afstöðu þingmanna til þessa. Fimm fulltrúar eiga enn eftir að gefa upp hvort þeir þiggi sæti í Stjórnlagaráði. Frestur þeirra til að svara rennur út í dag.

Nítján hafa þegar þegið sæti í stjórnlagaráði, einn hefur afþakkað en fimm fulltrúar hafa ekki gefið upp afstöðu sína. Eiríkur Bergmann segir það öllu máli skipta að ráðið fái endurnýjaðan lýðræðislegan bakstuðning eftir úrskurð Hæstaréttar um ógildingu kosninganna. Hann segist hafa staldrað við þá leið að stjórnlagaráðið fái að leggja niðurstöður sínar í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en tillögurnar komi til meðferðar á Alþingi. Undirtektir þingmanna við fyrirspurn sinni hafi verið jákvæðar."

 Fyrstu viðbrögð síðuritara voru þau að velta því fyrir sér, hvort að Eiríkur Bergmann, hafi yfirhöfuð lesið þá stjórnarskrá, er hann vill koma að endurskoðun  á.  Eða þá hvort að hann skilji þá stjórnarskrá sem hann vill koma að endurskoðun á.

  Einnig hljóta þeir þingmenn sem tekið hafa jákvætt í þátttökuskilyrði Eiríks, að hafa takmarkaðan skilning á núgildandi stjórnarskrá.  Stjórnarskrá sem þeir allir hafa þó undirritað drengskaparheit að.  Reyndar væri það fróðlegt að vita hvaða þingmenn þetta eru, sem virðast vera svo illa lesnir í þeirri stjórnarskrá er þeir undirrituðu drengskaparheit sitt að. 

 Í núgildandi stjórnarskrá stendur, meðal annars:

,,47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr."

 Það þarf engan stjórnlagafræðing til þess að átta sig á því að alþingismönnum, er beinlínis bannað að hafa til hliðsjónar eða að leiðarljósi úrslit ráðgefandi þjóðaratkvæðis um niðurstöður stjórnlagaráðsins, er þeir hefja efnislega meðferð á þeim í þinginu.  Það ætti einnig stjórnmálafræðingur og kennari í þeim fræðum við Háskólann að Bifröst, að vita.  

 Einnig ættu þeir alþingismenn, er gætu hugsað sér að hafa niðurstöður slíks þjóðaratkvæði að leiðarljósi, að íhuga stöðu sína alvarlega. Enda vart hægt að taka drengskaparheit þeirra að stjórnarskránni alvarlega, ef skilningur og/eða virðing á stjórnarskránni er ekki meiri en svo að til greina komi í þeirra huga að brjóta hana, meðvitað eða ómeðvitað. 

 Í ljósi þess, að talið er að eitt stk. þjóðaratkvæðagreiðsla kosti ca. 200- 250 milljónir kr. er það alveg morgunljóst, að þeirri upphæð væri hent út um gluggann, ef meirihluti Alþingi samþykkti slíka fásinnu, enda niðurstaða þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, gagnslaus með öllu.  

Eða er það kannski bara í lagi að brjóta stjórnarskránna, af því að það á að fara að endurskoða hana?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1609

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband